Færslur: Grindhvalir

Um 500 grindhvalir strönduðu og drápust
Um 500 grindhvalir drápust þegar þeir strönduðu á Chatham-eyjum við Nýja Sjáland í vikunni. Ritzau-fréttastofan greinir frá þessu. Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa gert út björgunarleiðangur í von um að hægt verði að koma einhverjum strönduðum hvölum aftur á haf út en björgunarliðið hefur neyðst til að aflífa marga hvali sem enn lifðu vegna hættu á hákarlaárásum.
12.10.2022 - 05:37
Fjórtán búrhvalir drápust við strönd Tasmaníu
Ástralskir náttúrulífssérfræðingar gera nú hvað þeir geta til að varpa ljósi á ástæður þess að fjórtán ungir búrhvalir drápust eftir að hafa synt á land á afskekktri strönd Tasmaníu.
21.09.2022 - 03:33
Færeyingar setja takmörk á grindhvaladráp
Heimastjórnin í Færeyjum hefur ákveðið að setja takmörk á hve marga grindhvali megi drepa. Ákveðið var að setja 500 hvala hámark næstu tvö árin eftir mikla gagnrýni í fyrra þegar 1400 dýr voru drepin á einum degi.
10.07.2022 - 19:23
Myndskeið
Þór stefnir á stórtæka hvalhræjaförgun
Varðskipið Þór ætlar að sigla norður á Strandir, sækja fimmtíu grindhvalahræ, sigla með þau út á sjó og kasta þeim þar fyrir borð. Aðgerðin er sú stærsta í sögu gæslunnar þegar kemur að förgun hvalhræja.
07.10.2021 - 19:13
Þór kemur á Strandir og hirðir rúmlega fimmtíu hvalhræ
Áhöfn á varðskipinu Þór kemur í Árneshrepp á Ströndum í næstu viku og mun taka þar rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem liggja í fjörum um borð í skipið. Varðskipinu verður síðan siglt út fyrir sjávarfallastrauma og hræjunum þá hent fyrir borð.
07.10.2021 - 11:14
Sjónvarpsfrétt
Óljóst hvað verður gert við hvalhræin við bæjardyrnar
Ekki hefur verið ákveðið hvernig eigi að farga tugum grindhvalshræja sem liggja í fjörunni í Árneshreppi á Ströndum. Teymi frá Hafrannsóknastofnun tók sýni úr dýrunum í dag.
06.10.2021 - 21:25
Myndskeið
Minnst 50 dauðir grindhvalir í fjöru í Árneshreppi
Íbúar á Melum í Árneshreppi á Ströndum urðu í morgun varir við að minnsta kosti fimmtíu grindhvali að drepast í fjöru skammt frá bænum. Björn G. Torfason á Melum segir að sér hafi verið brugðið í morgun.
02.10.2021 - 12:39
Færeyskir fiskræktendur fordæma höfrungadráp
Samtök færeyskra fiskræktenda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem umfangsmiklu höfrungadrápi við eyjarnar 12. september síðastliðinn er harðlega gagnrýnt. Þá var yfir fjórtánhundruð leiftrum, smávöxnum tannhval af höfrungaætt, slátrað.
18.09.2021 - 05:32
Færeyingar harðlega gagnrýndir vegna höfrungaveiða
Færeyingar liggja nú undir þungu ámæli dýraverndunarsinna eftir að yfir fjórtán hundruð tannhvalir af höfrungaætt voru veiddir við Austurey síðastliðinn sunnudag. Formaður færeyska hvalveiðiráðsins segir Færeyingum sjálfum mjög brugðið.
15.09.2021 - 01:56
Sóttvarnareglur ekki hertar í Færeyjum að sinni
Ekki stendur til að herða sóttvarnareglur í Færeyjum þrátt fyrir að 48 séu með COVID-19 í eyjunum. Ekki hafa fleiri smit greinst í vikunni sem styrkir stjórnvöld í þeirri fyrirætlan sinni, en 500 eru nú í sóttkví.
Reynt hvað hægt er að bjarga grindhvölum við Tasmaníu
Allt að níutíu grindhvalir hafa drepist og hundrað og áttatíu eru fastir við í afskekktum flóa á eynni Tasmaníu við Ástralíu.
22.09.2020 - 03:44
Hefðu jafnvel getað bjargað grindhvölunum
Grindhvalirnir tíu sem strönduðu á Snæfellsnesi um helgina sáust hættulega nálægt landi á fimmtudaginn. Yfirvöldum var hins vegar ekki greint frá þessu fyrr en þremur dögum seinna.
15.09.2020 - 12:39
Myndskeið
Mjög óvenjulegur staður fyrir grindhvali til að stranda
Tíu grindhvalir sem syntu á land í Álftafirði á norðanverðu Snæfellsnesi eru allir dauðir. Tveir sem voru enn á lífi í gærdag drápust í gærkvöld eða í nótt.
