Færslur: Gróðureldar í Heiðmörk

Myndskeið
Viðbragðsáætlun uppfærð eftir stórbrunann í Heiðmörk
Eitt ár er liðið í dag frá því að gríðarmiklir gróðureldar kviknuðu í bakgarði höfuðborgarsvæðisins í Heiðmörk, eftir mikla þurrka. Á þessu ári sem liðið er hefur verið unnið að því að draga úr hættu á slíkum eldum og skerpa á viðbragðsáætlunum.
Myndskeið
Tré skár farin eftir bruna í Heiðmörk en talið var
Svartar og berar trjágreinar eru víða á svæði í Heiðmörk sem varð eldi að bráð fyrir fjórum mánuðum. Hins vegar hafa teinungar skotist upp af rótum birkitrjáa sem talið var að hefðu drepist. „Það gleður okkur að sjá skóginn taka við sér og það eru sprotar að koma upp af trjám sem við vorum héldum kannski að væru búin að drepast,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
02.09.2021 - 22:45
Ætla að kaupa þrjár nýjar slökkviskjólur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vonar að hægt verði að ganga frá kaupum á fleiri slökkviskjólum fyrir Landhelgisgæsluna á næstunni til að efla viðbúnað við gróðureldum.
Myndskeið
„Alltaf stór skaði þegar land brennur“
Það er alltaf slæmt að fá gróðurbruna, enda heilt vistkerfi undir, segir spendýravistfræðingur. Mýs og smádýr verða helst fyrir barðinu á gróðureldum en í Heiðmörk er lúpínan byrjuð að taka við sér.
Sjónvarpsfrétt
Tuttugu gróðureldar á tíu dögum
Rúmlega einn hektari brann við Guðmundarlund í Kópavogi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er það tuttugasti gróðureldurinn á tíu dögum. Slökkviskjóla Landhelgisgæslunar eyðilagðist í Heiðmerkurbrunanum í síðustu viku. 
10.05.2021 - 21:58
Myndskeið
Gróðureldarnir ískyggilega nálægt vatnsbóli Reykvíkinga
Gróðureldarnir í Heiðmörk voru komnir ískyggilega nálægt vatnsbóli Reykjavíkur og Kópavogs segir rekstrarstjóri hjá Veitum. Vel er fylgst með hvort mengun berist í vatnsbólin, sem hann telur ólíklegt.  
05.05.2021 - 21:49
Slökkvistarfi í Heiðmörk lokið
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum í Heiðmörk. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins fóru síðustu menn af svæðinu á fjórða tímanum, eftir að hafa verið fullvissir um að allt væri í lagi.
Myndskeið
Slökkviliðið berst enn við gróðurelda í Heiðmörk
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir og lögregla keppast enn við að ráða niðurlögum gróðurelda í Heiðmörk. Slökkvistörf hafa nú staðið yfir í um sex klukkustundir og um tveir ferkílómetrar eru undir. Erfitt hefur reynst að koma slökkvibúnaði að eldinum og varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að þrátt fyrir að tekist hafi að halda útbreiðslunni í skefjum sé enn heilmikil vinna fram undan.