Færslur: grásleppa

Grásleppa sett í kvóta nái stjórnarfrumvarp í gegn
Í nýju frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er lagt til að tekin verði upp aflamarksstjórn, eða kvóti, við veiðar á grásleppu, sandkola í allri fiskveiðilandhelginni og sæbjúgum.
Hvetur ráðherra til að skoða ný gögn um grásleppu
Formaður Atvinnuveganefndar Alþingis segir að í ljósi nýrra gagna sem nefndin hafi aflað, verði að meta hvort endurskoða eigi ráðgjöf um grásleppuveiðar á vertíðinni. Veiðarnar voru stöðvaðar nær fyrirvaralaust um mánaðarmótin.
33% fleiri hefja strandveiðitímabilið
Þrjú hundruð og níutíu umsóknir um strandveiðileyfi hafa borist. Veiðarnar leggjast illa í strandveiðimann sem hallmælir kerfinu. Hann gefur lítið fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og bíður eftir kosningum
Færri bátar á grásleppu en á síðustu vertíð
Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er lágt þar sem grásleppuveiðar við Ísland hafa ekki fengið alþjóðlega vottun.
Kvóti í stað sóknarmarks við grásleppuveiðar
Horfið verður frá veiðidaga- eða sóknarmarkskerfinu í grásleppuveiðum hér við land og tekið upp aflamarks- eða kvótakerfi í staðinn. Verður kvótanum úthlutað til leyfishafa, út frá veiðireynslu, en ekki bundinn við einstök skip eða báta. Þetta má ráða af drögum að frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn grásleppuveiða.
14.07.2019 - 23:37
Hafró leggur til minni heildarafla grásleppu
Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark grásleppu verði ekki meira en 4805 tonn á yfirstandandi vertíð. Þetta er talsverð lækkun frá síðasta ári þegar tillagan hljóðaði upp á 5487 tonn að hámarki.
29.03.2019 - 16:59
Greiða 5000 krónur fyrir merkta grásleppu
Undanfarinn áratug hafa Hafrannsóknastofnun og BioPol á Skagaströnd átt í samstarfi við merkingar og ýmisskonar rannsóknir á hrognkelsum. Af tæplega 500 grásleppum sem merktar voru á síðasta ári, var rúmlega helmingurinn ungir fiskar, en ungviði hefur ekki verið merkt fyrr í þessu verkefni.
27.03.2019 - 14:56
Grásleppuvertíðin hafin
Heimilt var að hefja grásleppuveiðar í morgun á fjórum veiðisvæðum af sjö. Eigendur 42 grásleppubáta hafa virkjað leyfi sín, en hver bátur má veiða í 20 daga þar til annað verður ákveðið.
20.03.2018 - 11:08
Byggðakvótinn seldur á almennum markaði
Útgerðaraðilar á Vopnafirði selja megnið af bolfiskafla í kvóta á almennum markaði vegna skorts á vinnslu í bæjarfélaginu. 550 tonnum af byggðakvóta var úthlutað í bæjarfélaginu á síðasta fiskveiðiári. Fiskistofa sinnir eftirliti illa að mati sveitarstjóra Vopnafjarðar en grásleppuafli bæjarins er væntanlega misskráður á Akranesi. Þrátt fyrir að vinnsla sé ekki tryggð í bæjarfélaginu fær Vopnafjarðarhreppur tæp 200 tonn í úthlutun Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins á byggðakvóta í ár.
15.12.2015 - 18:05