Færslur: grenndarstöðvar

Þétta þarf net grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu
Samræma þarf flokkun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu og þétta net grenndarstöðva. Með því eykst endurvinnsla og öllum íbúum verður kleift að flokka á sama hátt. Nýjar reglur um meðhöndlun úrgangs taka gildi 1. janúar 2023. Því er óhjákvæmilegt að breyta sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu.