Færslur: Grímsey

Skjálftahrina við Grímsey
Nokkrir jarðskjálftar um og yfir þremur að stærð hafa mælst við Grímsey í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst í nágrenni við eynna  í lok janúar og hefur staðið með hléum síðan. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst um 350 skjálftar.
15.02.2018 - 01:16
Grímsey enn í vanda þrátt fyrir aðgerðir
Aðgerðir sem gripið var til fyrir tæpum tveimur árum, og áttu að styðja við byggð í Grímsey, eru ekki taldar hafa borið tilætlaðan árangur. Fólki fækkar í eyjunni og þar skortir sérstaklega ungt fólk.
04.10.2017 - 19:11
Eyjabörn efla tengslin
Skemmtilegt samstarf hefur myndast á milli skólanna tveggja í Grímsey og Hrísey. Skólarnir eru fámennir og til að efla tengslin og auka fjölbreytni í náminu, skiptast nemendurnir á heimsóknum.
17.05.2017 - 15:09
Ein af þremur útgerðum seld úr Grímsey
Búið er að selja eitt af þremur útgerðarfyrirtækjum Grímseyjar til Fáskrúðsfjarðar og allan kvóta þess. Eftir standa tvær útgerðir sem náðu samningum við Íslandsbanka um endurskipulagninu á skuldum.
08.02.2017 - 12:41
Kalla eftir aðgerðum fyrir Grímseyinga
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra, að hrinda nú þegar í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra.
16.09.2016 - 11:18
Kennileiti Grímseyjar fært úr stað
Ekki er hægt að flytja nýtt tákn Grímseyjar, kúlulagað listaverk, á heimskautsbauginn eins og fyrirhugað var. Komið hefur í ljós að mikið jarðrask hlýst af flutningi listaverksins á þann stað sem því var upphaflega ætlað að standa.
28.08.2016 - 16:52
Tveir nýir Grímseyingar fæddust sama daginn
Það er ekki á hverjum degi sem nýir Grímseyingar koma í heiminn. Það gerðist engu að síður 19. maí, þegar tvö börn Grímseyinga litu dagsins ljós. Við það jókst íbúafjöldi í eynni um 3%.
23.05.2016 - 14:59
Tilbúnir að róa lífróður fyrir byggð í Grímsey
Töluverð umræða var um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur lofað íbúum í Grímsey, á íbúaþingi sem haldið var í eyjunni vegna verkefnisins „Brothættar byggðir.“ Þeir kalla eftir efndum þessa loforðs og segjast sjálfir tilbúnir að róa lífróður fyrir byggðina sína.
12.05.2016 - 16:04
Gagnrýnir stjórnvöld í Grímseyjarmáli
Bæjarstjórinn á Akureyri gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir seinagang sem hann segir einkenna framgang þeirra við að leysa úr byggðavanda Grímseyinga. Engin svör fáist hjá ráðuneytum sem hafa með einstaka málaflokka að gera.
11.05.2016 - 22:57
Íbúafundur í Grímsey gekk vel
Fyrri hluti íbúafundar fór fram í Grímsey í gærkvöldi og gekk vel, að sögn Helgu Írisar Ingólfsdóttur verkefnisstjóra Brothættra byggða hjá Byggðastofnun. Á fundinum komu íbúar sínum hugmynd á framfæri, um hvað hægt væri að gera til að styðja við áframhaldandi búsetu í eynni.
02.05.2016 - 15:10
Íslandsbanki með tilboð frá útgerðunum
Útgerðarmenn í Grímsey hafa sent Íslandsbanka tilboð, vegna samningaviðræðna um skuldir þeirra fyrrnefndu hjá bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er beðið er eftir svari frá bankanum, en þrátt fyrir það hefur íbúaþing verið skipulagt um helgina.
18.02.2016 - 14:32
Enn beðið eftir aðgerðum í Grímsey
Íbúaþingi, sem halda átti í Grímsey um helgina í verkefninu Brothættar byggðir, var frestað þar sem aðgerðum til að aðstoða byggð í eynni er ekki lokið. Beðið er eftir niðurstöðum úr samningviðræðum Íslandsbanka og útgerða í Grímsey.
01.02.2016 - 18:26
Grímseyjarferðir mögulegar með nýjum bát
„Fyrst og fremst viljum við auka afkastagetu okkur hérna í hvalaskoðuninni í Eyjafirðinum,“ segir framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Ambassador á Akureyri, Magnús Guðjónsson. Til greina kemur að sigla með ferðamenn til Grímseyjar, í kjölfar kaupa fyrirtækisins á öflugum báti sem getur tekið um 150 farþega.
15.12.2015 - 15:50
Fundi með þingmönnum í Grímsey frestað
Fundi Grímseyinga og þingmanna norðausturkjördæmis sem halda átti í dag, hefur verið frestað vegna veðurs. Ekki er búið að finna nýja dagsetningu fyrir fundinn, en íbúar eyjunnar höfðu sjálfir frumkvæði að því að hann yrði haldinn.
31.03.2015 - 11:38
  •