Færslur: Greg Abbott

Læsti sig inni í skólastofu með fórnarlömbunum
Ódæðismaðurinn sem myrti minnst nítján börn og tvo kennara í skóla í Texas í gær, var innilokaður í skólanum í um klukkustund, áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Morðinginn sagði vini sínum frá þessum áformum nokkrum mínútum áður en hann skaut fyrsta fórnarlambið. 
25.05.2022 - 22:35
Aftöku fjórtán barna móður frestað í Texas
Áfrýjunarglæpadómstóll í Texas í Bandaríkjunum fyrirskipaði í gær að fresta skuli aftöku Melissu Lucio. Hún var dæmd til dauða fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana árið 2007 en aftakan var fyrirhuguð 27. apríl.
Dómari í Texas bannar rannsókn á foreldrum transbarna
Með úrskurði dómara verður tímabundið komið í veg fyrir að yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum megi rannsaka foreldra transbarna og -unglinga í ríkinu. Dómari sagði reglugerð Gregs Abbott ríkisstjóra fara í bága við stjórnarskrá ásamt því að hún ylli transbörnum og foreldrum þeirra óbætanlegum skaða.