Færslur: Gróðureldar

Úrhelli lægði gróðurelda í Kaliforníu
Slökkviðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum tókst í gær að draga mjög úr umfangsmiklum gróðureldum sem logað hafa nærri Los Angeles síðan á mánudag. Það má einnig þakka hitabeltisstormi sem gekk yfir með úrhelli og svalara lofti.
11.09.2022 - 03:30
Komu böndum á mikinn skógareld í Valencia á Spáni
Slökkviliði á Spáni hefur tekist að koma böndum á mikinn skógareld sem logað hefur norðvestur af Valenciaborg dögum saman, hefta frekari útbreiðslu hans og slökkva að miklu leyti. Yfirvöld í héraðinu hafa því aflétt tilskipun um rýmingu fjölda húsa.
22.08.2022 - 02:23
Yfir 40 látin í skógareldum í Alsír
Fórnarlömbum skógarelda sem logað hafa í norðanverðu Alsír síðustu daga fjölgar enn og eru orðin minnst 40 talsins. Í frétt AFP segir að minnst tíu börn og jafnmargir slökkviliðsmenn séu á meðal hinna látnu.Tólf manns fórust þegar smárúta sem þau voru í lokaðist inni í eldhafi. Yfir 200 manns hafa ýmist hlotið brunasár, reykeitrun eða hvort tveggja í eldunum, sem eru að mestu bundnir við norðurhluta landsins og fjalllendið þar.
19.08.2022 - 01:28
Miklir skógareldar loga enn á Íberíuskaganum
Hundruð slökkviliðsmanna leggja nótt við dag í baráttunni við ógnarmikla skógarelda sem enn brenna á Spáni og í Portúgal. Um 300 slökkviliðsmenn unnu að því alla aðfaranótt þriðjudags að koma einhverjum böndum á stóran skógareld í nágrenni borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og álíka margir tóku við keflinu þegar dagur reis.
17.08.2022 - 01:34
Stefnir í metár gróðurelda í Evrópu
Yfir 600.000 hektara landsvæði hefur orðið gróðureldum að bráð í Evrópu það sem af er ári. Spánn hefur orðið verst úti, þar sem yfir 240 þúsund hektarar af gróðurlendi hafa brunnið.
15.08.2022 - 14:47
Myndskeið
Eldhvirfilbylur feykti upp reyk og ösku í Kaliforníu
Fjórir hafa látið lífið í gróðureldum í Kaliforníu á síðustu tveimur vikum. Sjaldgæfur eldhvirfilbylur myndaðist þegar hvirfilvindar feyktu upp eldi, reyk og ösku af miklum krafti.
12.08.2022 - 12:20
Myndskeið
Tíu þúsund hafa flúið vegna gróðurelda í Frakklandi
Yfir sjö þúsund hektarar af skóglendi eru eyðilagðir vegna skæðra gróðurelda sem loga nærri Bordeux, í Suðvestur-Frakklandi.
11.08.2022 - 10:58
Mestu gróðureldar í Nýfundnalandi í hálfa öld
Yfirvöld í Nýfundnalandi og Labrador, austasta fylki Kanada, hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gróðurelda. Eldarnir eru þeir verstu sem geysað hafa í fylkinu í yfir fimmtíu ár. Þúsundir hektara af skóglendi hefur orðið eldunum að bráð á síðustu tveimur vikum og er eldhafið enn stjórnlaust að sögn yfirvalda.
09.08.2022 - 03:36
Kveikt í gróðri í Galisíu á Spáni
Fjölmennur hópur slökkviliðsmanna berst við skógar- og kjarrelda í norðvesturhluta Spánar. Á þriðja tug flugvéla eru notaðar við slökkvistarfið. Hvassviðri og mjög mikill hiti er á þeim slóðum þessa stundina.
04.08.2022 - 16:09
Gróðureldar loga skógi í Berlín
Gróðureldar loga á fjórum stöðum í Grunewald-skóginum í vesturhluta Berlínar. Þeir kviknuðu þegar eldur kom upp í skotfærageymslu lögreglunnar í nótt. Slökkviliði hefur tekist að ná tökum á tveimur eldanna. Hinir brenna stjórnlaust.
04.08.2022 - 14:25
Fólk flýr skógarelda á grísku eyjunni Lesbos
Hús hafa eyðilagst í skógar- og gróðureldum á grísku eyjunni Lesbos og fjöldi heimafólks og gesta í strandbænum Vatera verið fluttur á brott vegna eldanna. Slökkviliðsmenn hafa notað sjö sérútbúnar flugvélar og þyrlu við slökkvistörfin og von er á liðstyrk frá gríska meginlandinu í dag, en þar loga líka gróðureldar.
24.07.2022 - 07:23
Eldar loga víða um brennheita og skraufþurra Evrópu
Ógnarmikil hitabylgja hefur kostað fjölda mannslífa í Evrópu, hert enn á þurrkum og valdið fjölmörgum skógar- og gróðureldum víða í álfunni síðustu daga. Talsvert hefur dregið úr hitanum á Bretlandi, Frakklandi, en norðar og austar hitnaði enn á miðvikudag og sums staðar mun hitna enn meira í dag. Slökkvilið berst enn við fjölda skógarelda á Íberíuskaga, Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi og víðar.
