Færslur: Greiðslumiðlun

Netárás á SaltPay truflaði kortagreiðslur
Færsluhirðingarfyrirtækið SaltPay, áður Borgun, varð fyrir netárás síðdegis í dag. Talsverðar truflanir urðu þar af leiðandi á þjónustu fyrirtækisins, þar á meðal urðu truflanir á notkun greiðslukorta. Fyrirtækið segir í tilkynningu að árásin hafi verið tilkynnt CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Talsmenn fyrirtækisins segja ekkert benda til þess að árásaraðilar hafi komist inn fyrir varnir fyrirtækisins og þeir hafi ekki getað nálgast gögn.
03.09.2021 - 18:25
Seðlabankinn með innlenda greiðslumiðlun í smíðum
Seðlabanki Íslands vinnur nú að uppbyggingu smágreiðslukerfis innanlands, sem hægt yrði að nýta ef viðskipti við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki stöðvuðust.