Færslur: Greta Thunberg

Samantekt Gretu Thunberg: „Bla, bla, bla“
Hin unga og einarða baráttu- og umhverfisverndarkona, Greta Thunberg, gefur lítið fyrir þann árangur sem sagður er hafa náðst á 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í Glasgow í kvöld. „COP26 er lokið,“ sagði Greta, „hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla.“
Greta Thunberg kallar eftir þrýstingi frá almenningi
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir fjölmennar ráðstefnur einar og sér ekki leiða til þess að loftslagsmarkmið náist nema almenningur krefjist einnig breytinga. Hún fagnar því að hlustað sé á hana og sakar ráðamenn um feluleik og afsakanir í málaflokknum.
Þrjú ár frá því að Greta Thunberg hóf baráttu sína
Í dag eru þrjú ár liðin frá því að fimmtán ára sænsk stúlka skrópaði í skólanum og mótmælti aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Skilaboð hennar hafa borist út um allan heim á þessum þremur árum.
145. vika loftslagsverkfalls Gretu Thunberg
Hundrað fjörutíu og fimm vikur eru síðan sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg skrópaði úr skólanum í fyrsta sinn í þágu umhverfisins. Í stað þess að mæta í skólann bjó hún til skilti sem á stóð Skolstrejk för klimatet, eða Skólaverkfall fyrir loftslagið, og mótmælti einsömul fyrir framan sænska þinghúsið.
Spegillinn
Umhverfishyggja: að vinna saman eða tapa
Í ár bar dag jarðar upp á sumardaginn fyrsta. Joe Biden Bandaríkjaforseti efndi þá til leiðtogafundar um umhverfismál, á netinu auðvitað. Í Bretlandi var líka töluvert gert úr deginum enda eru loftslagsmál orðin ofarlega í hugum Breta.
26.04.2021 - 17:30
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Minntust Samuel Paty í París
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gærkvöldi ræðu við minningarathöfn um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku. Forsetinn sæmdi Paty sömuleiðis æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur.
Heimildarmyndin I Am Greta verður frumsýnd í Feneyjum
Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Dogwoof tilkynnti á dögunum að heimildarmynd um sænska umhverfisverndarsinnann Gretu Thunberg, sem ber heitið I Am Greta, kemur út 16. október næstkomandi.
27.08.2020 - 12:30
Greta Thunberg mætir í skólann á ný
Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg er byrjuð aftur í skóla eftir ársfrí frá námi til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Hún greinir frá tíðindunum í færslu á Twitter og segir að henni finnist frábært að vera loksins komin aftur í skólann. Ekki kemur fram í færslunni í hvaða skóla hún stundi nú nám.
25.08.2020 - 15:39
2 ár frá fyrsta verkfallinu og heimurinn enn í afneitun
Jarðarbúar eru enn í afneitun tveimur árum þegar kemur að loftslagsbreytingum, skrifar sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg í Guardian í dag. Tvö ár eru í dag frá því hún settist fyrst niður fyrir utan sænska þinghúsið og fór í skólaverkfall fyrir loftslagið.
Greta Thunberg fær Gulbenkian verðlaunin
Greta Thunberg hlaut í dag hin eftirsóttu Gulbekian verðlaun fyrir baráttu sína í loftslagsmálum.
21.07.2020 - 00:45
Greta Thunberg er spákona í nýju myndbandi Pearl Jam
Hljómsveitin Pearl Jam gaf í gær út myndband við nýtt lag, Retrograde. Myndbandið sýnir spákonu spá fyrir um afleiðingar þess að ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum. Í miðju myndbandi kemur svo í ljós að spákonan er engin önnur en Greta Thunberg.
Greta Thunberg telur sig veika af COVID-19
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg telur sig hafa sýkst af COVID-19 kórónuveirunni á ferðalagi sínu um Mið-Evrópu síðustu vikur. Hún hefur verið í einangrun í Svíþjóð síðustu tvær vikur.
24.03.2020 - 16:20
Baráttukonur hittast í fyrsta sinn
Önnur þeirra hefur komst fyrst í fréttirnar þegar hún skrópaði í skólann til að berjast fyrir betri heimi. Hin var skotin í höfuðið fyrir að ganga í skóla Þær hittust í fyrsta sinn í dag, sænski umhverfisaktívistinn Greta Thunberg og pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai.
25.02.2020 - 21:10
Stilla ungri efasemdarkonu upp gegn Gretu
Hinni þýsku Naomie Seibt hefur verið stillt upp sem eins konar „anti“ Gretu Thunberg af hugveitunni Hertland Institute sem setur spurningarmerki við þau vísindalegu álit sem sýna fram á að hlýnun jarðar sé af manna völdum.
