Færslur: Grindavíkurbær

Sjónvarpsfrétt
„Skjálftinn í gær það versta sem ég hef upplifað”
Íbúar í Grindavík segja stóra skjálftann í gærkvöldi einn þann versta sem þeir hafi upplifað og allt öðruvísi en skjálftana í fyrri hrinu. Sumir eru búnir að pakka í tösku og tilbúnir til að flýja. Almannavarnir funduðu vegna stöðunnar í dag.
Útvarpsfrétt
Hrinan nú minnir mjög á undanfara gossins í fyrra
Jörð hefur skolfið nánast látlaust í Grindavík síðan hrina jarðskjálfta hófst á Reykjanesskaga á laugardag og íbúar þar hafa orðið fyrir þó nokkru tjóni þegar húsmunir hafa hrunið. Fulltrúar almannavarna í bænum funduðu með vísindamönnum í dag og fóru yfir stöðu mála. 
Myndskeið
„Þetta var mjög stressandi fyrir okkur“
Viðskiptavinum söluskála í Grindavík var ráðlagt að forða sér út þegar stóri jarðskjálftinn reið yfir síðdegis í gær. Starfsmaður skálans segir atburðinn hafa verið mjög stressandi.
Myndskeið
„Það gengur illa að venjast skjálftunum“
„Það gengur illa að venjast skjálftunum. Ef það á að fara að gjósa er ég til að fari að gjósa á góðum stað aftur og þetta skjálftamál fari að lognast aðeins útaf,“ segir íbúi í Grindavík. Öflug jarðskjálftahrina hófst á svæðinu á föstudag og síðdegis í gær varð skjálfti af stærðinni 5,4 sem olli nokkrum usla í bænum.
Morgunútvarpið
Telur Grindvíkinga hafa kosið breytingar
Oddviti Miðflokksins í Grindavík telur að gott fylgi flokksins lýsi vilja bæjarbúa til þess að fá breytingar í bæjarstjórn. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn en stendur utan meirihlutaviðræðna sem nú eru í gangi.
Kæru vegna ljósleiðara í Ísólfsskála vísað frá
Kæru eins jarðeigenda Ísólfsskála til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, vegna ákvörðunar skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar um að veita leyfi fyrir lagningu jarðstrengja rafmagns og ljósleiðara í landi jarðarinnar eftir að eldgosið við Fagradalsfjall hófst, hefur verið vísað frá nefndinni.
Myndskeið
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman
Í stað þess að tala um að eldgosið á Reykjanesskaga geti staðið í nokkra mánuði verður að huga að stærri mynd - því gosið gæti varað árum saman, segir eldfjallafræðingur. Haldi gosið áfram í áratugi gæti hraunbreiðan náð yfir Grindavík og virkjunina í Svartsengi. 
Spegillinn
3 þúsund gosferðamenn á dag
Ferðamálastjóri segir að ef allt gangi eftir megi búast við að um þrjú þúsund erlendir ferðamenn leggi leið sína í haust daglega að gosinu í Geldingadölum. Undirbúningur við að bæta aðgengi að gosstað er í fullum gangi.
Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Spegillinn
Byrjað að bera í stíga að gosinu
Byrjað var í dag að bera ofan í fyrsta kafla gönguleiðarinnar upp að gosinu í Geldingadölum. Til stendur að gera endurbætur á öllum stígunum á næstunni til að bæta öryggi og draga úr frekari skemmdum á náttúrunni. Þá er stefnt að því að leggja rafmagn upp að gosstaðnum og bæta fjarskipti. Loks verða ráðnir landverðir eða starfsmenn til að taka við af björgunarsveitarmönnum.
Gasmengun í byggð næsta sólarhring
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands nær gasmengun til byggða næsta sólarhringinn. Í nótt verður einhver mengun yfir norðanverðum Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Í fyrramálið verður líklega gasmengun yfir Vatnsleysuströnd.
