Færslur: Greiðslukort

Veitingastað í Þórshöfn skipað að taka við reiðufé
Veitingastaðir sem taka við greiðslukortum skulu einnig taka við reiðufé að mati talsmanns neytenda í Færeyjum. Hann benti á að slíkt framferði væri ólögmætt.
27.05.2022 - 23:30
PayPal staðfestir bilun í greiðslukerfi
PayPal hefur staðfest bilun sem hefur valdið truflunum hjá Íslenskum notendum greiðslukerfisins síðustu daga. Talskona PayPal segir að enn sé unnið að því að laga vandamálið. Fréttastofa greindi frá biluninni í greiðslukerfi PayPal fyrir helgi. 
28.03.2022 - 16:48
Bilun hjá PayPal truflar íslenska notendur
Bilun hjá bandaríska greiðslukerfinu PayPal hefur orðið til þess að íslenskir notendur PayPal hafa átt í erfiðleikum með að fá greiðslur inn á kreditkortin sín. Bilunin virðist liggja hjá PayPal.
25.03.2022 - 14:42
Spegillinn
Segir greiðslumiðlun hér á landi vera rándýra
Formaður Neytendasamtakanna segir að það myndi spara þjóðarbúinu marga milljarða að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Fólk geri sér yfirleitt ekki grein fyrir því hversu miklir fjármunir fara í kerfið. Um 45 milljarðar fóru í kerfið á árinu 2018 samkvæmt skýrslu Seðlabankans.
Lögreglan varar við svikatilkynningum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tilraunum til fjársvika gegnum tilkynningar í nafni þekktra og traustra fyrirtækja á borð við Póstinn, Netflix og DHL. Í tilkynningu segir að nokkur fjöldi fólks hafi fallið í gildru svikahrappa sem noti tilkynningar sem líti sannfærandi út.
Aftur truflanir á þjónustu Valitor fyrr í kvöld
Truflun varð aftur á þjónustu greiðslufyrirtækisins Valitor í kvöld milli klukkan 18:10 og 18:24. Fyrirtækið vakti athygli á þessu á Facebook.
12.09.2021 - 20:18
Netárásir mögulega bara æfingar fyrir annað og verra
Netárásir þær sem gerðar voru á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og SaltPay í byrjun þessa mánaðar gætu einungis verið æfingar fyrir umsvifameiri netárásir.
Öll þjónusta komin í lag eftir netárásina
Umfangsmikil netárás var gerð á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og olli hún um tíma talsverðum erfiðleikum með kortagreiðslur og úttektir.
12.09.2021 - 08:58
Minni eldsneytissala rakin til fækkunar ferðamanna
Eldsneytissala seinustu þrjá mánuði ársins 2020 var 9,6 prósent minni en á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Fækkun ferðamanna á vegum landsins hefur mest áhrif á þann samdrátt.
25.01.2021 - 13:00
Svikarar reyna að féfletta fólk gegnum greiðslukort
Talsvert hefur verið um það undanfarið að fólki berist fölsk skilaboð send í nafni póstflutningafyrirtækja og efnisveita. Með skilaboðunum er fólki beint inn á netsíður og beðið um að gefa upp kortaupplýsingar og öryggisnúmer til að greiða reikninga.
11.12.2020 - 15:17
Korthafar tapa háum upphæðum á kortasvindli
„Undanfarnar vikur hafa óprúttnir aðilar reynt að nálgast korthafa með tölvupósti eða sms skilaboðum í nafni þekktra innlendra fyrirtækja og beðið korthafa um að senda persónu- og kortaupplýsingar vegna væntanlegrar endurgreiðslu inn á greiðslukort,“ segir í tilkynningu sem Valitor sendi frá sér í dag. Dæmi séu um að fólk hafi tapað háum upphæðum á slíku svindli og því biður Valitor fólk að vera á varðbergi.
01.09.2020 - 13:21
Óeðlilegt að halda eftir 10% kortagreiðslna
„Það jaðrar við lögbrot að kortafyrirtæki haldi eftir greiðslum til fyrirtækja vegna þjónustu sem þegar hefur veitt."
Kortavelta í maí jókst á milli ára
Kortavelta innanlands í maí var 3,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.  Kortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 63,3% og viðsnúningur varð í neyslu landsmanna í maí eftir samdrátt mánuðanna á undan.  Þetta kemur fram í Hagsjá, sem er rit Hagfræðideildar Landsbankans. Kortavelta Íslendinga á innlendum gististöðum í maí jókst um 60% á milli ára.