Færslur: GRECO

GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur
GRECO er skammstöfun fyrir samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Fimmta úttekt samtakanna um aðgerðir á Íslandi gegn spillingu er yfirstandandi og eftirfylgniskýrsla hefur nú verið birt. Það er enn nokkuð verk að vinna, einkum í málefnum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Íslensk yfirvöld hafa nú 18 mánuði til að uppfylla GRECO-tilmælin.
16.11.2020 - 18:52
Segir GRECO-skýrsluna vera áfellisdóm
Ný skýrsla GRECO, Samtaka ríkja gegn spillingu, þar sem farið er yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda við tillögum samtakanna um að draga úr spillingu hér á landi, er áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu.  Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Hún segir að skýrslan sýni að lítil áhersla sé á spillingarvarnir hér á landi.
16.11.2020 - 15:49
Ísland klárað fjórar af átján tillögum vegna spillingar
Íslensk stjórnvöld fá átján mánaða frest til að gera frekari úrbætur vegna þeirra tillagna sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til vorið 2018. Af þeim átján tillögum sem samtökin lögðu til um aðgerðir til að sporna gegn spillingu hafa íslensk stjórnvöld orðið við fjórum.
16.11.2020 - 00:05
Viðtal
Gagnrýna pólitísk áhrif á stöðuveitingar
Landssamband lögreglumanna hefur ítrekað gagnrýnt, vegna meintra pólitískra áhrifa á störf lögreglu, að ráðherra skipi yfirmenn í lögreglunni til fimm ára. Formaður sambandsins segir það líka áhyggjuefni að stöður innan lögreglunnar séu oft ekki auglýstar.
13.04.2018 - 16:42
 · Innlent · GRECO · lögregla
Lítt varðir gagnvart pólitísku áhrifavaldi
Formaður lögreglustjórafélagsins segir að æðstu stjórnendur innan lögreglunnar sé lítt varðir gagnvart pólitísku áhrifavaldi. Í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, er bent á að dómsmálaráðherra skipi og endurráði alla lögreglustjóra. Nefndin telur að liggja þurfi fyrir skýr og gagnsæ rök fyrir að endurráða þá ekki.
12.04.2018 - 18:29