Færslur: Gróðureldar

Gróðureldar kviknuðu á Grikklandi í kvöld
Gróðureldar brutust út í kvöld nærri bænum Nea Makri norðaustur af Aþenu höfuðborg Grikklands. Um það bil sjötíu slökkviliðsmenn berjast nú við eldana en íbúum hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín.
20.09.2021 - 23:53
Yfir 700 byggingar orðið Caldor-eldinum að bráð
Tugir þúsunda Bandaríkjamanna hafa flúið heimili sín við Tahoe-vatn í norðanverðri Kaliforníu vegna umfangsmikilla skógarelda sem nú geisa í ríkinu.
31.08.2021 - 17:35
Grunar að mafían beri ábyrgð á fjölda skógarelda
Yfirvöld á Ítalíu kenna mafíunni um mikinn hluta þeirra skógarelda sem geisað hafa á í landinu í sumar, með hörmulegum afleiðingum. Umhverfisráðherra Ítalíu, Roberto Cingolani, telur að yfir 70 prósent eldanna séu afleiðing vísvitandi íkveikju. Margir þeirra hafa kviknað í þjóðgörðum, þar á meðal eldur sem sveið stórt svæði í merkum beykiskógi í Kalabríuhéraði sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Skógareldar loga ekki lengur í Alsír
Slökkviliði og björgunarsveitum í Alsír hefur tekist að slökkva alla skógarelda í landinu. Á þriðja tug er í haldi grunaður um að hafa viljandi kveikt eldana.
18.08.2021 - 15:23
Dixie stækkar enn og hlýir vindar kynda nýja elda
Dixie-eldurinn mikli, næst-stærsti skógareldur sem sögur fara af í Kaliforníu, heldur áfram að breiða úr sér og nýir og skæðir skógareldar halda áfram að gjósa upp í ríkinu, þar sem veðrið gerir slökkviliðsmönnum afar erfitt um vik þessa dagana. Orkufyrirtæki hafa tekið strauminn af þúsundum heimila í varúðarskyni.
Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Tvenns konar hamfarir í Tyrklandi
Slökkviliðsflugvél með átta innanborðs hrapaði í Tyrklandi í dag. Að sögn yfirvalda komst enginn lífs af. Flugvélin var rússnesk og var áhöfn hennar frá Rússlandi og Tyrklandi. AFP fréttastofan segir að slysið hafi orðið einmitt um það leyti sem yfirvöld eru við það að ná tökum á þeim hundruðum elda sem loga í skógum við suðurströnd landsins.
14.08.2021 - 23:35
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Reykur frá skógareldum í Síberíu yfir norðurpólnum
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Rússneska veðurstofan Rosgidromet segir eldana færast í aukana fremur en hitt. Miklir skógareldar hafa herjað æ oftar og meira á Síberíu síðustu ár. Rússneskir vísindamenn og umhverfisverndarsinnar rekja það til loftslagsbreytinga og allt of lítillar umhirðu skóganna, sökum lítilla fjárveitinga.
10.08.2021 - 02:41
Gróðureldar á Grikklandi „virðast á undanhaldi“
Skæðir gróðureldar sem hafa geisað á Grikklandi í tæpa viku virðast vera á undanhaldi. Þetta sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem staddur er í Aþenu í viðtali við fréttastofu. Yfir 2000 íbúar á Evia-eyju austan við Aþenu hafa þurft að flýja heimili sín og yfir 56 þúsund hektarar lands hafa brunnið. Minnst átta manns hafa látið lífið í eldunum.
09.08.2021 - 12:25
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Dixie-eldurinn orðinn sá næst-stærsti í sögu Kaliforníu
Dixie-skógareldurinn í norðanverðri Kaliforníu heldur áfram að stækka og er orðinn næst-stærsti skógareldur í sögu Kaliforníuríkis. Rannsókn bendir til þess að hann kunni að hafa kviknað þegar tré féll á rafmagnslínu. Veðurskilyrði hafa verið heldur hagstæðari á hamfarasvæðunum í Norður-Kaliforníu um helgina en síðustu vikur, sem hefur hægt heldur á útbreiðslu þessa risaelds. Hann stækkar þó enn og hefur nú brennt um 1.875 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis.
Ekkert lát á gróðureldunum í Grikklandi
Bændur á Evia-eyju, næst stærstu eyju Grikklands, horfa á eigur sínar fuðra upp og bústofn sinn drepast í gróðureldum sem kviknuðu á þriðjudag. Íbúarnir segja ástandið skelfilegt.
08.08.2021 - 18:15
Fimm saknað í skógareldunum í Kaliforníu
Fimm er saknað á hamfarasvæðunum í norðanverðri Kaliforníu, þar sem ógnarmiklir skógareldar brenna allt sem fyrir verður og hafa meðal annars lagt tvo smábæi í rúst. Sá stærsti þeirra, Dixie-eldurinn, logar enn af miklum krafti og hefur sviðið um 1.800 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis.
