Færslur: Grænlandsþing

Framboð Kielsens gæti reynt á „óskrifaða reglu“ Siumut
Með framboði sínu til Grænlandsþings í vor, þrátt fyrir að hafa verið bolað úr formannsstóli Siumut, sýnir Kim Kielsen, fráfarandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, að hann hefur engan hug á að létta eftirmanni sínum í formannsstólnum lífið. Óskrifuð regla um vægi persónuatkvæða gæti orðið uppspretta áframhaldandi innanflokksátaka.
23.02.2021 - 06:36
Kosið til Grænlandsþings 6. apríl
Fulltrúar allra flokka á grænlenska þinginu náðu í dag samkomulagi um að halda skuli þingkosningar samhliða sveitarstjórnarkosningunum þar í landi hinn 6. apríl næstkomandi. Frá þessu er greint á vef grænlenska ríkisútvarpsins og haft eftir Vivian Motzfeldt, þingmanni Siumut og forseta þingsins.
17.02.2021 - 00:38