Færslur: Grafísk hönnun

Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Rúnir misnotaðar í gegnum tíðina
Rúnir hafa verið misnotaðar í pólitískum tilgangi og orðið fyrir barðinu á grófu menningarnámi, segja höfundar Runes: The Icelandic Book of FUÞARK sem er einstök samantekt á þremur kerfum rúnaleturs. Bókinni er ætlað að nálgast viðfangsefnið á nútímalegan hátt en hún geymir auk rúnakerfanna ýmsan fróðleik um rúnir.