08.08.2021 - 05:52
Neyðarástand á Sikiley vegna skógarelda - eldgos í Etnu
Yfirvöld á Sikiley lýstu í gær yfir neyðarástandi og hækkuðu viðbúnaðarstig fyrir næsta hálfa árið vegna skógarelda sem brenna á eyjunni. Nello Musumeci, héraðsstjóri á Sikiley, greinir frá því í færslu á Facebook að ákvörðunin sé byggð á ástandinu nú og veðurhorfum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sikiley, Sardinía. Calabria og Puglia eru þau héruð Ítalíu sem verst hafa orðið úti í skógareldum í sumar. 
08.08.2021 - 01:22
Neyðarástand í Norður-Makedóníu
Stjórnvöld í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, hafa lýst yfir 30 daga neyðarástandi vegna skógarelda sem geisað hafa í landinu síðastliðna fjóra daga. Aðgerðin færir öll völd sveitarfélaga tímabundið í hendur ríkisstjórnarinnar. Slökkviliðsbílarnir í landinu eru flestir frá tímum gömlu Júgóslavíu og engin af þremur flugvélum slökkviliðsins nothæf.
07.08.2021 - 12:49
„Eins og kolaofn sem ekki er hægt að komast úr“
Þetta er eins og í kolaofni sem maður kemst ekki út úr, segir Íslendingur sem býr í Aþenu um gróðureldana sem hafa geisað í Grikklandi. Hið forna Ólympíuþorp gæti verið í hættu. Naumlega tókst að koma í veg fyrir að orkuver í Tyrklandi yrði gróðureldum að bráð. 
05.08.2021 - 18:43
Yfir 150 hús brunnin í skógareldum á Grikklandi
Minnst 150 hús hafa þegar eyðilagst í skógareldum á grísku eyjunni Evia. Búið er að rýma fjölda þorpa á eyjunni en munkar í klaustri heilags Davíðs neita að yfirgefa klaustrið. Eldurinn á Evia er einn af yfir 100 skógar- og gróðureldum sem brenna á Grikklandi og ógna meðal annars hinum fornfræga bæ ÓIympíu á Pelópsskaganum. Þá berjast slökkviliðsmenn enn við elda í útjaðri höfuðborgarinnar Aþenu. Hitabylgja er á Grikklandi og Tyrklandi, þar sem eldar loga líka víða.
05.08.2021 - 04:32
Þúsundir flýja skógarelda á vesturströnd Norður-Ameríku
Þúsundir Kaliforníubúa þurfa að eyða helginni í neyðarskýlum fjarri heimilum sínum vegna mikilla gróður- og skógarelda sem hafa logað vikum saman í ríkinu norðanverðu og ekkert lát er á. Sömu sögu er að segja af þúsundum íbúa Bresku Kólumbíu í Kanada, þar sem 5.000 heimili hafa þegar verið rýmd vegna mikillar eldhættu og íbúar 16.000 heimila til viðbótar hafa verið varaðir við því að þurfa að flýja fyrirvaralaust.
Reyk frá skógareldum leggur þvert yfir Bandaríkin
Loftgæði voru í gær óvíða minni í stórborgum heimsins en í New York, þar sem reykur frá skógareldunum sem brenna í vesturríkjum Bandaríkjanna byrgði fólki sýn og knúði heilbrigðisyfirvöld til að gefa út viðvörun vegna hættulegrar loftmengunar.
22.07.2021 - 04:17
Neyðarástand í Bresku Kólumbíu vegna skógarelda
Yfirvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada lýstu í dag yfir neyðarástandi í fylkinu öllu vegna mikilla skógar- og gróðurelda sem þar hafa logað vikum saman. Áður hafði verið lýst yfir neyðarástandi á afmörkuðum svæðum innan fylkisins. Nær 300 skógar- og gróðureldar loga nú í Bresku Kólumbíu og ekkert útlit fyrir að þeim fækki í bráð þar sem spáð er áframhaldandi hitabylgju í fylkinu, þurrviðri og vaxandi, hlýjum vindum.
21.07.2021 - 00:36
Yfir 300 skógar- og gróðureldar loga í Bresku Kólumbíu
Neyðarástandi vegna gróðurelda hefur verið lýst yfir á stórum svæðum í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þar kviknuðu minnst 77 nýir gróður- og skógareldar um helgina og alls loga þar ríflega 300 slíkir eldar.
12.07.2021 - 06:58
Mannskæðir eldar í Bandaríkjunum
Tveir slökkviliðsmenn í Arizona fórust þegar flugvél þeirra hrapaði þar sem þeir voru í könnunarflugi yfir skógareldi. Mikil og hættuleg hitabylgja er nú í vesturríkjum Bandaríkjanna og hitinn vex enn.
11.07.2021 - 18:38
Hitabylgja ýtir undir skógarelda og heftir slökkvistarf
Stórhættuleg hitabylgja geisar í Vestur- og Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og magnar upp mikla gróðurelda sem þar brenna víða. Hitinn gerir hvort tveggja í senn að ýta undir eldana og torvelda slökkvistörf. Hundruð slökkviliðsmanna berjast við gróður- og skógarelda í norðanverðri Kaliforníu og víðar.
11.07.2021 - 02:38
Slökkvistarfi lokið á Akureyri
Slökkvistarfi á bökkum Glerár á Akureyri er lokið en þar kviknaði sinueldur á níunda tímanum.
02.07.2021 - 22:36