Færslur: Grænlandsþing

Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Stjórnarandstaðan vann á Grænlandi
Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Grænlandi, verður líklega næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Flokkur hans fékk flest atkvæði í þingkosningunum sem haldnar voru í gær.
07.04.2021 - 12:55
Grænlendingar kjósa til sveitarstjórna og þings
Grænlendingar kjósa í dag bæði til sveitarstjórna og þings. Athyglin í kosningabaráttunni hefur beinst meira að þingkosningunum en samkvæmt skoðanakönnun sem birt var fyrir helgi vinnur stjórnarandstaðan verulega á.
06.04.2021 - 15:36
Kynjahallinn eykst í grænlenskum stjórnmálum
Færri konur bjóða sig fram til Grænlandsþings nú en 2018 og hlutfall þeirra lækkar á milli kosninga. Þing- og sveitarstjórnarkosningar verða haldnar á Grænlandi þriðjudaginn 6. apríl. Innan við þriðjungur frambjóðenda til grænlenska landsþingsins er konur og hlutfallið í sveitarstjórnarkosningunum er nánast það sama. Þetta kemur fram í frétt grænlenska blaðsins Sermitsiaq. 189 eru í framboði til Grænlandsþings; 56 konur og 133 karlar.
23.03.2021 - 03:32
Framboð Kielsens gæti reynt á „óskrifaða reglu“ Siumut
Með framboði sínu til Grænlandsþings í vor, þrátt fyrir að hafa verið bolað úr formannsstóli Siumut, sýnir Kim Kielsen, fráfarandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, að hann hefur engan hug á að létta eftirmanni sínum í formannsstólnum lífið. Óskrifuð regla um vægi persónuatkvæða gæti orðið uppspretta áframhaldandi innanflokksátaka.
23.02.2021 - 06:36
Kosið til Grænlandsþings 6. apríl
Fulltrúar allra flokka á grænlenska þinginu náðu í dag samkomulagi um að halda skuli þingkosningar samhliða sveitarstjórnarkosningunum þar í landi hinn 6. apríl næstkomandi. Frá þessu er greint á vef grænlenska ríkisútvarpsins og haft eftir Vivian Motzfeldt, þingmanni Siumut og forseta þingsins.
17.02.2021 - 00:38