Færslur: Grísalappalísa
Grísalappalísa textahöfundar ársins
Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson, söngvarar Grísalappalísu bera sigur úr býtum í flokknum textahöfundar ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.
09.03.2020 - 19:50
Þegar tjaldið fellur
Týnda rásin er svanasöngur Grísalappalísu og nú skal öllu til tjaldað.
17.01.2020 - 10:20
Sykur og svanasöngur Grísalappalísu stóðu upp úr
21. Iceland Airwaves hátíðin var keyrð í gang síðasta miðvikudagskvöld og fréttaritari Menningarvefsins er búinn að vera á miklu fútti milli hinna ýmsu bara, listasafna og tónleikasala undanfarna daga.
11.11.2019 - 17:03
Stuðmannalög í flutningi Ham og sungin af Megasi
„Mér fannst þetta vera eins og ef HAM hefði gert Sumar á Sýrlandi með Megas sem söngvara,“ segir Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður í umfjöllun Lestarklefans um nýjustu og mögulega síðustu plötu hljómsveitarinnar Grísalappalísu.
10.11.2019 - 14:55
Fóru á kostum í Hemma Gunn lagi
Retro Stefson og Grísalappalísa mættust í æsispennandi hörkuleik í fyrri undanúrslitaleik Popppunkts árið 2016. Báðar hljómsveitir reyndust mjög vel að sér í íslensku popp og rokksögunni og renndu sér í gegnum spurningar Dr. Gunna án teljandi erfiðleika. Menn byrjuðu af krafti og kláruðu vísbendingaspurningarnar tvær í fyrstu tilraun, Grísalappalísa þekkti Svavar Knút í fyrstu vísbendingu og Retro Stefson þekktu lagið Í sól og sumaryl í fyrstu vísbendingu.
10.08.2016 - 13:56