Færslur: Gróðureldar

Þúsundir flýja skógarelda á vesturströnd Norður-Ameríku
Þúsundir Kaliforníubúa þurfa að eyða helginni í neyðarskýlum fjarri heimilum sínum vegna mikilla gróður- og skógarelda sem hafa logað vikum saman í ríkinu norðanverðu og ekkert lát er á. Sömu sögu er að segja af þúsundum íbúa Bresku Kólumbíu í Kanada, þar sem 5.000 heimili hafa þegar verið rýmd vegna mikillar eldhættu og íbúar 16.000 heimila til viðbótar hafa verið varaðir við því að þurfa að flýja fyrirvaralaust.
Reyk frá skógareldum leggur þvert yfir Bandaríkin
Loftgæði voru í gær óvíða minni í stórborgum heimsins en í New York, þar sem reykur frá skógareldunum sem brenna í vesturríkjum Bandaríkjanna byrgði fólki sýn og knúði heilbrigðisyfirvöld til að gefa út viðvörun vegna hættulegrar loftmengunar.
22.07.2021 - 04:17
Neyðarástand í Bresku Kólumbíu vegna skógarelda
Yfirvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada lýstu í dag yfir neyðarástandi í fylkinu öllu vegna mikilla skógar- og gróðurelda sem þar hafa logað vikum saman. Áður hafði verið lýst yfir neyðarástandi á afmörkuðum svæðum innan fylkisins. Nær 300 skógar- og gróðureldar loga nú í Bresku Kólumbíu og ekkert útlit fyrir að þeim fækki í bráð þar sem spáð er áframhaldandi hitabylgju í fylkinu, þurrviðri og vaxandi, hlýjum vindum.
21.07.2021 - 00:36
Yfir 300 skógar- og gróðureldar loga í Bresku Kólumbíu
Neyðarástandi vegna gróðurelda hefur verið lýst yfir á stórum svæðum í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þar kviknuðu minnst 77 nýir gróður- og skógareldar um helgina og alls loga þar ríflega 300 slíkir eldar.
12.07.2021 - 06:58
Mannskæðir eldar í Bandaríkjunum
Tveir slökkviliðsmenn í Arizona fórust þegar flugvél þeirra hrapaði þar sem þeir voru í könnunarflugi yfir skógareldi. Mikil og hættuleg hitabylgja er nú í vesturríkjum Bandaríkjanna og hitinn vex enn.
11.07.2021 - 18:38
Hitabylgja ýtir undir skógarelda og heftir slökkvistarf
Stórhættuleg hitabylgja geisar í Vestur- og Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og magnar upp mikla gróðurelda sem þar brenna víða. Hitinn gerir hvort tveggja í senn að ýta undir eldana og torvelda slökkvistörf. Hundruð slökkviliðsmanna berjast við gróður- og skógarelda í norðanverðri Kaliforníu og víðar.
11.07.2021 - 02:38
Slökkvistarfi lokið á Akureyri
Slökkvistarfi á bökkum Glerár á Akureyri er lokið en þar kviknaði sinueldur á níunda tímanum.
02.07.2021 - 22:36
Fólki forðað vegna gróðurelda í Jerúsalem
Íbúar tveggja þorpa í nágrenni Jersúsalem í Ísrael hafa verið fluttir á brott eftir að gróðureldur braust út á tveimur stöðum í útjaðri borgarinnar. Veginum milli Jerúsalem og Tel Aviv hefur verið lokað og ferðir járnbrautalesta milli borganna verið stöðvaðar. Tugir slökkviliðsmanna berjast við eldinn. Þeir nota meðal annars tíu slökkviliðsflugvélar við verkið.
09.06.2021 - 14:28
Óvissu og hættustigi vegna hættu á gróðureldum aflétt
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestri og eystri, hefur ákveðið að aflétta bæði hættu- og óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á svæðinu.
31.05.2021 - 19:16
Bikblæðingar í Norðurárdal og Skorradalsvegur lagaður
Vegagerðin varar við því að bikblæðinga hefur orðið vart í Norðurárdal í Borgarfirði. Því eru vegfarendur hvattir til varkárni á þeim slóðum. Í vikunni var Skorradalsvegur lagfærður svo hann gæti betur þjónað sem flóttaleið úr dalnum komi upp alvarlegir gróðureldar.
