Færslur: Grindavík

Áhugi í Vogum fyrir sameiningu
Nokkurn áhuga mátti greina á íbúafundi í sveitarfélaginu Vogum á að hefja sameiningaviðræður við annað sveitarfélag. Grindavík er það sveitarfélag sem fékk flest atkvæði en einnig var töluverður áhugi á Suðurnesjabæ. Rúmlega þrettán hundruð eru búsett í Vogum.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Lærðu mikið af varnargörðunum
Undirbúningur er hafinn vegna viðbragða ef ske kynni að hraun stefni enn frekar að Suðurstrandarvegi. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að þó að varnargarðar sem reistir voru við gossvæðið til verndar Nátthagasvæðinu hafi ekki stoppað hraunflæðið sé margt hægt að læra af þeim.
Svalt á landinu áfram í norðlægum áttum
Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Svalt verður í veðri áfram en þó glittir í tveggja stafa hitatölur á Suður- og Vesturlandi.
18.05.2021 - 06:56
Innlent · Veður · Kuldi · Grænland · Grindavík · Vogar · gasmengun
Vilja beina hraunflæðinu í Merardalabaðkerið
Varnargarðarnir ofan Nátthaga verða líklega tvöfalt hærri en til stóð í upphafi. Það á eftir að koma í ljós hversu mikils gröfur og jarðýtur mega sín gagnvart náttúruöflunum, en verkfræðingur telur þetta tilraunarinnar virði.
17.05.2021 - 22:58
Jörð með eldspúandi fjalli föl fáist rétt verð
Nokkur kauptilboð hafa borist í jörðina Hraun austan Grindavíkur en gosstöðvarnar í Geldingadölum eru í landi jarðarinnar.
06.05.2021 - 22:08
Ekki skal príla á nýju hrauni þótt sakleysislegt sé
Björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík vill árétta fyrir fólki að ekki er óhætt að ganga á nýju eða nýlegu hrauni. Á Facebook síðu sveitarinnar kemur fram að fyrir komi að að fólk príli upp á nýjar hrauntungur til að að sækja sér grjót, stytta sér leið eða taka af sér mynd.
Losnaði af strandstað út af Reykjanesi
Línubátur sem strandaði utan við Reykjanes í hádeginu er laus af strandstað og siglir nú fyrir eigin vélarafli samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Ekki virðist hafa komið leki að bátnum. Björgunarskip var kallað út og fylgir það bátnum til hafnar í Grindavík. Áhöfnina sakaði ekki.
13.04.2021 - 13:21
Hafa ekki kannað áhrif gasmengunar á fugla
Grindvíkingar hafa velt því fyrir sér hvort fuglar hegði sér með öðrum hætti en venjulega, eftir að eldgosið á Reykjanesskaga hófst. Í umræðum íbúa á Facebook hefur meðal annars verið bent á að óvenjumikið sé um hrafna í og við bæinn, auk þess sem mikið hafi verið um að þrestir hafi flogið á glugga og jafnvel inn í hús og íbúðir. Fólk velti því fyrir sér hvort gasmengun hafi hugsanlega ruglað fuglana.
Eldur í Svartsengi truflar ekki raforkuframleiðslu
Engum var hætta búin þegar eldur kviknaði í vélarbúnaði í Orkuveri 3 hjá HS Orku í Svartsengi síðdegis í dag. Orkuverið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en starfsmenn HS Orku lokuðu svæðinu.
06.04.2021 - 19:22
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Gossvæðið opið 6-18 og rýmt klukkan 22
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18, og fyrr ef nauðsyn krefur og byrjað verður að rýma gossvæðið klukkan tíu á kvöldin.
„Hér er heilt bæjarfélag í gíslingu“
Vettvangsstjórn í Grindavík kom saman klukkan átta, meðal annars til að ræða hvort breyta þurfi skipulagi á svæðinu í kringum gosstöðvarnar í Geldingadölum vegna mikillar aðsóknar. Í bjartviðrinu í gær var bíll við bíl langleiðina eftir öllum Grindavíkurvegi og um kvöldmatarleytið lokaði lögregla fyrir bílaumferð að svæðinu.
Ekki gildir lengur einstefna um Suðurstrandarveg
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflétta reglum um einstefnuakstur eftir Suðurstrandarvegi til austurs frá Grindavík. Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerð á veginum upp með Festarfjalli.
