Færslur: Gróðureldar

Myndskeið
Eiga erfitt með að hemja „Eplis eldinn“ í Kaliforníu
Meira en 2.200 slökkviliðsmenn reyna nú að hemja útbreiðslu gróðurelda sem æða áfram nánast stjórnlaust í suðurhluta Kaliforníu. Þeir eru kallaðir „Eplis-eldurinn“ eftir götunni Apple Tree Lane sem er nálægt upptökunum. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að slökkvistarfið eigi eftir að reynast erfitt.
03.08.2020 - 09:46
Myndband
Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna skógarelda
Miklir gróðureldar geisa í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir hafa þurft að flýja að heiman. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að erfiðlega eigi eftir að ganga að ráða niðurlögum eldanna. 
02.08.2020 - 19:25
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra segir að um 143 milljónir spendýra, 180 milljónir fugla, 51 milljón froska og 2,46 milljarðar skriðdýra hafi drepist eða hrakist frá sínum náttúrulegu heimkynnum í eldunum.
Slökkvistarfi við Ástjörn lokið
Lokið var við að slökkva gróðurelda sem loguðu í nágrenni Ástjarnar í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld.
Vilja slökkvibíl í Skorradal vegna eldhættu
Skorrdælir vilja byggja aðstöðu fyrir slökkvibíl í dalnum. Með því vilja þeir tryggja styttri viðbragðstíma ef gróðureldar kvikna í dalnum.
30.05.2020 - 20:10
Spegillinn
Aukin gróðursæld eykur hættu á gróðureldum
Eftir því sem gróðursæld vex á Íslandi eykst hætta á gróðureldum. Plöntuvistfræðingur segir að það eigi eftir að taka landið sem brann í nótt langan tíma að jafna sig. Veðurstofan hefur lengi viljað auka vöktun á gróðureldum en það hefur strandað á fjármagni. 
Gróðureldar eru ekkert grín
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins vill eindregið brýna fyrir fólki á öllum aldri að láta sér ekki koma til hugar að kveikja eld í sinu. Mikilvægt sé að árétta að gróðureldar eru ekkert gamanmál og illa geti ráðist við þá á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Ætla að fljúga dróna yfir Norðurárdal í dag
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri telur að gróðureldar í Norðurárdal í Borgarfirði hafi kviknað af mannavöldum. Gera megi ráð fyrir að tíu til fimmtán hektarar hafi brunnið. Hversu stórt svæði brann komi frekar í ljós síðar í dag þegar dróna verði flogið þarna yfir.
19.05.2020 - 10:07
Viðtal
Hafa náð tökum á gróðureldunum - vakta svæðið
Búið er að ná tökum á gróðureldum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hátt í hundrað manns hafa kljáðst við eldinn síðan um sex í kvöld. Slökkviliði Borgarbyggðar barst liðsauki frá Slökkviliðinu á Akranesi og Brunavörnum Suðurnesja í baráttunni við eldinn.
19.05.2020 - 02:33
Gengur illa að slökkva gróðurelda í Borgarfirði
Slökkvilið Borgarbyggðar vinnur nú að því að slökkva eld í gróðri í grennd við Bifröst. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir í stuttu samtali við fréttastofu að um nokkurn eld sé að ræða en hann getur ekki lagt mat á umfangið. Allur tiltækur mannskapur var boðaður út en illa gengur að slökkva eldinn. Hann telur að ekki sé hætta á að eldurinn breiðist í byggð eða valdi tjóni.
18.05.2020 - 18:08
Myndskeið
Gróðureldar loga sem aldrei fyrr
Svæðið sem brunnið hefur í Ástralíu undanfarnar vikur og mánuði er nú svipað stórt og gjörvallt Ísland. Þúsundir kröfðust í dag aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn loftslagsbreytingum.
10.01.2020 - 19:20
Morgunvaktin
Ástandið í Nýja Suður-Wales eins og í hryllingsmynd
Ástandinu í Nýja Suður-Wales í Ástralíu er helst hægt að líkja við stríðsástand, segir Sólveig Einarsdóttir, sem búið hefur í bænum Narrabri í fylkinu í þrjátíu ár. Ekkert lát er á gróðureldum, bændur bregða búi og fólk er tilbúið að flýja heimili sín á hverri stundu.
09.01.2020 - 10:00
Myndskeið
Óttast um dýr í útrýmingarhættu
Yfir tvö þúsund heimili hafa eyðilagst í gróðureldunum í Ástralíu og óttast er um afdrif dýrategunda í útrýmingarhættu. Svæðið sem þegar hefur brunnið er á við 80 prósent af flatarmáli Íslands.
