Færslur: grímsvötn

Óvenjulega mikil virkni í Grímsvötnum
Óvenjulega mikil jarðskjálftavirkni mælist nú í Grímsvötnum. Skömmu fyrir miðnætti í gær varð þar skjálfti, 3,6 að stærð. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að sú virkni sé alls ótengd virkninni á Reykjanesskaga.  
02.08.2022 - 17:21
Myndbönd
Sigdældir myndast við Grímsfjall
Við hlaupið úr Grímsvötnum, sem hófst fyrir tæpum þremur vikum, hefur myndast 60 metra djúpur og tæplega 600 metra breiður sigketill suðaustur af Grímsfjalli. Austan við fjallið myndaðist að auki 1300 metra löng og 600 metra breið sigdæld. Sprungur hafa myndast á ferðaleið austan við Grímsfjall og er enn varað við ferðum á þeim slóðum.
Morgunvaktin
Þverrandi líkur á eldgosi í Grímsvötnum
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að líkur á eldgosi í Grímsvötnum í kjölfar hlaups fari þverrandi. Skjálftavirkni seinasta sólarhringinn hefur minnkað. Fluglitakóði verður líklega endurskoðaður.
Óvenju kraftmikill jarðskjálfti en ekki gosórói
Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að minnka, en sérfræðingar fylgjast enn grannt með stöðunni við Grímsvötn. Fluglitakóði var í dag færður frá gulu í appelsínugulan vegna aukinnar virkni eldstöðvar og möguleika á eldgosi. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftinn sem mældist á svæðinu í dag hafi verið óvenju kraftmikill.
Íshellan sigið um 40 metra en enginn gosórói
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga á sama tíma og rennsli eykst í Gígjukvísl. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir erfitt að spá fyrir um hvort gos fylgi hlaupi.
04.12.2021 - 12:46
Ólíklegt að hlaup hafi áhrif á samgöngur
Vegagerðin telur ekki líklegt að jökulhlaup í Gígjukvísl hafi áhrif á samgöngur eða að loka þurfi vegi en fylgst verður vel með stöðunni næstu daga.
03.12.2021 - 15:14
Íshellan sígur enn og rennslið eykst í Gígjukvísl
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga. Á rúmri viku hefur hún sigið um tæplega 24 metra. Á sama tíma er hlaupvatnið að skila sér undan jöklinum og niður í farveg Gígjukvíslar þar sem rennsli og leiðni eykst jafnt og þétt.
Tífalt rennsli og grannt fylgst með skjálftavirkni
Rafleiðni og rennsli í Gígjukvísl fer vaxandi en búist er við að hlaup úr Grímsvötnum nái hámarki á sunnudag. Rennsli í Gígjukvísl er nú tífalt miðað við árstíma. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar eru aðstæður með þeim hætti að Grímsvötn eru tilbúin að gjósa. Grannt verður því fylgst með skjálftavirkni á svæðinu sem líklega yrði fyrirboði eldgoss.
Rennsli úr Grímsvötnum eykst hægar en árið 2010
Útlit er fyrir að rennsli í Grímsvatnahlaupi verði ekki eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Rennslið hefur aukist hægar en það gerði í hlaupinu 2010. Búist er við að hlaupið nái hámarki um helgina. Íshellan hefur sigið um tæpa tíu metra.
Líkur á að hlaupi úr Grímsvötnum næstu daga
Enn er fylgst grannt með hreyfingum íshellunnar í Grímsvötnum, sem nú hefur sigið um rúma fjóra metra. Rennsli er farið að aukast lítillega í Gígjukvísl en Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir það sé aðeins tímaspursmál hvenær fari að hlaupa undan jöklinum.
29.11.2021 - 12:18
Líður nær jökullhlaupi - Íshellan sigin um 3,3 metra
Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um 3,3 metra. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvár sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að muni hlaupa undan jöklinum, en aðdragandinn er orðinn nokkuð lengri en sérfræðingar bjuggust við í fyrstu. Hvorki hefur mælst aukin rafleiðni í Gígjukvísl né jarðskjálftavirkni á svæðinu.
Íshellan sígur hraðar og rennsli eykst úr Grímsvötnum
Íshellan í Grímsvötnum sígur nú hraðar en síðustu daga, eða um rúma 80 sentímetra á sólarhring, samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar. Hellan hefur sigið um tvo metra frá því hún var hæst í vetur.
