Færslur: gróður

Sjónvarpsfrétt
Margar góðar ástæður fyrir því að hætta að slá gras
Margvíslegur ávinningur fæst af að hætta að slá gras. Það er jákvætt fyrir pöddur og fugla og dregur úr olíunotkun. Vaxandi hreyfing er fyrir villigörðum. Landgræðslustjóri hvetur sveitarfélög til að gróðursetja rifsberjarunna á almenningssvæðum í staðinn fyrir gras. 
02.07.2022 - 21:03
Sjónvarpsfrétt
Óttast útbreiðslu lúpínu á friðlýstu svæði
Lúpína er gjarnan óvelkominn gestur, sérstaklega á svæðum þar sem plöntu- og fuglalíf er ríkt. Dæmi um slíkt er útbreiðsla lúpínunnar í nágrenni friðlandsins í Krossanesborgum við Akureyri.
22.06.2022 - 17:43
Einarsgarður: falin perla í Reykjavík
Falda perlu sem þó er fyrir allra augum er að finna í Einarsgarði. Garður er einn elsti almenningsgarður í Reykjavík og hófst ræktun þar 1899. Þar er unnið hörðum höndum að því að snyrta gróður eftir veturinn og krókusar og túlipanar hafa skotið upp kollinum.
Heildarfjöldi frjókorna á Akureyri sá mesti síðan 2005
Heildarfjöldi frjókorna sem mældist á Akureyri í liðnum júnímánuði er sá mesti frá árinu 2005. Það virðist því ekki hafa komið að sök að kalt væri í veðri á Norðurlandi framan af júnímánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Frjókornatímabilið seinna á ferðinni en venjulega
Frjókornatímabilið er seinna á ferðinni en áður, vegna kulda í apríl. Þetta sýna mælingar sem Náttúrufræðistofnun Íslands stóð að. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir frjókornum gætu þó verið farnir að finna fyrir einkennum í öndunarfærum.
14.05.2021 - 14:36
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Dregur úr asparfræjum en grasfrjó enn á sveimi
Aðeins er farið að draga úr asparfræjunum sem svifið hafa um undanfarið í hvítum bómullarhnoðrum. Ellý Guðjohnsen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að tveir til þrír toppar hafi verið af grasfrjói í sumar en enn þá sé mikið eftir af frjótímabilinu.   
27.07.2020 - 15:54
Holtasóley í hættu
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.
17.07.2020 - 01:10
Erlent · England · Wales · Skotland · gróður · gróðurfar · Blóm · Bretland
Samfélagið
Barist fyrir tilverurétti villtra borgarblóma
Nöfn villtra borgarblóma eru nú merkt með nafni sínu á stéttir evrópskra borga. Markmið þeirra sem kríta nöfnin er að fagna fjölbreytileika náttúrunnar. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, vill minni slátt og meiri náttúru í borginni en segir arfa vera ranga plöntu á röngum stað.
15.05.2020 - 14:32