Færslur: Grín

Viðtal
Netflix uppfyllir langþráðan draum Ara Eldjárns
Ari Eldjárn segir að langþráður draumur hafi ræst þegar Netflix ákvað að bjóða upp á klukkustundar langt uppistand hans. Þar gerir hann grín að Norðurlandabúum, lífinu og tilverunni. Ari vonar að margir horfi á þáttinn og jafnvel oftar en einu og oftar en tvisvar sinnum því þá aukist líkurnar á frekara samstarfi hans og Netflix. Verðið sem efnisveitan greiddi fyrir þáttinn er trúnaðarmál.
03.11.2020 - 18:31
„Notaðirðu vinnuferð RÚV til að plögga bókinni?“
Frímann Gunnarsson, rithöfundur og heimsborgari, bregður sér út á land í nýrri þáttaröð og kynnir sér hvort landsbyggðin reynist í raun jafn menningarsnauð og skáldið hefur hingað til talið. Ferðina nýtir hann þó einnig í eiginhagsmunaskyni til að kynna nýjustu bók sína, en slík kynningarstarfsemi í vinnuferð ku vera á skjön við starfsreglur.
15.08.2020 - 09:35
Pétur Jóhann biðst afsökunar
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar á leikrænum athöfnum sínum í myndbandi sem fór víða um samfélagsmiðla fyrr í mánuðinum.
13.06.2020 - 22:46
Innlent · Rasismi · Grín · Uppistand
Cleese er ofboðið
Sú ákvörðun BBC að taka einn af þáttum gamanþáttaraðarinnar Hótels Tindastóls, eða Fawlty Towers, úr streymisveitu sinni hefur vakið hörð viðbrögð Johns Cleese, eins höfunda og aðalleikara þáttanna.
13.06.2020 - 07:23
Viðtal
MAD glottir úr gröfinni
Fréttir af bandaríska skopmyndatímaritinu MAD magazine hafa ekki farið vel ofan í aðdáendur því samkvæmt yfirlýsingu ritstjóra verður útgáfu á nýju efni blaðsins hætt eftir 67 ára starfsemi.
11.07.2019 - 11:14
Sérðu Sheeran?
Ed Sheeran hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga og vikur en miðasala á aukatónleika tónlistarmannsins hófst í gær.
06.10.2018 - 13:03
Viðtal
Elti drauminn eftir góðkynja greiningu
Bylgja Babýlons hóf uppistandsferil sinn á Íslandi fyrir fjórum árum síðan en hefur síðustu vikur staðið fyrir sýningum í Edinborg og sýnt fyrir troðfullu húsi ásamt uppistandaranum Snjólaugu Lúðvíksdóttur. Bylgja er búsett í Edinborg en eftir erfiðan tíma í lok seinasta árs ákvað hún að skipta um umhverfi og láta drauminn rætast.
09.08.2018 - 14:51
Karlstaular í sjónvarpi og breyskleiki manna
Birtingamynd karlmanna í grínþáttum hefur verið fremur einsleit á undanförnum árum. Þeir eru misheppnaðir, hégómafullir, latir og óheiðarlegir. Hvers vegna?
26.05.2017 - 16:51
Mótvægið við „Ég er kominn heim“
Stungið hefur verið upp á því að lagið „Ég er kominn heim“ verði aðeins sungið þegar landsliðum Íslands gengur vel á stórmótum. Þegar illa gangi sé lagið „Ég er farinn út“ meira viðeigandi. Lagið er með Ladda og af plötunni Deió. Ladda sjálfum líst vel á hugmyndina.
26.01.2016 - 13:09
Gáfnaljós
Alex Leó segir Hafnfirðingabrandara.
30.11.2013 - 18:02