Færslur: Grindavík

Myndskeið
Skjálftinn ekki fyrirboði eldgoss
Ekkert bendir til þess að jarðskjálftinn í dag, sem mældist 5,6, sé forboði eldgoss, segir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni. Landris er hafið við Krýsuvík. Tvisvar á öld verða skjálftar á Reykjanesskaga af stærðinni sex. 
Jarðskjálfti upp á 3,3 skammt frá Grindavík
Jarðskjálfti upp á 3,3 varð klukkan 16:12 í dag um 3,5 km norðaustur af Grindavík. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ. Ekki er útilokað að fleiri skjálftar fylgi í kjölfarið.
09.07.2020 - 17:19
Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 2,9
Skjálfti af stærðinni 2,9, varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 20:36 í gærkvöldi.
06.07.2020 - 07:12
Mesta skjálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesi
Frá upphafi árs hafa mælst rúmlega sex þúsund skjálftar á Reykjanesskaganum. Þetta er mesta jarðskjálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá upphafi stafrænna mælinga árið 1991.
Skjálftahrina nærri Grindavík
Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst nærri Grindavík í dag. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að skjálftahrina sé núna á svæðinu, og að vísindamenn séu að reyna að átta sig á því hvað sé þarna að gerast.
Myndskeið
Kvíði og sprungnir veggir í Grindavík
Mörgum Grindvíkingum var brugðið eftir snarpan jarðskjálfta skammt frá bænum í morgun. Skjálftinn fannst greinilega um allt suðvesturhornið, en olli litlu eignatjóni.
Enn mælast eftirskjálftar við Grindavík
Fjöl margir eftirskjálftar hafa mælst við Grindavík í allan dag eftir að skálfti, 5,2 að stærð, reið þar yfir um klukkan hálf ellefu í morgun. Um klukkan 18:40 mældust tveir eftirskjálftar, annar þeirra var 3,4 að stærð og hinn 3,3, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Grindvíkingar hafa fundið fyrir eftirskjálftunum.
Skjálftavirkni eykst á ný og mælingar efldar
Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðallagi. Virknin er þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar, en helst hefur orðið vart við smáskjálfta að undanförnu. 
Jarðskjálfti 3,1 að stærð nærri Grindavík
Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist tæpa fimm kílómetra NNV af Grindavík rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun og eru tilkynningar um að hann hafi fundist í Grindavík.
14.02.2020 - 09:05
Varðskipið gæti séð Grindavík fyrir helmingi rafmagns
Varðskipið Þór gæti séð Grindavík fyrir helmingi þess rafmagns sem bærinn þarf. Skipið kom þangað í dag til að æfa tengingu við höfnina og dreifikerfi HS Veitna í bænum. 
Þór lagðist að bryggju í Grindavík í fyrsta sinn
Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Miðgarð í Grindavík í fyrsta sinn laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Um eins konar æfingu er að ræða en tilgangurinn er fyrst og fremst að undirbúa landtengingu skipsins við spennustöð og dreifikerfi HS Veitna sem staðsett er við Miðgarð, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Grindavík
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Grindavík síðustu daga en það mælast þó enn smáskjálftar á svæðinu, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands en þar er fylgst með virkni á svæðinu allan sólarhringinn.
Dregið úr skjálftavirkni við Grindavík í dag
Dregið hefur úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík en um 10 skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti, samanborið við tæplega sextíu skjálfta þar í gær.
Á sjötta tug smáskjálfta við Grindavík í dag
Jörð hefur haldið áfram að skjálfa í grennd við Grindavík í dag þar sem dagurinn hefur einkennst af smáskjálftavirkni. Frá miðnætti hafa yfir 50 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, flestir undir tveir að stærð.
Töluverð smáskjálftavirkni við Grindavík í nótt
Jarðskjálftavirkni heldur áfram að mælast í grennd við Grindavík. Frá miðnætti hafa mælst um 30 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð, að því er fram kemur í athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Nóttin einkenndist af smáskjálftavirkni.
Viðtal
Eru tilbúin ef veirufaraldur og gos verða samtímis
Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveitanna og Rauða krossins síðustu vikur, enda hefur veður verið með eindæmum slæmt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á að Wuhan-kórónaveiran berist hingað til lands og sömuleiðis vegna landriss og tíðra jarðskjálfta við Grindavík. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins og Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segja sitt fólk í viðbragðsstöðu og tilbúið verði gos og veirufaraldur á sama tíma. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
60 skjálftar í dag og landrisið orðið fimm sentímetrar
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en dagurinn hefur verið nokkuð tíðindalítill. Frá miðnætti hafa mælst um 60 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð.
40 skjálftar mælst við Grindavík frá miðnætti
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en nóttin var nokkuð tíðindalítil að því er fram kemur í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Rétt eftir klukkan 19 í gærkvöldi mældist skjálfti að stærð 3,3 um 2 km. norðaustur af Grindavík.
Ekkert sérstakt hægt að lesa í skjálftana í gærkvöldi
Það er ekkert sérstakt hægt að lesa í skjálftana á Reykjanesskaga í gær. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Sex skjálftar mældust yfir þrír að stærð og tveir þeirra voru yfir fjórir. Áfram má búast við skjálftavirkni.
Áfram unnið að rýmingaráætlun
Áfram verður fylgst grannt með þróun mála á Reykjanesi og er unnið að rýmingaráætlun fyrir Grindavík og nærliggjandi svæði ef svo fer að eldgos hefjist.
Morgunútvarpið
Tilraunasending neyðarboða barst í 94% síma í Grindavík
Þrátt fyrir að enn mælist landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga hefur jarðskjálftavirkni minnkað við Grindavík. Fjórtán skjálftar mældust á svæðinu í nótt sem flestir voru um eða rétt yfir einn að stærð. 
Undirbúa opnun miðstöðvar þar sem íbúar fá stuðning
Verið er að undirbúa opnun á miðstöð í Grindavík þar sem íbúar geta fengið sálrænan stuðning vegna óvissustigs sem þar hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa. Fannar Jónasson, bæjarstjóri, segir að ætlunin sé að hlúa að fólki sem sé kvíðið vegna stöðunnar.
Tveir skjálftar við Grindavík og enn mælist landris
Enn mælist landris á svæðinu vestan við fjallið Þorbjörn, samkvæmt nýjum gögnum Veðurstofu Íslands. Tveir skjálftar urðu á svæðinu á fjórða tímanum síðdegis í dag, annar 2,7 að stærð og hinn 1,4.
Dregur verulega úr landrisi
Verulega hefur dregið úr landrisi á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring. Enn er þó mikil skjálftavirkni og tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,5 og 3,2 riðu yfir nærri Grindavík í morgun.
Engin viðbragsáætlun um heita vatnið á Suðurnesjum
Engin viðbragðsáætlun er til staðar sem hægt er að grípa til ef eldsumbrot eða jarðhræringar stöðva framboð á heitu vatni til sveitarfélaga á Suðurnesjum. Heita vatninu er öllu dreift frá Svartsengi, þar sem nú mælist landsris og möguleg kvikusöfnun.