Færslur: Grænmeti

Sögur af landi
Ferðast til að borða góðan mat
Serena Pedrana kom til Íslands frá smábæ á Norður-Ítalíu fyrir 8 árum. Hún hefur undanfarin ár rekið veitinga- og kaffihúsið Orðakaffi á Amtsbókasafninu á Akureyri og kynnt Akureyringa fyrir hollum og góðum grænmetisréttum og kökum í hollari kantinum.
09.04.2022 - 12:13
Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Sjónvarpsfrétt
Brokkolí verður þrefalt dýrara með innflutningstollum
Verð innflytjenda á brokkolí eða spergilkáli þrefaldast næstum þegar tollar og gjöld hafa verið lögð ofan á. Garðyrkjubændur eru ekki hlynntir því að innflutningstollar leggist á sjálfkrafa á ákveðnum dagsetningum. 
Dregur úr neyslu grænmetis en gosdrykkja svipuð
Dregið hefur úr daglegri neyslu grænmetis og ávaxta meðal fullorðinna Íslendinga þegar árin 2019 og 2020 eru borin saman og karlar borða síður ávexti og grænmeti en konur. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.
05.07.2021 - 14:08
Myndskeið
„Erum ekki að hætta með kjöt í mötuneytum skólanna“
Hjúkrunarfræðingur á Akureyri segir bæinn fara gegn tilmælum landlæknis með því að bjóða börnum í leik- og grunnskóla upp á unnar kjötvörur og rautt kjöt í miklu magni. Bærinn hafnar því en ætlar að koma á reglubundnu eftirliti.
19.01.2021 - 19:57
Leifar skordýreiturs í nærri 10% bandarísks spínats
Leifar af skordýraeitri yfir hámarksmörkum fundust í nærri 10% af innfluttu bandarísku spínati. Þetta kemur fram í ársskýrslu MAST fyrir árið 2019 sem greint er frá í Bændablaðinu.
Viðtal
Íslenskir garðyrkjubændur vilja efla útirækt
Íslenskir garðyrkjubændur þyrftu að geta ræktað um 60% af því grænmeti sem Íslendingar neyta, af þeim grænmetistegundum sem hér eru ræktaðar. Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi á Ártanga í Grímsnesi og formaður Samtaka garðyrkjubænda og Bændasambands Íslands, segir gróðurhús spretta upp eins og gorkúlur þessa dagana.
30.07.2020 - 10:57
Fyrsta uppskera af íslensku útiræktuðu grænmeti komin
Helgi Jóhannesson, ráðu­nautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins segir að fyrsta uppskera af útiræktuðu íslensku grænmeti sé komin og það sé alltaf svolítið hátíðlegt. Það fari að streyma í meira magni í verslanir um mánaðamótin. Uppskeran lofi góðu um framhaldið. 
Gúrkur hækkuðu í verði eftir febrúarstorminn
Útlitið var svart hjá garðyrkjubóndanum í Reykási í Hrunamannahreppi í febrúar. Gróðurhúsin voru mikið skemmd eftir óveður og uppskeran meira og minna ónýt. Nú er starfsemin komin á fullt og hefur verið aldrei meira að gera.
28.05.2020 - 20:08
200 milljónir aukalega í grænmetisræktun
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Sambands garðyrkjubænda og stjórnvalda skrifuðu í dag undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði framleiðanda garðyrkjuafurða. Markmið þess er að framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25% á næstu þremur árum. 200 milljónir verða lagðar aukalega árlega í garðyrkjusamninginn. Þetta á að stuðla að framþróun og nýsköpun í garðyrkjunni með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.
14.05.2020 - 17:25
Segir framboðsskort á fersku grænmeti yfirvofandi
Áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskan landbúnað og sjávarútveg voru rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þegar er farið að bera á töfum á innfluttu grænmeti hjá Samkaup. Fyrirtækið segir að í núverandi stöðu anni íslensk framleiðsla ekki eftirspurn.