14.09.2020 - 20:36
Myndskeið
Grindhvalir syntu á land í Álftafirði
Rétt upp úr kl. 14 í dag barst Náttúrustofu Vesturlands tilkynning frá lögreglunni um hvali í vandræðum við austanverðan Álftafjörð á Snæfellsnesi.
Grindhvalirnir komust á haf út af sjálfsdáðum
Vaða grindhvala, sem síðdegis í gær strandaði á skeri í Þernuvík í Mjóafirði, er nú komin á haf út, að því er virðist af sjálfsdáðum.
31.07.2020 - 09:10
Grindhvalur strandaði í Hvalfirði í gær
Grindhvalur strandaði nálægt Hvammsvík í Hvalfirði í gær. Talið var að hvalurinn væri veikur og átti því að aflífa dýrið færi það ekki aftur út á sjó, sagði Þóra J. Jón­as­dótt­ir, dýra­lækn­ir dýravelferðar hjá Matvælastofnun. Hvalurinn komst aftur á flot og ekki hefur sést til hans síðan.
13.09.2019 - 16:13
Tókst að bjarga öðrum hvalnum í Ólafsvík
Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var við björgunarstörf í fjörunni í Ólafsvík í nótt.
13.08.2019 - 07:59
Vara við neyslu kjöts og spiks af grindhval
Fullorðnir skulu borða mest eina máltíð af kjöti og spiki af grindhval á mánuði, samkvæmt færeyskum ráðleggingum. Stúlkur og konur sem hafa hug á að eignast börn í framtíðinni ættu alfarið að forðast neyslu grindhvalsspiks. Konur sem stefna á að verða ófrískar innan næstu þriggja mánaða, eru þungaðar eða með barn á brjósti ættu einnig að forðast að borða kjöt af grindhval.
12.08.2019 - 17:36
Viðtal
Mikilvægt að bregðast rétt við hvalreka
Það sem af er sumri hafa tvær grindhvalatorfur strandað við Ísland. Önnur torfan gekk á land á Löngufjörum á Vesturlandi en hin í Garðskagafjöru í Garði. Að sögn sjávarlíffræðings er hvalreki orðinn að árlegum viðburði. Mikilvægt sé að bregðast rétt við þegar komið er að hval í fjöru. Líklega er hann í fæðuleit, að elta makríl sem syndir nálægt landi.
08.08.2019 - 13:54
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Segir hvalaskoðunarskip ekki hafa ruglað hvali
Forsvarsmaður Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja furðar sig á orðum líffræðings Hafrannsóknarstofnunar um að hvalaskoðunarskip gætu hafa ruglað hvalavöður þannig að þær leituðu á land. Samtökin ætla að freista þess að fá fund hjá stofnuninni í dag vegna málsins.
06.08.2019 - 08:13
Síðasta grindhvalahræið í Garðskagafjöru urðað
Búið er að urða eða sökkva öllum grindhvalahræjunum í Garðskagafjöru í Garði. Björgunarsveitin Ægir hefur staðið í ströngu síðustu daga og sökkt yfir ellefu hræjum. Eitt var grafið í sandinn. Bergný Jóna Sævarsdóttir staðgengill bæjarstjóra Suðurnesjabæjar sagði fyrir hádegisfréttir að verkefnið væri erfitt en vonast til að það klárist í dag áður en lykt fer að gjósa úr hræinu yfir Garð.
05.08.2019 - 12:37
Hval rak á land í Eystri-Fellsfjöru
Hval rak á land í Eystri-Fellsfjöru neðan við Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði þjóðgarðsins, segir að grindhvalinn hafi líklega rekið á land fyrir einhverju síðan. Hann hafi svo skolast til og er kominn nær helsta ferðamannastaðnum á svæðinu.
30.07.2019 - 13:55
Rannsaka grindhvalahræin á morgun
„Við byrjum á lengdarmælingum og kyngreiningum á öllum dýrunum, þetta eru 52 dýr, skilst mér, þannig að það verður töluverð vinna við það,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sérfræðingar frá stofnuninni og Umhverfisstofnun hyggjast á morgun rannsaka grindhvalina 52 sem fundust dauðir í Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi í síðustu viku. Landhelgisgæslan flytur þá á staðinn. Að auki hyggjast sérfræðingarnir vinna viðvik fyrir Íslenska Reðasafnið.
22.07.2019 - 12:21
Viðtal
„Náttúran má bara fá að sjá um þetta“
Hátt í fimmtíu grindhvalir sem strönduðu á Gömlueyri á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á ábyrgð landeiganda. Einn þeirra segir að næstu skref séu í höndum náttúrunnar. 
19.07.2019 - 19:00

Mest lesið