Færslur: Grammy

Grammy-verðlaununum frestað
Árlegu Grammy-tónlistarverðlaunahátíðinni sem fara átti fram 31. janúar í Staples-höllinni í Los Angeles hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
05.01.2021 - 21:53
Daníel Bjarnason: „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt“
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hafa hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna 2021 í flokknum 'Besti tónlistarflutningur hljómsveitar' fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence. Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri fagnar því að tilnefningin veki athygli á hljómsveitinni, tónlistinni og tónskáldunum.
25.11.2020 - 13:08
Hildur fær tvær Grammy-tilnefningar
Hild­ur Guðna­dótt­ir tón­skáld er til­nefnd til tvennra Grammy-verðlaun­a sem veitt verða 31. janúar næstkomandi, en til­nefn­ing­ar voru kynnt­ar í dag. Hún er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Jóker­inn.
24.11.2020 - 21:34
Sinfó og Daníel tilnefnd til Grammy-verðlauna
Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Concurrence, hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í flokknum Besti hljómsveitarflutningur. Á disknum eru flutt ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld og valdi The New York Times hann eina af athyglisverðustu klassísku útgáfum ársins 2019 og bandaríska útvarpsstöðin NPR valdi hann sömuleiðis einn af tíu bestu útgáfum ársins.
24.11.2020 - 19:31
Pistill
Grammy-verðlaunin fikra sig í átt að fjölbreytni
Grammy-verðlaun verða veitt í 62. skiptið í Staples-höllinni í Los Angeles í nótt þegar fólk í tónlistarbrananum fer í sitt fínasta púss og verðlaunar hvert annað. Verðlaun verða veitt í 84 flokkum og að þessu sinni er íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir tilnefnd í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil.
26.01.2020 - 17:19
Grammy-verðlaunin afhent í 61. sinn
Grammy-verðlaunin verða afhent í í sextugasta og fyrsta sinn og verður án efa mikið um dýrðir. Afhendingin fer fram í Los Angeles í Kalíforníu í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
10.02.2019 - 16:22
Myndskeið
„Þetta er satíra eftir Kendrick Lamar“
Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í 60. sinn í gærkvöldi en það var rapparinn Kendrick Lamar sem átti opnunaratriðið ásamt U2 og grínistanum Dave Chapelle. Eins og venja er, kom fjöldi tónlistarmanna fram á hátíðinni og hér má sjá brot af því besta.
29.01.2018 - 12:16
Fimm forvitnilegar Grammy-staðreyndir
Tilnefningar til Grammy-verðlaunanna fyrir árið sem er að líða voru tilkynntar í vikunni og sitt sýnist hverjum eins og venjulega. Verðlaunin eru líklega þau stærstu sinnar tegundar í heiminum en hér eru fimm forvitnilega staðreyndir um tilnefningarnar í ár.
30.11.2017 - 14:43
Kántrípoppdrottning og vetrarsvali í rvk.
Í Rokklandi sunnudaginn 21. febrúar kynnumst við kántrípoppstjörnunni Taylor Swift sem hlaut á dögunum Grammy verðlaun fyrir plötu ársins í annað sinn, 26 ára gömul. Og svo er það Sónar Reykjavík sem haldin er núna um helgina í þriðja sinn.
22.02.2016 - 10:07