Ætla ekki að minnka framboð dýraafurða
Akureyrarbær ætlar ekki að minnka framboð dýraafurða í leik- og grunnskólum bæjarins. Þetta kemur fram í bókun fræðsluráðs bæjarins um málið frá því í gær.
18.09.2019 - 11:47
Myndskeið
Innlend framleiðsla á undanhaldi
Hlutdeild innlendrar framleiðslu í grænmetisneyslu hefur hrapað á undanförnum árum. Garðyrkjubændur hafa áhyggjur af þróuninni og kalla eftir stöðugleika í rekstrarumhverfi.
14.09.2019 - 19:54
Myndskeið
Stóraukin eftirspurn eftir vegan hátíðarmat
Mun fleiri kjósa að fá sér hnetusteik eða annan vegan hátíðarmat í ár en í fyrra. Eftirspurn eftir slíkum réttum er um helmingi meiri í ár, segja kaupmenn bæði í Krónunni og Nettó. Sumar vörur kláruðust fyrir hátíðirnar, þar á meðal vegan laufabrauð. Kaupmenn sem fréttastofa ræddi við segja sömu sögu. Eftirspurn eftir vegan mat eða grænkerafæði, þar með talið hnetusteikum, buffi, kjötlíki og fleiru sem ekki inniheldur dýraafurðir, eykst stöðugt.
30.12.2018 - 19:28
Talsverð afföll fyrirsjáanleg vegna veirusmits
Talsferð afföll eru fyrirsjáanleg í tómatarækt hér á landi í kjölfar veirusmits sem greinst hefur í íslenskum tómatplöntum. Einhverjir bændur gætu þurft að farga öllum plöntum og endurnýja frá grunni. Veiran hefur ekki náð fótfestu í garðyrkju hérlendis fyrr.
31.01.2018 - 14:29
Skordýraeitur: Hugsanlega krónísk áhætta
Í fyrra voru tekin 232 sýni úr ávöxtum og grænmeti hér á landi. Átta þeirra innihéldu skordýraeitur yfir hámarksviðmiði. Ekkert land á EES-svæðinu leitar að færri varnarefnaleifum í hverju sýni en Ísland og færst hefur í aukana að skordýraeitursleifar finnist í íslensku grænmeti eftir að farið var að leita að fleiri efnum. Neytendur eru ekki látnir vita af því þegar grænmeti er innkallað vegna skordýraeitursleifa þar sem þeim er ekki talin hætta búin. Krónísk áhætta gæti þó verið til staðar. 
13.11.2017 - 14:42
Tilkynnt um veirusmit í tómatrækt
Plöntusjúkdómur sem greindist í tómatrækt hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar. Hann nefnist Popato spindle tuber viroid eða spóluhnýðissýking. Hún leggst á kartöflur og tómata og getur valdið afföllum í ræktun. Sjúkdómurinn er hvorki skaðlegur mönnum né dýrum.
03.11.2017 - 15:42
Vírus í tómötum á þremur býlum
Staðfest er að veira hafi fundist í tómötum á þremur býlum hér á landi. Veiran er ekki skaðleg fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Veiran nefnist Pepino mósaík og er fannst fyrst í Perú árið 1974 þar sem hann herjaði á tómatarækt. Fyrstu tilfellin í Evrópu voru greind árið 1999 í Hollandi og Bretlandi. Síðan hefur veiran skotið upp kollinum víða í Evrópu.
02.10.2017 - 15:22
Grunnforsenda útflutnings ekki í höfn
Sala á íslensku grænmeti og berjum hefur nær aldrei verið meiri, þrátt fyrir Costco-skell í byrjun sumars. Sölufélag garðyrkjumanna stefnir að því að hefja útflutning á næsta ári. Krafa um lífræna vottun setur þó strik í reikninginn því að íslensk ræktun stenst ekki kröfur nýs samevrópsks staðals. Spegillinn tók stöðuna hjá Gunnlaugi Karlssyni, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna.
22.09.2017 - 16:41