Færslur: Grindavík

Skjálfti af stærðinni 3,9 við Grindavík
Jörð hefur skolfið á Reykjanesskaga í gærkvöld og nótt. Mest er skjálftavirknin skammt norður og norð-norðvestur af Grindavík þar sem skjálfti af stærðinni 3,9 reið yfir laust eftir klukkan eitt í nótt. Um 100 eftirskjálftar fylgdu í kjölfar hans, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar, þeir stærstu 2,9, 2,8 og 2,7 að stærð. Þeir riðu allir yfir áður en hálftími var liðinn frá þeim stærsta.
Miðflokkurinn ætlar að halda nýjum meirihluta á tánum
Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta í Grindavík í gær. Miðflokkurinn sem hlaut langmest fylgi náði ekki að mynda meirihluta með hinum flokkunum. Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins segir að flokkurinn ætli að gera sitt allra besta til að halda nýjum meirihluta á tánum.
Nýr meirihluti myndaður í Grindavík
Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu í dag málefnasamning um verkefni og samstarf næsta kjörtímabils.
Undirbúa eldgosavarnir við Grindavík og Svartsengi
Í vikunni verður fundur með bæjaryfirvöldum í Grindavík, jarðvísindamönnum, verkfræðingum, ríkislögreglustjóra og almannavörnum um varnir við Grindavík og Svartsengi ef kæmi til eldgoss. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nauðsynlegt að vera viðbúinn.
29.05.2022 - 14:16
Virknin svipuð og síðustu sólarhringa
Yfir 350 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti, allir undir þremur að stærð og langflestir á Reykjanesskaga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir virknina vera svipaða og síðustu daga.
Um 600 skjálftar á Reykjanesi undanfarinn sólarhring
Undanfarinn sólarhring hafa mælst um sex hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Næsta sólarhring á undan voru þeir nokkuð færri. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er ekkert sérstakt hægt að lesa í þá breytingu enda segir hann að virknin geti verið sveiflukennd.
Um 170 jarðskjálftar á Reykjanesskaga í nótt
Rúmlega 450 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga til miðnættis í gær. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð skjálfti af stærðinni þrír, um það bil þrjá kílómetra norðan við Grindavík, sem íbúar fundu vel fyrir. Allir 170 skjálftarnir sem sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar greindu í nótt voru undir tveimur að stærð.
Landris nemur fjórum sentimetrum í kringum Svartsengi
Fjögurra sentimetra landris mælist í kringum Svartsengi.
Íbúafundur í Grindavík annað kvöld um umbrotin
Boðað hefur verið til íbúafundar annað kvöld um jarðhræringarnar kringum bæinn. Ekkert lát er á þeim. Vísindráð Almannavarna fundaði í gær um ástandið á Reykjanesskaga.
Yfir 400 skjálftar mælst í dag
Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa yfir 400 skjálftar mælst það sem af er degi. Flestir þeirra mældust á Reykjanesskaga og þá aðallega í nágrenni við Grindavík.
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Sjónvarpsfrétt
Sakna fæstir afmælisbarnsins
Grindvíkingar héldu upp á gosafmælið í dag. Þótt gosið hafi komið bænum í heimsfréttirnar eru fæstir sem sakna þess. Þeir þurfa þó að búa sig undir möguleg eldgos í fyrirsjáanlegri framtíð.
Um 60 smáskjálftar nærri Grindavík í dag
Um sextíu smáir jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti nærri fjallinu Þorbirni, norðan Grindavíkur. Stærsti skjálftinn fannst í byggð, hann var þó aðeins 2,4 að stærð.
Jarðskjálfti og eftirskjálftar nærri Grindavík
Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist aðeins 2,5 kílómetra norður af Grindavík á sjötta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í byggð og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið.
14.02.2022 - 20:59
Myndskeið
Flóð í Grindavík: „Við höfum áhyggjur af kvöldinu“
„Þetta er mjög djúp lægð, há sjávarstaða og mikill áhlaðandi líka. Það bara fyllist höfnin og fer að flæða yfir allt,“ segir Steinar Þór Kristinsson sem er í vettvangsstjórn í höfninni í Grindavík. Sjór hefur gengið á land í Grindavík og flætt inn í frystihús Vísis. Grjót, þari og timburrusl er þar um allt.