Gekk mun betur en í gær
Staðan við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur verið mun betri í dag en í gær þegar margra kílómetra löng bílaröð teygði sig upp að Bláa lóninu þegar verst lét. Nýjar reglur tóku gildi í dag þar sem opið er frá sex á morgnana til sex á kvöldin, ef aðstæður leyfa, og svæðið rýmt klukkan tíu.
Myndskeið
Reiði yfir því að fá rafmagnsleysi ofan í jarðskjálfta
Reiði er meðal Grindvíkinga yfir því að hafa þurft þola rafmagnsleysi í rúma níu klukkutíma í gær ofan í jarðskjálfta síðustu tíu daga. Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi í beinu streymi í dag og tugir mættu á fundinn. „Ég er búinn að vera hræddari við þetta núna. Óhugnalegt bara. Þetta er svo nálægt Grindavík, svo harkalegt. Ég vakna oft á nóttunni. Ég næ ekki miklum svefni. Og rafmagnsleysið var ekki að gera þetta betra, heldur betur ekki,“ segir Teitur Leon Gautason, íbúi í Grindavík.
Tíu klukkutíma rafmagnsleysi „algjörlega óviðunandi“
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir það með öllu óviðunandi að bæjarbúar hafi þurft að þola hátt í tíu klukkustunda langt rafmagnsleysi fram undir miðnætti í gærkvöldi. Hann hyggst óska skýringa HS-veitna á fundi á mánudag. „Algjörlega óviðunandi að þurfa að búa við rafmagnsleysi svo klukkutímum skiptir,“ segir Fannar.
06.03.2021 - 11:56
Jarðskjálfti fannst í Grindavík
Jarðskjálfti af stærðinni 2,6 mældist rétt rúmum þremur kílómetrum norðaustur af Grindavík á öðrum tímanum í nótt. Veðurstofan fékk nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu, en allir mun minni.
01.02.2021 - 03:34
Viðtal
Öflug skjálftahrina á Reykjanesi - jörð skelfur
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi og núna klukkan hálf sjö varð snarpur skjálfti sem fannst greinilega í útvarpshúsinu og væntanlega víða á höfuðborgarsvæðiu. Samkvæmt mælingum veðurstofunnar var hann 4,3 að stærð.
20.07.2020 - 06:19
Atvinnuleysið mældist 28% í lok apríl
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.
Viðtal
Á fjórða hundrað skjálftar í nágrenni Grindavíkur
Mikil jarðskjálftavirkni var norðnorðaustur af Grindavík í gærkvöld og í nótt. Milli þrjú og fjögur hundruð skjálftast mældust á svæðinu, þeir stærstu voru 4,0 og 4,3 í gærkvöld. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur sem stendur vaktina á Veðurstofu Íslands, segir að dregið hafi úr skjálftavirkninni með morgninum. Enginn gosórói hefur mælst heldur hefur þetta eingöngu verið skjálftavirkni í dag.
Viðtal
Talið að um þúsund manns hafi mætt á íbúafund
Áætlað er að um þúsund manns hafi mætt á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigs Almannavarna vegna landriss og jarðskjálfta vestan við fjallið Þorbjörn. Hallfríður Guðfinnsdóttir, íbúi í Grindavík, segir fundinn hafa verið góðan og að svör hafi fengist við þeim spurningum sem brenna á íbúum.
Spegillinn
Búast má við að eitthvað fari að gerast
Jarðfræðingur segir að miðað við gossöguna á Reykjanesskaga megi alveg búast við gosi þar. Verði gos í Svartsengi megi líka búast við að gjósi á Reykjanesi. Hann segir hins vegar að það sé kannski líklegra að kvikan leiti eftir sprungukerfinu og landris hætti.
27.01.2020 - 17:10
Samfélagið
Tími kominn á eldgos á Reykjanesskaga
Jarðeðlisfræðingur segir kominn tíma á eldgos á Reykjanesskaga. Staðurinn sem beri merki um kvikusöfnun núna sé sennilega einn versti staðurinn á Reykjanesskaga til þess að hafa gos.