21.07.2022 - 04:38
Hitabylgja og miklir skógareldar í Bandaríkjunum
Ríflega 100 milljónir Bandaríkjamanna búa á svæðum þar sem veðurviðvaranir eru í gildi vegna ógnarhita. 85 stórir skógar- og gróðureldar loga í 13 ríkjum Bandaríkjanna, þar sem um 1,2 milljónir hektara, 12.000 ferkílómetrar skógar- og gróðurlendis hafa þegar orðið eldunum að bráð. Í gær, þriðjudag, greindu yfirvöld frá 14 nýjum, stórum skógareldum; sjö í Texas, tveir í hvoru um sig Alaska og Washingtonríki og einn í Arisóna, Kaliforníu og Idaho.
20.07.2022 - 02:21
Tugir hitameta féllu í Frakklandi
Hitamet féllu á 64 stöðum í Frakklandi í gær þegar hitabylgjan náði hámarki þar í landi. Hún er í rénun í Suður-Evrópu og færist norður og austur á bóginn. Í suðvesturhluta Frakklands er spáð þrumum og eldingum í nótt.
19.07.2022 - 17:27
Enn barist við gróðurelda í Suðvestur-Evrópu
Slökkviliðsmenn í suðvestanverðri Evrópu vinna myrkranna á milli við að halda gróðureldum í skefjum. Staðan er sérstaklega þung í Frakklandi, Portúgal og á Spáni, þar sem þúsundir hektara af gróðurlendi hafa orðið eldi að bráð.
18.07.2022 - 05:43
Þúsundir hektara af gróðurlendi fuðrað upp í Marokkó
Skæðir gróðureldar hafa brennt yfir fjögur þúsund og sex hundruð hektara landsvæði í norður-Afríkuríkinu Marokkó. Yfirvöld í landinu hafa ræst út allt tiltækt slökkvilið til þess að reyna að hemja útbreiðslu eldanna, auk hersins í landinu sem einnig hefur verið kallaður út til að aðstoða við slökkvistörfin.
17.07.2022 - 04:52
Gróðureldar og hitasvækja á meginlandi Evrópu
Þúsundir manna í Portúgal, Frakklandi og á Spáni hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. Erfitt hefur reynst að hemja útbreiðslu eldanna í hitabylgjunni sem gengur yfir hluta meginlands Evrópu. Hiti hefur sumsstaðar náð 45 gráðum.
16.07.2022 - 01:55
Skógareldur ógnar risarauðviði í Yosemite-þjóðgarði
Gróðureldur sem ógnar hundruðum risarauðviða í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu breiðist hratt út og búið er að loka hluta þjóðgarðsins. Eldurinn hefur ríflega tvöfaldast síðasta sólarhringinn og hafði sviðið um 70 hektara gróður- og skóglendis síðdegis á föstudag.
Gróðureldar í Perú ógna heimsminjum í Machu Picchu
Slökkviliðsmenn í Suður-Ameríkuríkinu Perú hafa staðið í ströngu undanfarna daga vegna mikilla gróðurelda sem geisa í landinu. Samkvæmt yfirvöldum þar í landi höfðu yfir 20 hektarar brunnið á miðvikudag. Óttast er að eldurinn breiðist út til nærliggjandi borgar Inkaveldisins, Machu Picchu.
01.07.2022 - 03:36
Berjast við að hemja gróðurelda í hitabylgju á Spáni
Miklir gróðureldar hafa geysað á Spáni síðustu daga, en skæð hitabylgja gengur nú yfir vestanvert meginland Evrópu. Veðurspár út mánuðinn benda til þess að júní verði einn sá heitast í landinu í áratugi, en hitatölur víða fóru vel yfir 40 gráður á Spáni í dag. Það telst óvenju mikill hiti á þeim slóðum svo snemma að sumri.
18.06.2022 - 23:39
Bandaríkin
Þurrkar og eldar í suðri en úrhelli og flóð í norðri
Miklir hitar og þurrkar geisa víða í suðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem eykur mjög hættu á gróðureldum. Á sama tíma veldur úrhellisrigning miklum flóðum í Yellowstone-þjóðgarðinum í norðvestri og hefur honum verið lokað.
14.06.2022 - 04:22
Viðtal
Vill horfa til nýsköpunar við áhættumat gróðureldum
Gróðureldar hafa á síðustu árum ógnað lífi og heilsu fólks sem aldrei fyrr og ýmsar stofnanir samfélagsins beina nú í ríkari mæli augum að hættunni af gróðureldum hér á landi.
06.05.2022 - 08:46
Börðust við gróðurelda á 400 ferkílómetra svæði
Yfir 1.000 slökkviliðsmenn börðust við heljarmikla skógar- og gróðurelda í norðurhluta Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum á laugardag. Eldarnir kviknuðu 6. apríl og hefur slökkviliðinu gengið misvel að hamla útbreiðslu þeirra. Í liðinni viku færðust þeir mjög í aukanna og á föstudag fóru þeir alveg úr böndunum vegna afar óhagstæðra vinda. Að morgni laugardags loguðu eldarnir á nær 400 ferkílómetra svæði og höfðu þá vaxið um nær 140 ferkílómetra á einum sólarhring.
01.05.2022 - 01:15
Þingkosningar í Ástralíu boðaðar 21. maí
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til sambandsþingskosninga 21. maí næstkomandi. Hann hefur setið að völdum í þrjú ár sem einkennst hafa af glímunni við kórónuveirufaraldurinn, mannskæð flóð og gróðurelda.
Sinubruni í Grafarvogi
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall um sjöleytið í kvöld, þar sem tilkynnt var um sinubruna í Fossaleyni í Grafarvogi.