06.01.2022 - 12:39
Myndskeið
Sjór gengur á land í Grindavík og frystihús óstarfhæft
Töluvert flóð er í Grindavíkurhöfn, en þar hefur sjór gengið yfir af miklum krafti í morgun og meðal annars hefur flætt inn í frystihús og er það straumlaust.
06.01.2022 - 09:37
Kröftugur skjálfti í morgunsárið
Nokkrir öflugir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaganum í morgunsárið. Laust fyrir hálf átta varð skjálfti af stærðinni 4,2, eftir nokkurra klukkustunda tímabil án skjálfta yfir þremur að stærð. Mikil virkni var á skjálftasvæðinu frá því síðdegis í gær og fram yfir miðnætti. Átta skjálftar mældust þá yfir fjórir að stærð, sá stærsti, 4,8, varð klukkan 21.38 og átti upptök sín skammt norður af Grindavík.
Öflugur skjálfti við gosstöðvarnar rétt fyrir miðnætti
Öflugur jarðskjálfti, 4,5 að stærð, reið yfir Reykjanesskaga fjórum mínútum fyrir miðnætti. Mikil skjálftavirkni hefur verið við gosstöðvarnar nærri Fagradalsfjalli og í kringum Grindavík í allan dag og kvöld og var þessi síðasti skjálfti sá áttundi sem var stærri en 4,0. Sá stærsti varð kl. 21.38, sá mældist 4,8 að stærð og var sá næst stærsti sem orðið hefur í jarðskjálftahrinunni sem hófst á þriðjudag.
Skjálfti af stærðinni 4,8 við Grindavík í kvöld
Töluverð skjálftavirkni hefur verið í nágrenni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag og kvöld. Tveir öflugir skjálftar urðu meö örskömmu millibili skammt norðan Grindavíkur á tíunda tímanum. Sá fyrri varð klukkan 21.38 og mældist 4,8 en sá seinni, sem varð á sömu mínútunni, 4,4. Báðir skjálftar eru svokallaðir gikksjálftar, sem rekja má til kvikusöfnunar.Skömmu síðar, klukkan 21.44, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1 vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
Áhugi í Vogum fyrir sameiningu
Nokkurn áhuga mátti greina á íbúafundi í sveitarfélaginu Vogum á að hefja sameiningaviðræður við annað sveitarfélag. Grindavík er það sveitarfélag sem fékk flest atkvæði en einnig var töluverður áhugi á Suðurnesjabæ. Rúmlega þrettán hundruð eru búsett í Vogum.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Lærðu mikið af varnargörðunum
Undirbúningur er hafinn vegna viðbragða ef ske kynni að hraun stefni enn frekar að Suðurstrandarvegi. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að þó að varnargarðar sem reistir voru við gossvæðið til verndar Nátthagasvæðinu hafi ekki stoppað hraunflæðið sé margt hægt að læra af þeim.
Svalt á landinu áfram í norðlægum áttum
Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Svalt verður í veðri áfram en þó glittir í tveggja stafa hitatölur á Suður- og Vesturlandi.
18.05.2021 - 06:56
Innlent · Veður · Kuldi · Grænland · Grindavík · Vogar · gasmengun
Vilja beina hraunflæðinu í Merardalabaðkerið
Varnargarðarnir ofan Nátthaga verða líklega tvöfalt hærri en til stóð í upphafi. Það á eftir að koma í ljós hversu mikils gröfur og jarðýtur mega sín gagnvart náttúruöflunum, en verkfræðingur telur þetta tilraunarinnar virði.
17.05.2021 - 22:58
Jörð með eldspúandi fjalli föl fáist rétt verð
Nokkur kauptilboð hafa borist í jörðina Hraun austan Grindavíkur en gosstöðvarnar í Geldingadölum eru í landi jarðarinnar.
06.05.2021 - 22:08