Færslur: Grænmetisrækt

Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Gætu þurft að huga að vökvunarbúnaði
Garðyrkjubændur á Norður- og Austurlandi eru almennt sáttir við uppskeru sumarsins en ef sumrin halda áfram að verða eins hlý og þurr og þetta sumar þurfa ræktendur líklega að huga að sérstökum vökvunarbúnaði.
11.08.2021 - 08:01
Leifar skordýreiturs í nærri 10% bandarísks spínats
Leifar af skordýraeitri yfir hámarksmörkum fundust í nærri 10% af innfluttu bandarísku spínati. Þetta kemur fram í ársskýrslu MAST fyrir árið 2019 sem greint er frá í Bændablaðinu.
Myndskeið
„Það blómstrar allt sem blómstrað getur“
Tími grænmetisuppskeru er runninn upp, ekki aðeins til sveita heldur einnig í matjurtagörðum í þéttbýli. Jóhanna B. Magnúsdóttir, kennari í matjurtarækt, segir að uppskeran í sumar sé mjög góð.
21.08.2020 - 22:32