Færslur: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Sjónvarpsfrétt
Fá meðferð við óviðeigandi kynhegðun
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins býður upp á meðferð fyrir pilta á aldrinum 13-18 sem eru með þroskafrávik og sýna óviðeigandi kynhegðun. Félagsráðgjafi hjá stöðinni segir að engin úrræði hafi verið fyrir þennan hóp þar til nú, mikil þörf sé fyrir faglega aðstoð sem þessa.
343 börn bíða í allt að tvö ár eftir greiningu
Allt að tveggja ára bið er eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og nú eru 343 börn á biðlista þar. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár og þau bíða lengur en áður. Veita á 80 milljónum króna til að stytta biðlistana, einkum hjá yngstu börnunum. Markmiðið er að hann verði kominn niður í 200 börn á næsta ári og að þau þurfi ekki að bíða lengur en í tíu mánuði.
Bið eftir greiningu lengist en lagaáform vekja von
Biðlistar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) hafa lengst smátt og smátt á síðustu þremur árum. Bið eftir greiningu er nú 13-24 mánuðir en var 10-17 mánuðir árið 2017. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður GRR, segir að tilvísunum til stöðvarinnar hafi fjölgað mikið á undanförnum árum enda vanti betri samhæfingu milli þeirra kerfa sem eiga að mæta þörfum barna.  
Greiningum yngstu barnanna frestað vegna COVID-19
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur þurft að fresta greiningum yngstu barnanna vegna faraldursins. Þá hefur íhlutun og eftirfylgd með á annað hundrað börnum frestast eða farið fram með óhefðbundnum hætti í október. Þetta segir Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar, í samtali við fréttastofu.  
„Við erum komin í algert öngstræti“
„Það kann kannski að hljóma skrítilega að starfsmaður Greiningarstöðvar sé að hnýta í greiningar en við erum bara búin að sjá það að þetta kerfi er ekki að virka vel fyrir börn og það þarf að gera eitthvað í því,“ segir Evald Sæmundsen, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.