Færslur: Gróðureldar

Viðtal
Vill horfa til nýsköpunar við áhættumat gróðureldum
Gróðureldar hafa á síðustu árum ógnað lífi og heilsu fólks sem aldrei fyrr og ýmsar stofnanir samfélagsins beina nú í ríkari mæli augum að hættunni af gróðureldum hér á landi.
06.05.2022 - 08:46
Börðust við gróðurelda á 400 ferkílómetra svæði
Yfir 1.000 slökkviliðsmenn börðust við heljarmikla skógar- og gróðurelda í norðurhluta Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum á laugardag. Eldarnir kviknuðu 6. apríl og hefur slökkviliðinu gengið misvel að hamla útbreiðslu þeirra. Í liðinni viku færðust þeir mjög í aukanna og á föstudag fóru þeir alveg úr böndunum vegna afar óhagstæðra vinda. Að morgni laugardags loguðu eldarnir á nær 400 ferkílómetra svæði og höfðu þá vaxið um nær 140 ferkílómetra á einum sólarhring.
01.05.2022 - 01:15
Þingkosningar í Ástralíu boðaðar 21. maí
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til sambandsþingskosninga 21. maí næstkomandi. Hann hefur setið að völdum í þrjú ár sem einkennst hafa af glímunni við kórónuveirufaraldurinn, mannskæð flóð og gróðurelda.
Sinubruni í Grafarvogi
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall um sjöleytið í kvöld, þar sem tilkynnt var um sinubruna í Fossaleyni í Grafarvogi.
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Myndskeið
Gróðureldar í Argentínu breyta degi í nótt
Slökkvilið í norðausturhluta Argentínu hefur barist við mikla gróðurelda vikum saman. Nær átta þúsund ferkílómetrar af landsvæði hefur eyðilagst í einu héraði.
21.02.2022 - 15:10
Fleiri eldar í fyrra en árin tvö á undan samanlagt
Hættan á gróðureldum hefur aukist mjög hér á landi síðustu ár. Þetta segir í tilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
17.02.2022 - 13:13
Ríflega 50 stiga hiti mældist í Ástralíu
Aldrei hefur lofthiti mælst hærri í Vestur-Ástralíu en í gær þegar 50,7 stig sáust á mælum í strandbænum Onslow á vesturströnd landsins. Fyrir 62 árum mældist jafn hár hiti sunnan til í landinu.
14.01.2022 - 04:33
Erlent · Eyjaálfa · Veður · Ástralía · Ofsahiti · Gróðureldar · Flóð · Sydney · Melbourne
67 milljarðar fuðruðu upp í sinueldum í Colorado
Tjónið sem varð af miklum gróðureldi sem logaði í Coloradoríki í Bandaríkjunum í liðinni viku er metið á 513 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 67 milljarða króna. Hartnær 1.100 íbúðarhús og aðrar byggingar eyðilögðust í eldinum, sem er sá sinueldur sem mestu eignatjóni hefur valdið í sögu ríkisins samkvæmt frétt bandaríska almannaútvarpsins PBS.
07.01.2022 - 07:02
Einn fundinn heill á húfi í Colorado en tveggja leitað
Einn þeirra sem saknað var eftir gróðureldana miklu í Colorado í Bandaríkjum er fundinn heill á húfi. Tveggja er enn saknað. Rannsókn stendur yfir á upptökum eldanna.
03.01.2022 - 01:14
Þriggja saknað eftir gróðureldana í Colorado
Þriggja er saknað eftir að gróðureldar ollu gríðarlegu tjóni í Colorado í Bandaríkjunum. Þykkt snjólag þekur nú jörð sem torveldar leit og tefur rannsókn á því hve mikið tjónið varð.
02.01.2022 - 00:26
Hnífsstunga, gróðureldar og flugeldaslys í nótt
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru 125 mál skráð frá klukkan 17 og fram til 9 í morgun.
01.01.2022 - 09:46
„Jólakraftaverk“ að enginn fórst í eldunum í Colorado
Íbúar Boulder-sýslu í Colorado í Bandaríkjunum gátu snúið aftur heim í dag eftir að ofsafengnir gróðureldar skildu eftir sig slóð eyðileggingar á örskömmum tíma. Snjókoma sá til þess að slökkva í síðustu glæðum eldanna í nótt.
01.01.2022 - 06:50
Myndskeið
Tugþúsundir flýja gróðurelda í Colorado
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Colorado í Bandaríkjunum vegna gróðurelda sem brenna stjórnlaust í miklu hvassviðri. Tugþúsundir íbúa í tveimur bæjum í ríkinu hafa verið fluttar á brott. Fjöldi íbúðarhúsa og annarra bygginga er brunninn til grunna.
31.12.2021 - 11:50
Hætta á gróðureldum á Suðurlandi
Mikil hætta er á gróðureldum á Suðurlandi nú um áramótin. Þetta segir í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu.
31.12.2021 - 08:48
Gríðarmiklir gróðureldar geisa í Colorado-ríki
Víðfeðmir gróðureldar geisa nú í Colorado í Bandaríkjunum og óttast er að fólk hafi farist. Þegar hafa hundruð húsa, hótel og verslanamiðstöðvar orðið eldinum að bráð. Þúsundir eru á flótta undan eldhafinu en veðurfræðingur segir óvanalegt að gróðureldar kvikni þar um slóðir á þessum árstíma.
31.12.2021 - 02:07
Gróðureldar kviknuðu á Grikklandi í kvöld
Gróðureldar brutust út í kvöld nærri bænum Nea Makri norðaustur af Aþenu höfuðborg Grikklands. Um það bil sjötíu slökkviliðsmenn berjast nú við eldana en íbúum hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín.
20.09.2021 - 23:53
Yfir 700 byggingar orðið Caldor-eldinum að bráð
Tugir þúsunda Bandaríkjamanna hafa flúið heimili sín við Tahoe-vatn í norðanverðri Kaliforníu vegna umfangsmikilla skógarelda sem nú geisa í ríkinu.
31.08.2021 - 17:35
Grunar að mafían beri ábyrgð á fjölda skógarelda
Yfirvöld á Ítalíu kenna mafíunni um mikinn hluta þeirra skógarelda sem geisað hafa á í landinu í sumar, með hörmulegum afleiðingum. Umhverfisráðherra Ítalíu, Roberto Cingolani, telur að yfir 70 prósent eldanna séu afleiðing vísvitandi íkveikju. Margir þeirra hafa kviknað í þjóðgörðum, þar á meðal eldur sem sveið stórt svæði í merkum beykiskógi í Kalabríuhéraði sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Skógareldar loga ekki lengur í Alsír
Slökkviliði og björgunarsveitum í Alsír hefur tekist að slökkva alla skógarelda í landinu. Á þriðja tug er í haldi grunaður um að hafa viljandi kveikt eldana.
18.08.2021 - 15:23
Dixie stækkar enn og hlýir vindar kynda nýja elda
Dixie-eldurinn mikli, næst-stærsti skógareldur sem sögur fara af í Kaliforníu, heldur áfram að breiða úr sér og nýir og skæðir skógareldar halda áfram að gjósa upp í ríkinu, þar sem veðrið gerir slökkviliðsmönnum afar erfitt um vik þessa dagana. Orkufyrirtæki hafa tekið strauminn af þúsundum heimila í varúðarskyni.
Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Tvenns konar hamfarir í Tyrklandi
Slökkviliðsflugvél með átta innanborðs hrapaði í Tyrklandi í dag. Að sögn yfirvalda komst enginn lífs af. Flugvélin var rússnesk og var áhöfn hennar frá Rússlandi og Tyrklandi. AFP fréttastofan segir að slysið hafi orðið einmitt um það leyti sem yfirvöld eru við það að ná tökum á þeim hundruðum elda sem loga í skógum við suðurströnd landsins.
14.08.2021 - 23:35
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Reykur frá skógareldum í Síberíu yfir norðurpólnum
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Rússneska veðurstofan Rosgidromet segir eldana færast í aukana fremur en hitt. Miklir skógareldar hafa herjað æ oftar og meira á Síberíu síðustu ár. Rússneskir vísindamenn og umhverfisverndarsinnar rekja það til loftslagsbreytinga og allt of lítillar umhirðu skóganna, sökum lítilla fjárveitinga.
10.08.2021 - 02:41