07.01.2020 - 19:54
„Hörmungar á hörmungar ofan“ í Ástralíu
Tala látinna er komin upp í 24 vegna gróðureldanna sem loga í Ástralíu og eira engu. Fjölda er saknað Aðstæður til slökkvistarfs voru afar slæmar í gær þar sem hiti fór nálægt 40 stigum í miklu hvassviðri. Í dag, sunnudag, komu loks rigningardropar úr lofti en það vann lítið gegn eldunum. 
05.01.2020 - 14:04
Eldarnir ógna rafmagnsöryggi í Ástralíu
Gróðureldarnir sem hafa valdið miklum usla í Ástralíu síðustu vikur færast nú enn nær Sydney. Aðstæður hafa verið afar erfiðar þar sem hitastig hélt áfram að hækka í dag. 
04.01.2020 - 09:42
Hálfur milljarður dýra hefur drepist í Ástralíu
Vistfræðingar við háskólann í Sydney í Ástralíu áætla að hátt í hálfur milljarður spendýra, fugla og skriðdýra hafi drepist frá því að kjarr- og skógareldar blossuðu upp í landinu í september. Jafnframt segja þeir að ýmsar plöntutegundir kunni að hafa eyðst.
02.01.2020 - 17:40
Myndskeið
Neyðarástand vegna gróðureldanna í Nýja-Suður-Wales
Yfirvöld í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu hafa lýst yfir neyðarástandi sem er í gildi næstu vikuna vegna gróðurelda. Þúsundir flýja nú yfirvofandi hættu.
02.01.2020 - 04:36
Yfir 200 heimili hafa brunnið í Ástralíu síðustu daga
Meira en 200 heimili hafa brunnið síðustu daga í gróðureldunum sem herja á Ástralíu. Fimm hafa farist í eldunum síðustu daga og minnst eins er saknað.
01.01.2020 - 03:21
Skipa þúsundum að yfirgefa Viktoríufylki vegna elda
Almannavarnir í ástralska fylkinu Viktoríu hafa fyrirskipað tugum þúsunda íbúa og ferðamanna að yfirgefa svæði þar sem kjarreldar geisa því búist er við því að ástandið fari versnandi næstu daga.
29.12.2019 - 13:10
Óttast að yfir 8.000 kóalabirnir hafi drepist
Óttast er að nær þriðjungur allra kóalabjarna hafi drepist í gróðureldunum sem geisað í strandhéruðum Nýja Suður-Wales í Ástralíu, eða allt að 8.400 dýr. Umverfisráðherra Ástralíu greindi frá þessu í morgun.
27.12.2019 - 06:24
Gróðureldar ógna stórborginni Valparaiso í Chile
Á annað hundrað bygginga hafa brunnið til grunna í gróðureldum sem geisa í og við hafnarborgina Valparaiso í Chile. Fjölda borgarbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, sem fara hratt yfir og illa gengur að hemja, og rafmagn var tekið af um 90.000 heimilum og fyrirtækjum í borginni til að fyrirbyggja enn meira tjón.
25.12.2019 - 02:24
Myndskeið
Svæði á við hálft Ísland er brunnið
Svæðið sem brunnið hefur í gróðureldunum í Ástralíu er álíka stórt og hálft Ísland. Tugþúsundir sjálfboðaliða leggja slökkviliðsfólki lið víðs vegar um landið.
24.12.2019 - 13:45
Myndskeið
Loftmengun, hitamet og gróðureldar í kortunum
Ekkert lát er á gróðureldum í Ástralíu og óttast er að ástandið versni enn í næstu viku þegar spáð er methita í landinu. Loftmengun í Sydney var mikil í vikunni og kona sem þar býr líkir ástandinu við hamfarir þegar verst lét.
14.12.2019 - 19:15
Myndskeið
Brunasárin drógu kóalabjörninn Lewis til dauða
Kóalabjörninn Lewis, sem komst í heimsfréttirnar þegar honum var bjargað úr skógareldum í Ástralíu, er dáinn. Hann brann illa í eldunum og sárin drógu hann til dauða. Dýralæknar svæfðu hann þegar ljóst var að brunasárin væru ekki að gróa.
26.11.2019 - 10:44
Reykjarmistur yfir Sydney - mengunin eins og í Dehli
Heilsuspillandi reykjarmistur lá yfir stórum hluta Sydneyborgar þegar þriðjudagur reis þar syðra. Reykinn leggur yfir þessa fjölmennustu borg Ástralíu frá miklum kjarr- og skógareldum sem geisa á austurströnd landsins. Mælar sýndu að loftmengun var komin langt yfir hættumörk í morgunsárið og loftgæðin orðin álíka lítil og á slæmum degi í Dehli á Indlandi.
19.11.2019 - 01:57