25.02.2020 - 16:32
Saka Noreg og Kanada um brot á barnasáttmálunum
Sextán börn, með Gretu Thunberg í fararbroddi, fara fram á það við forsætisráðherra bæði Noregs og Kanada að þessi lönd hætti að leita að olíu og dragi markvisst úr olíuvinnslu. Þau segja að áframhaldandi olíuvinnsla sé brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
11.12.2019 - 18:48
Myndskeið
Þurfti að bjarga Gretu Thunberg frá ásókn fjölmiðla
Lögreglan þurfti að bjarga Gretu Thunberg frá ásókn fjölmiðla þegar hún kom á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Thunberg tók þátt í loftslagsmótmælum ungmenna í Madríd.
06.12.2019 - 20:30
Fréttaskýring
Guterres segir mannkynið standa á krossgötum
Á meðan kóalabirnir flýja skógarelda í Ástralíu af veikum mætti, traffíkin í Reykjavík silast áfram, þéttari en nokkru sinni fyrr, Kínverjar byggja kolaorkuver af miklum móð, afleiðingar öfga í veðurfari ógna milljónum í Austur-Afríku og stórsveitir á borð við Coldplay og Massive attack reyna að finna leiðir til þess að túra um heiminn án þess að ýta undir loftslagshamfarir stendur tuttugasta og fmmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Madríd, höfuðborg Spánar.
Gretu Thunberg seinkar um einn dag
Baráttustúlkan Greta Thunberg mætir að líkindum degi of seint á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Madríd á morgun, mánudag. Thunberg segir frá þessu á Twitter. „Við siglum hraðbyri til Evrópu! Áætlaður komutími er nú þriðjudagsmorgun," skrifar Thunberg, og segist hlakka til að hitta sitt fólk þegar hún og föruneyti hennar leggja að bryggu í Alcantara-höfn í Lissabon.
Greta Thunberg til Evrópu með ástralskri tvíbytnu
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg leggur af stað yfir Atlantshafið í fyrramálið og vonast til að komast til Evrópu í tæka tíð til að mæta á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, í Madríd í byrjun desember. Thunberg greinir frá þessu á Twitter og segist hafa fengið far með tvíbytnunni La Vagabonde, sem lætur úr höfn í Virginíuríki á Vesturströnd Bandaríkjanna að morgni miðvikudags.
13.11.2019 - 04:34
Hvernig á Greta Thunberg að komast til Evrópu?
Greta Thunberg er í svolitlum vandræðum. Hún ætlaði að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP25 í Santiago í Síle í byrjun desember. Til þess ferðaðist hún til Vesturheims á seglskútu og hún ætlaði að fara landleiðina til Síle.
04.11.2019 - 14:01
Spánarstjórn býður Gretu Thunberg aðstoð
Ríkisstjórn Spánar býðst til að aðstoða hina sænsku Gretu Thunberg við að komast yfir Atlantshafið á umhverfisvænan hátt, svo hún geti mætt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eins og til stóð.
Norðurlöndin hætti að gorta
Greta Thunberg skaut föstum skotum á Norðurlöndin um leið og hún afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs sem hefðu skilað henni andvirði 6,4 milljóna króna. Hún segir að það sé lítið á bak við orðagjálfur Norðurlandanna í umhverfismálum.
30.10.2019 - 08:58
Óvíst hvernig Thunberg kemst aftur heim
Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hyggst taka þátt í loftslagsverkfalli Vancouver í Kanada á morgun. Þetta kemur fram á Instagram síðu hennar. Þar vonast hún til að fá jafnaldra sína til að taka þátt í mótmælum fyrir utan Listagallerí borgarinnar. Thunberg áformar að fara til Chile áður en hún heldur aftur heim til Svíþjóðar. Talsmaður hennar segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig hún kemst aftur heim til Svíþjóðar, en hún hyggst halda föstudagsmótmælum áfram.
Jane Fonda handtekin á þinghúströppum
Bandaríska leikkonan Jane Fonda var handtekin fyrir utan þinghúsið í Washington í gær. CNN fréttastofan greinir frá þessu. Þar tók hún þátt í mótmælum gegn aðgerðarleysi stjórnvalda vegna loftslagshamfara. Fonda stóð þar með félögum sínum í aðgerðarhópnum Fire Drill Fridays, eða brunaæfingaföstudagar á íslensku.
Fréttaskýring
Greta Thunberg, popúlismi og reitt fólk
Umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg er á allra vörum þessa dagana. Þessa sextán ára sænsku stúlku þarf vart að kynna enda hafa umsvif hennar í baráttunni gegn loftslagsvánni varla farið fram hjá neinum. Svo virðist vera að eftir því sem áhrif hennar aukist ómi gagnrýnisraddir hærra og víðar. En hvað er það sem kallar fram gagnrýnina? Getur verið að pólitík hennar sé gagnrýniverð?