Snör handtök bænda komu í veg fyrir gróðurelda
Betur fór en á horfðist í Vatnsfirði á Vestfjörðum á sjötta tímanum þegar raflína sló niður í staur, sem stóð þá í ljósum logum og kveikti í mosagróðri í kring. Fyrir vestan er enn í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum. Lítið svæði í kringum staurinn brann.
28.05.2021 - 17:41
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Meira en 30 hektarar brunnir í eldunum á Reykjanesskaga
Meira en þrjátíu hektarar lands hafa orðið gróðureldum að bráð í kringum eldsstöðvarnar við Fagradalsfjall. Náttúrufræðistofnun Íslands endurmat nýverið umfang eldanna, sem hafa vaxið töluvert. Hraun þekur nú meira en tvo ferkílómetra og eykst dag frá degi.
„Gróðureldaváin er komin til að vera“
Slökkvilið landsins hafa þurft að bregðast við hátt í 70 gróðureldum á undanförnum sjö vikum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum til að bregðast við vaxandi ógn hér á landi. „Ég myndi segja að gróðureldaváin er komin til að vera, aðallega fyrir tilstilli hnattrænnar hlýnunar sem og aukinnar gróðursældar hér á landi,“ segir Regína Valdimarsdóttir, formaður starfshópsins.
27.05.2021 - 08:37
Vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna gróðurelda
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Honum er ætlað að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna gróðurelda. Er það helst í formi forvarna og fræðslu, segir í tilkynningu frá stofnuninni.
Dregur úr hættu á gróðureldum með vætu um helgina
Búast má við að jarðvegur blotni, gróður taki við sér og það dragi úr hættu á gróðureldum um helgina þegar hæðin sem stjórnað hefur veðrinu undanfarnar vikur gefur eftir með þeim afleiðingum að úrkomuskil ná inn á land.
27.05.2021 - 06:49
Óvissustig á Norðausturlandi vegna hættu á gróðureldum
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi eystra, í samráði við lögreglu- og slökkviliðsstjóra í fjórðungnum.
26.05.2021 - 16:08
Mjög þurrt fyrir norðan og sinan eins og púðurtunna
Slökkviliðsstjóri í Austur-Húnavatnssýslu segir slökkviliðið ekki hafa búnað til að bregðast við miklum gróðureldum. Hann segir sinuna á svæðinu vera eins og hálfgerða púðurtunnu og hefur áhyggjur af því að erlendir ferðamenn séu ekki meðvitaðir um hættuna.
22.05.2021 - 14:39
Ný slökkviskjóla til reiðu fyrir Landhelgisgæsluna
Ný slökkviskjóla sem keypt var frá Kanada er komin til landsins og í vörslu Landhelgisgæslunnar, í stað þeirrar sem eyðilagðist þegar umfangsmiklir gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk.
22.05.2021 - 11:43
Áfram þurrt og fólk brýnt til að gæta varkárni með eld
Austur-Skaftafellssýsla er nú á hættustigi vegna gróðurelda. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum brýnir fyrir fólki að fara varlega með eld utandyra. Fljótlegra sé að telja upp svæði þar sem hættustig gildir en ekki.
20.05.2021 - 09:42
Hættustigi lýst yfir í Austur-Skaftafellssýslu
Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna gróðurelda í Austur-Skaftafellssýslu. Útlit er fyrir að þurrkar síðustu vikna haldi áfram og segja almannavarnir að líklega hafi aldrei verið mikilvægara að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun verkfæra sem hitna.
19.05.2021 - 20:38
Sjónvarpsfrétt
Tekur viðarvöxtinn ár eða áratugi að ná fyrra horfi
Ár er síðan eldar geisuðu í Norðurárdal í Borgarfirði en áratugir líða þar til gróðurinn hefur jafnað sig að fullu. Hættustig almannavarna er enn í gildi á stórum hluta landsins vegna hættu á gróðureldum.
Áfram bannað að grilla
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna gróðurelda hefur verið lækkað úr hættustigi niður á óvissustig á Reykjanesi eftir þó nokkra úrkomu. Viðbúnaðarstig hefur hins vegar verið hækkað úr óvissustigi yfir á hættustig á Norðurlandi vestra.
14.05.2021 - 15:46
Ætla að kaupa þrjár nýjar slökkviskjólur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vonar að hægt verði að ganga frá kaupum á fleiri slökkviskjólum fyrir Landhelgisgæsluna á næstunni til að efla viðbúnað við gróðureldum.