Færslur: Grikkland

Barist við skógarelda í Grikklandi
Hátt á þriðja hundrað grískir slökkviliðsmenn hafa síðan í gær barist við skógarelda í fjalllendi í um níutíu kílómetra frá höfuðborginni Aþenu. Að sögn talsmanns almannavarna eru veðurskilyrði til slökkvistarfs mun betri í dag en í gær.
21.05.2021 - 14:55
Segir Palestínumennina hafa átt val
Útlendingastofnun hefur svipt hóp níu palestínskra hælisleitenda, sem til stendur að endursenda til Grikklands, húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir aðgerðina samræmast lögum og reglum og ekki án fordæma. Mennirnir neituðu að undirgangast Covid-próf en það er forsenda þess að hægt sé að senda þá úr landi. Kona sem skotið hefur skjólshúsi yfir hluta hópsins segir aðgerðirnar ómannúðlegar.
Dæmdur nýnasisti á Evrópuþinginu sendur til Grikklands
Grískur þingmaður á Evrópuþinginu og dæmdur nýnasisti, sem handtekinn var í Belgíu á dögunum eftir að hann var sviptur þinghelgi, var í gær fluttur til Grikklands og færður í hendur þarlendra yfirvalda. AFP fékk þetta staðfest hjá flugvallarlögreglu í Aþenu.
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Myndskeið
Krefjast þess að viðskiptabann verði sett á Ísrael
Fjöldi fólks tók þátt í mótmælum á Austurvelli í dag til stuðnings Palestínu. Yfirskrift mótmælanna var Stöðvum blóðbaðið. Krafa fundarins var að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael.
Evrópuþingmaður sviptur þinghelgi
Evrópuþingið svipti í dag Grikkjann Ioannis Lagos þinghelgi. Hann er fyrrverandi formaður gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar. Nokkrum klukkustundum síðar var hann tekinn höndum í Brussel.
27.04.2021 - 15:19
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Biden hyggst viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Búast má við að Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkenni í dag laugardag að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Johnson segir grískar minjar í eigu Breta
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þvertekur fyrir að afhenda Grikkjum marmarahöggmyndir frá Parþenon sem finna má í minjasafninu British Museum í Lundúnum. Johnson segir höggmyndirnar verða geymdar í Bretlandi um ókomna framtíð, þar sem þær hefðu verið teknar á lögmætan hátt.
13.03.2021 - 08:08
Samkomur takmarkaðar í Grikklandi
Yfirvöld í Grikklandi gáfu í morgun út tilkynningu að ekki mættu fleiri safnast saman á einum stað en eitt hundrað manns. Þær takmarkanir yrðu í gildi í eina viku að viðlagðri sekt yrði þær brotnar.
26.01.2021 - 09:14
Grikkir kaupa franskar orrustuþotur
Grikkir gengu í dag frá kaupum á átján frönskum orrustuþotum af gerðinni Rafale. Kaupverðið er tveir og hálfur milljarður evra, jafnvirði þrjú hundruð níutíu og þriggja milljarða króna. Tólf af þotunum eru notaðar, sex til viðbótar verða smíðaðar fyrir Grikki hjá Dassault flugvélasmiðjunum.
25.01.2021 - 16:40
Grikkir og Tyrkir ræða um landhelgi og auðlindir
Í morgun hófust í Istanbúl í Tyrklandi viðræður Grikkja og Tyrkja um landhelgi og auðlindir á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta er í fyrsta sinn í næstum fimm ár sem fulltrúar ríkjanna ræða þessi mál augliti til auglitis.
25.01.2021 - 09:13
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
Bandaríkin og ESB undirbúa refsiaðgerðir gegn Tyrkjum
Hvort tveggja Bandaríkin og Evrópusambandið huga nú að refsiaðgerðum gegn Tyrkjum, af ólíkum ástæðum þó. Bandaríkjastjórn hyggst innleiða viðskiptaþvinganir gegn Hergagnaverksmiðju Tyrklands og forstjóra hennar innan skamms, vegna kaupa Tyrklandsstjórnar á rússneska S-400 eldflaugavarnakerfinu á síðasta ári. Leiðtogar ESB ígrunda mögulegar refsiaðgerðir vegna ólöglegra tilraunaborana Tyrkja í Miðjarðarhafi.
11.12.2020 - 02:42
Opinberir starfsmenn í verkfalli í Grikklandi
Almenningssamgöngur hafa raskast í Grikklandi og ýmis þjónusta liggur niðri vegna sólarhringsverkfalls opinberra starfsmanna. Þeir hafa lagt fram ýmsar kröfur, svo sem launahækkun, bætt vinnuskilyrði og betri vernd gegn kórónuveirunni.
