Færslur: Gríman 2019

Myndskeið
Óþekku börnin á Grímunni
Á verðlaunaafhendingu Grímunnar komu fram nokkrir óþekkir nemendur skólastjórans Karítasar Mínherfu úr hinum bráðskemmtilega söngleik um Matthildi sem sýndur var á sviði Borgarleikhússins í vetur.
16.06.2019 - 12:32
Myndskeið
Leikarar framtíðarinnar áttu sviðið
Upphafsatriðið á verðlaunaafhendingu Grímunnar var í höndum útskriftarnema sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands en þau settu upp Mutter Courage eftir Bertolt Brecht í Kassa Þjóðleikhússins og Samkomuhúsinu á Akureyri í vor.
Myndskeið
Rafvirki setur saman leikár Þjóðleikhússins
Í viðtali á Grímunni í gær uppljóstraði Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri því að það er ekki samstarfsverkefni margra að setja saman fjölbreytt leikár eins og margir halda heldur eins manns verk. „Það er hann Sæmundur Gíslason rafvirki sem hefur sett saman leikárið síðustu tólf ár. Hann er alveg ótrúlega snöggur að því.“
13.06.2019 - 10:57
Myndskeið
Ríkharður III sópaði að sér Grímum
Uppsetning Brynhildar Guðjónsdóttur á Ríkharði III eftir William Shakespeare var lang hlutskarpasta sýningin í ár á Grímuverðlaunahátíðinni sem fram fór í kvöld. Sýningin hlaut samtals sex verðlaun en hún var meðal annars valin sýning ársins, Brynhildur leikstjóri og Hjörtur Jóhann Jónsson aðalleikari ársins. „Sögur fá bara vængi þegar hjörtu slá í takt,“ sagði Kristín Eysteinsdóttir er hún tók við verðlaununum.
12.06.2019 - 21:50
Myndskeið
Þórhildur hlýtur heiðursverðlaun
Þórhildur Þorleifsdóttir hlaut heiðursverðlaun Grímunnar á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í kvöld. Hún var heiðruð fyrir áratuga framlag sitt til sviðslista á Íslandi. „Áfram stelpur,“ sagði Þórhildur í þakkarræðu sinni.
12.06.2019 - 21:20
Myndskeið
„Listin er andsvarið við neysluhyggju“
Vala Kristín Eiríksdóttir hrósaði karakternum sem hún leikur í sýningunni Matthildi, henni Normu Ormars, fyrir að þora að taka pláss þegar hún tók við Grímunni í kvöld.
12.06.2019 - 20:48
Gríman afhent í kvöld
Grímuverðlaunin verða afhent í kvöld í sautjánda sinn og í þetta skipti við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu.
12.06.2019 - 13:15
Ríkharður III með flestar Grímutilnefningar
Uppsetning Borgarleikhússins á Ríkharði III eftir William Shakespeare fékk flestar tilnefningar til Grímuverðlaunanna eða átta talsins. Þar á eftir kemur sýningin Súper eftir Jón Gnarr með sjö.
05.06.2019 - 18:18