Íshellan í Grímsvötnum sigin um 1,6 metra
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og enn bendir allt til þess að muni hlaupa undan Skeiðarárjökli. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aðdragandann að hlaupi virðast ætla að verða lengri en oft hefur verið þar áður.
27.11.2021 - 10:12
Íshellan sígur hraðar og varað við ferðum við Grímsvötn
Lögreglan á Suðurlandi varar við ferðum í og við Grímsvötn og Grímsfjall, vegna jökulhlaups sem talið er að fari að hefjast úr Grímsvötnum.
Viðtal
Ekki útilokað að gos fylgi hlaupi úr Grímsvötnum
Ekki er útilokað að gos fylgi hlaupi úr Grímsvötnum, segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði, enda ein virkasta eldstöð landsins. Vísindaráð almannavarna fundaði í gær, eftir að mælingar sýndu að íshellan þar væri farin að síga. Það er vísbending um að hlaup sé í vændum. 
25.11.2021 - 09:22
Íshellan á Grímsvötnum byrjuð að síga
Samkvæmt mælingum í Grímsvötnum lítur út fyrir að íshellan sé farin að síga. Það gæti verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum, segir á vef Veðurstofunnar. Vísindaráð almannavarna er á fundi um stöðuna og verða frekari upplýsingar birtar að honum loknum.
24.11.2021 - 15:24
Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Bárðarbunga að jafna sig eða að undirbúa næsta gos
Bárðarbunga hefur verið að þenjast út. Það gæti verið vegna kvikusöfnunar og bungan því að undirbúa næsta gos eða að hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegast að stórir jarðskjálftar í fyrrakvöld hafi orðið vegna landriss.
Fréttaskýring
Minnsti ræfill aldarinnar en vinsælasta eldgos sögunnar
Eldgosið í Geldingadölum er, enn sem komið er, það minnsta sem hefur orðið hér síðustu áratugi. Almenningur hefur aldrei fengið jafn greiðan aðgang að gosstöðvum hér. Þetta er langvinsælasta gos Íslandssögunnar, en það sjötta í röðinni á þessari öld. Sex ár eru liðin frá síðasta gosi, sem varði í hálft ár.
Íshellan í Grímsvötnum ekki mælst hærri í 25 ár
Hæð íshellunnar í Grímsvötnum hefur ekki verið hærri í tuttugu og fimm ár. Jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir að þrýstingur í kvikuhólfinu sé svipaður og síðast þegar gaus en jarðskjálftavirknin sé lítil. Síðasta árið hafa 13 jarðskjálftar mælst yfir fjórum á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna ræddi stöðuna á þessum eldstöðvum á síðasta fundi.
30.01.2021 - 12:29
Spegillinn
Skjálftar á bilinu 6 til 6,5 líklegir á Reykjanesskaga
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni 6 til 6,5 í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Hallandi staur olli falskri viðvörun um hlaup
Snjór sem bráðnaði umhverfis staur tengdan GPS-mæli sem á að gefa vísbendingar um mögulegt hlaup olli því að staurinn fór að halla. Vakti það grunsemdir um að hlaup væri að hefjast í Grímsvötnum vegna landsigs. Jarðeðlisfræðingur Almannavarna, sérfræðingur Veðurstofu Íslands og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar komust að þessu í eftirlitsferð á Grímsfjalli í gær. Um falska viðvörun var að ræða.
17.08.2020 - 07:45
Hlaup í Grímsvötnum ekki yfirvofandi
GPS-tæki Veðurstofunnar sýna að íshellan í Grímsvötnum er tekin að rísa á ný. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúrvárvöktunar, segir þetta þýða að hlaup sé ekki yfirvofandi. Vatnsstaðan í Grímsvötnum er engu að síður há og líklegt að hlaup verði síðar á árinu.
15.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Mesta hættan felst í eldgosi í kjölfar hlaups
Hlaup gæti hafist í Grímsvötnum á næstu dögum. Það sýnir mælir á íshellunni þar. Fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir að bíða þurfi frekari gagna. Það tæki líklega þrjá til fimm daga frá upphafi hlaups þar til það kæmi niður á Skeiðarársand. Hlaupið sjálft verði líklega ekki stórt en mesta hættan felist í hvort eldgos komi í kjölfarið.
Of snemmt að segja til um hvort hlaup sé hafið
Ekki er hægt að staðfesta með vissu að hlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Greint hefur verið frá því að vísbendingar séu um hlaup en dálítið sig hefur mælst á GPS-mælum á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun og fór yfir gögn úr mælitækjum.
14.08.2020 - 11:53