26.11.2020 - 15:59
Heimilisofbeldi á Grikklandi hjúpað þagnarmúr
Að sögn sérfræðinga er barátta gegn heimilisofbeldi á Grikklandi mjög skammt á veg kominn og landið stendur langt að baki öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar þann málaflokk.
23.11.2020 - 06:26
Grikkir loka öllum skólum
Grísk stjórnvöld hafa lokað grunnskólum, leikskólum og dagheimilum út mánuðinn vegna gríðarlegrar aukningar sem orðið hefur í fjölda COVID-19 smita þar í landi. Þau segja heilbrigðiskerfið komið að þolmörkum.
14.11.2020 - 11:27
Kórónuveira á minkabúum í Grikklandi
Kórónuveira hefur fundist á tveimur minkabúum í norðurhluta Grikklands. Að sögn landbúnaðarráðuneytisins í Aþenu hefur veiran ekki stökkbreyst frá þeirri sem finnst í fólki. Á öðru búinu þarf að lóga 2.500 minkum. Þar hefur að minnsta kosti einn starfsmaður veikst af COVID-19. Verið er að skima eftir veirunni hjá hinum. 
13.11.2020 - 16:57
Barni bjargað úr rústum í Izmir
Þriggja ára stúlku var bjargað lifandi úr rústum fjölbýlishúss sem hrundi í jarðskjálfta í tyrknesku borginni Izmir á föstudag. Móður stúlkunnar og þremur systkinum var bjargað í fyrradag.
02.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Grikkland
Minnst 22 látnir og 786 slasaðir eftir skjálftann
Að minnsta kosti 22 hafa látist eftir að kraftmikill jarðskjálfti reið yfir á Eyjahafi í dag, tuttugu í borginni Izmir í Tyrklandi og tveir unglingar á grísku eyjunni Samos. Þeir voru á leiðinni heim úr skóla þegar húsveggur hrundi á þá. Margir eftirskjálftar hafa mælst, þeir stærstu yfir fjórir að stærð.
30.10.2020 - 22:53
Myndskeið
Sjö stiga skjálfti við strönd Tyrklands
Öflugur jarðskjálfti, allt að sjö að stærð, varð undan strönd Tyrklands á tólfta tímanum í dag. Minnst sex byggingar í tyrknesku borginni Izmir eyðilögðust og nokkrar skemmdust á grísku eynni Samos. Ekki liggur fyrir hvort manntjón hafi orðið.
30.10.2020 - 13:17
Útgöngubann í Aþenu og víðar í Grikklandi
Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu og víðar í Grikklandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Fólk verður skyldað til að vera með hlífðargrímu á almannafæri, utan dyra sem innan.
22.10.2020 - 17:56
Tyrkneskur þjóðernissinni kjörinn forseti Norður-Kýpur
Þjóðernissinninn Ersin Tatar var í gær kosinn forseti Norður-Kýpur, þar sem Tyrkir ráða ríkjum, og velti þar með sitjandi forseta af stalli. Tatar er fylgjandi því að Kýpur verði áfram aðskilin ríki: Lýðveldið Kýpur á eynni sunnanverðri, þar sem íbúar eru grískumælandi, og svo Tyrkneska lýðveldið Norður-Kýpur. Núverandi forseti, Mustafa Akinci, er hins vegar formælandi þess að Norður-Kýpur sameinist grískumælandi hluta eyjunnar, sem verði eitt, sameinað ríki.
19.10.2020 - 06:17
Leiðtogar Gullinnar dögunar dæmdir
Nikos Michaloliakos, stofnandi og stjórnandi gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar, var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að stýra glæpasamtökum sem reynt hafði verið að dulbúa sem stjórnmálaflokk. Eitt ár af dóminum er fyrir ólöglegan vopnaburð.
14.10.2020 - 11:58
Tyrkir senda rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði
Tyrkir greindu frá því seint í gærkvöld að þeir ætli að senda rannsóknarskip á sömu slóðir og vöktu deilur við Grikki nýverið. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Sjóherinn greindi frá því að skipið Oruc Reis hefji rannsóknir að nýju í dag og verði að fram til 22. október. 
12.10.2020 - 04:42
Opnun strandar á borð Öryggisráðsins
Óskað hefur verið eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hlutist til vegna opnunar strandlengjunnar í bænum Varosha á sunnanverðri Kýpur. Ströndin hefur verið afgirt ásamt Famagusta hverfinu allt síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974.