Færslur: grásleppuveiðar

Mokveiði á grásleppuvertíð en hrognaverð hríðfallið
Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.
„Útlitið er náttúrulega bara mjög slæmt“
Grásleppusjómenn eru ekki bjartsýnir fyrir vertíðina sem hefst á morgun. Útlit er fyrir lágt verð á grásleppuhrognum og markaður fyrir grásleppuna sjálfa í Kína hefur hrunið.
Grásleppuveiðar mega hefjast í næstu viku
Heimilt verður að hefja grásleppuveiðar að morgni þriðjudagsins 23. mars samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað. Veiðar á innanverðum Breiðafirði eru undanskildar, en þar má ekki byrja fyrr en 20. maí.
Höfnuðu hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu
Smábátasjómenn höfnuðu, á aðalfundi sínum á föstudag, hugmyndum um að kvóti verði tekinn upp við grásleppuveiðar. Þetta mál er umdeilt meðal smábátaeigenda en talsmaður þeirra vonar að menn sætti sig við niðurstöðuna.
Deilt um kvótasetningu grásleppuveiða
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir það hlutverk aðalfundar að skera úr um álit félagsins á kvótasetningu grásleppuveiða. Það sé ekki rétta leiðin að fara til ráðherra með stuðningsyfirlýsingu við grásleppukvóta.
Grásleppusjómenn sýknaðir af ákæru um brottkast
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað útgerðir og skipstjóra tveggja grásleppubáta af ákæru um brottkast. Þeim var gefið að sök að hafa losað úr grásleppunetum, og hent aftur í sjóinn, samtals ellefu fiskum.
Endurmátu heildaraflann vegna villu í útreikningum
Hafrannsóknastofnun hefur hækkað ráðlagðan heildarafla grásleppu. Villa kom fram í útreikningum stofnunarinnar. Enn eru hrognaframleiðendur og Hafró ósammála um hversu mikið af óslægðri grásleppu þurfi til þess að fylla eina tunnu.