Myndskeið
Smithætta ofan á goshættu
Áfram er búist við straumi fólks í Geldingadali þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir. Bæjarstjórinn í Grindavík segir samkomutakmarkanir gera erfiða stöðu flóknari og hvetur fólk til að hugsa sig um áður en það heldur á gosstöðvarnar.
24.03.2021 - 19:42
Var í tjaldi við gosstöðvarnar
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt, mis vel búið. Lögregla og björgunarsveitir höfðu því í nógu að snúast. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem er í aðgerðastjórn, segir að nóttin hafi gengið furðu vel miðað við aðstæður. 
Ólíklegt að gasstyrkur verði hættulegur í byggð
Búast má við gasmengun vegna eldgossins í Geldingadölum og að hún verði mest nálægt upptökum þess. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gasið dreifist til norðausturs frá gosstöðvunum í átt að höfuðborgarsvæðinu í dag en að mjög ólíklegt sé að gasstyrkur verði hættulegur þar. Vísindamenn vinna að mælingum.
Myndskeið
Hraunið er mest um tíu metra þykkt
Hraunið sem rennur úr gossprungu í Geldingadölum á Reykjanesskaga er um tíu metra þykkt þar sem það er þykkast og gosið telst vera mjög lítið. Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna nú eftir hádegi.
Myndskeið
Vona að skjálftunum sé lokið í bili
Grindavík er sá bær sem er næst eldgosinu sem hófst í gærkvöld og svo virðist vera sem Grindvíkingar séu nokkuð rólegir yfir stöðunni. Mikil skjálftavirkni mældist við Fagradalsfjall síðustu þrjár vikur og vona margir Grindvíkingar að nú þegar eldgos sé byrjað fari skjálftunum að linna. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður og Vilhjálmur Þór Guðmundsson myndatökumaður hafa verið í Grindavík í morgun og rætt við fólk þar.
Myndskeið
Með allra minnstu gosum sem sést hafa
Eldgosið í Geldingadölum á Reykjaneshrygg er með allra minnstu gosum sem sést hafa hér á landi, að sögn Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings. Vísindamenn hafa fylgst með gosinu í morgun og reyndist það vera minna en talið var í gærkvöld. Þá hefur virki hluti gossprungunnar minnkað. Hraunflæðið er á undanhaldi núna.
útvarpsfrétt
Eldgosið ekki alveg búið en er ekki stórt
Hraunrennslið frá eldgosinu í Geldingadal í Fagradalsfjalli er svipað og í gærkvöld. Enginn gosstrókur kemur upp núna. „Það er enn þá hraunflæði í gangi þannig að þetta er ekki alveg búið en þetta er ekki stórt,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í viðtali í útvarpsfréttum klukkan átta í morgun.
20.03.2021 - 09:05
Myndskeið
Myndir af eldgosinu í morgunsárið
Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið yfir eldgosið í Geldingadal í Fagradalsfjalli í morgun. Jarðvísindamenn voru með í för. Gosið hófst á tíunda tímanum í gærkvöld. Vilhjálmur Þór Guðmundsson, myndatökumaður RÚV, var með í för og tók meðfylgjandi myndir.
20.03.2021 - 08:13
Fólk hálf örmagna á að búast stöðugt við skjálfta
Fólk verður hálf örmagna því það er stöðugt í viðbragðsstöðu. Þetta segir sálfræðingur sem spjallaði við Grindvíkinga á íbúafundi í dag. Þá fengu Grindvíkingar sérstaka fræðslu um skjálftariðu, fyrirbæri sem vísindamenn hafa nú fengið kjörið tækifæri til að rannsaka. Þeir óska nú eftir sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í rannsókn á hreyfiveiki.
Grindvíkingar geti sett sig í spor fólks með kæfisvefn
Jarðskjálftar geta raskað svefni fólks svo um munar, jafnvel þótt það vakni ekki við þá. Þetta sýna svefnmælingar. Skjálftarnir geta líka ýtt undir martraðir. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir að Grindvíkingar geti kannski sett sig í spor fólks sem glímir við kæfisvefn. 
16.03.2021 - 19:09
Bíllinn hoppaði og skoppaði við stóra skjálftann
Selfyssingarnir Ebba Ásgeirsdóttir og Guðni Guðjónsson voru stödd því sem næst skjálftamiðju stóra skjálftans rúmlega tvö. Þau voru akandi á Suðurstrandarvegi á stórum bíl austan Grindavíkur ekki langt frá Festarfjalli og Borgarfjalli.