Færslur: Grænland

Bandaríkin buðu Færeyingum aðstoð vegna COVID-19
Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hafði samband við færeysku landsstjórnina um miðjan mars og bauð fram aðstoð Bandaríkjanna. Jenis av Rana, yfirmaður utanríkismála í færeysku landsstjórninni, staðfestir þetta við grænlenska dagblaðið Sermitsiaq.
28.04.2020 - 05:57
Rússum líst illa á framlag Bandaríkjanna til Grænlands
Sendiherra Rússlands í Danmörku sakar Bandaríkjamenn um að reyna að ná völdum á norðurslóðum með útspili sínu í Grænlandi. „Miðað við yfirlýsingar sendiherrans Carla Sands reiða Bandaríkin sig alfarið á átakastjórnmál í stað viðræðna og samstarfs," skrifar Vladimir Barbin, sendiherra Rússa í Danmörku í danska blaðið Politiken.
27.04.2020 - 03:07
Grænlendingar fá fjárstyrk frá Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn kynnti í gær fjárstyrk til Grænlands sem nemur 12,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins á styrkurinn að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun. 
24.04.2020 - 00:54
Ferðabanni aflétt í Nuuk
Stjórnvöld á Grænlandi afléttu ferðabanni í höfuðstaðnum Nuuk í dag. Bannið var sett á 18. mars og var liður í umfangsmiklum aðgerðum til að reyna að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Engin ný smit hafa greinst á Grænlandi undanfarinn hálfan mánuð.
22.04.2020 - 21:19
Engin ný kórónuveirusmit á Grænlandi í tvær vikur
Engin ný kórónuveirusmit hafa greinst á Grænlandi síðustu tvær vikurnar. Niðurstöður greiningar á 21 sýni bárust í gær og voru allar neikvæðar. Landlæknir Grænlands greindi frá þessu.
19.04.2020 - 06:25
Farsóttin mikið áfall fyrir Grænlendinga
Útlit er fyrir algert hrun í ferðaþjónustu á Grænlandi vegna farsóttarinnar og óttast er að mörg fyrirtæki verði gjaldþrota þrátt fyrir umfangsmikla efnahagsráðstafanir grænlensku stjórnarinnar. Eftir uppgang í efnahagslífinu er spáð allt að 8% samdrætti í ár
13.04.2020 - 18:28
Áfengissala bönnuð í Nuuk til 15. apríl
Kim Kielsen, formaður landstjórnar Grænlands, setti í gær bann við kaupum á áfengi í Nuuk, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Bannið tók gildi þegar klukkan átta í gærkvöld og stendur til klukkan tíu fyrir hádegi 15. apríl. Kielsen segir þetta gert til þess að minnka áfengisdrykkju á heimilum á meðan fjölskyldur eru að mestu leyti heima vegna COVID-19. Fram til þessa hafa tíu tilfelli COVID-19 greinst í Nuuk.
29.03.2020 - 04:34
Nuukbúar í farbanni næstu þrjár vikurnar
Öll umferð frá Nuuk, höfuðstað Grænlands, verður bönnuð næstu þrjár vikur og nánast öll atvinnustarfsemi liggja niðri eftir að annað COVID-19 smit var staðfest þar í gær.
19.03.2020 - 02:15
Ekkert flogið til og frá Grænlandi í tvær vikur
Allt flug leggst af á Grænlandi frá og með miðnætti á föstudag. Á þetta jafnt við um innanlandsflug sem millilandaflug. Eina undantekningin er sjúkraflug. Í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins kemur fram að allt flug til og frá landinu muni liggja niðri í tvær vikur, og að ekki verði heldur unnt að fljúga milli byggðarlaga. Er þetta gert til að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19.
18.03.2020 - 06:59
Íshellur bráðna sexfalt hraðar en fyrir þrjátíu árum
Íshellur norður- og suðurskautanna bráðna sexfalt hraðar um þessar mundir en þær gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Bráðnunin er í samræmi við tilgátur vísindamanna um verstu mögulegu afleiðingar hlýnunar loftslags Alþjóðaloftslagsbreytinganefndarinnar, IPCC. Verði ekki dregið verulega úr kolefnaútblæstri gæti yfirborð sjávar valdið því að heimilum 400 milljóna manna á jörðinni verði ógnað af völdum flóða. 
12.03.2020 - 06:29
Norræn byggð hvarf vegna ofveiði á rostungum
Ofveiði á rostungum gæti skýrt hvers vegna norrænir menn yfirgáfu Grænland á 15. öld, eftir ríflega 400 ára dvöld. Skögultennur rostunganna voru verðmætar vörur á miðöldum.
07.01.2020 - 06:29
Ístak byggir nýjan skóla í Nuuk
Bæjayfirvöld í Nuuk á Grænlandi hafa samið við verktakafyrirtækið Ístak um bygginu nýs skóla sem verður hinn stærsti á Grænlandi. Nýi skólinn á að vera tilbúinn árið 2023. Áætlaður kostnaður er rúmlega 11 milljarðar íslenskra króna.
26.12.2019 - 13:16
Erlent · Evrópa · Norður Ameríka · Innlent · Grænland · Nuuk · Ístak
Fjölga siglingum milli Íslands og Austur-Grænlands
Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line ætlar að fjölga siglingum milli Íslands og Austur-Grænlands um helming á næsta ári. Forsvarsmenn félagsins undirrituðu á föstudag samning um kaup á nýju gámaskipi sem ætlað er að sinna vöruflutningum á austurströnd Grænlands.
25.12.2019 - 05:23
Bandaríkjamenn ætla að opna skrifstofu í Nuuk
Danska utanríkisráðuneytið hefur veitt leyfi fyrir því að Bandaríkjamenn opni á  ræðismannsskrifstofu á Grænlandi. Ráðuneytið staðfesti það við grænlenska blaðið Sermitsiaq. 
19.12.2019 - 08:58
Bað Samherjamenn um ráð til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um það, hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í Samherjaskjölin svonefndu, sem lekið var til Wikileaks og birt voru á netinu í vikunni.
15.11.2019 - 06:51
Hyggjast auka umsvif sín á Grænlandi
Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect hyggst auka umsvif sín í Grænlandsflugi þegar nýir flugvellir verða teknir í notkun á Grænlandi eftir fjögur til fimm ár. Grænlenska blaðið Sermitsiaq greinir frá þessu. Þar segir að forsvarsmenn AIC búist við auknum ferðamannastraumi til Grænlands með tilkomu nýrra og fullkominna flugvalla sem þar verða byggðir á næstu árum, og að félagið ætli að grípa þau tækifæri sem í því felast.
02.11.2019 - 23:17
Samið um Síldarsmugu og kvóta uppsjávartegunda
Fulltrúar Íslands, Noregs og Danmerkur, fyrir hönd Færeyinga, hafa undirritað þjóðréttarsamninga um skiptingu hluta hafsvæðisins sem í daglegu tali gengur undir heitinu Síldarsmugan. Þá hafa tekist samningar um heildarkvóta kolmunna, norður-atlantshafssíldar og makríls í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2020. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.
31.10.2019 - 01:36
Viðtal
Valdaskeiði Netanyahu líklega lokið
Það verður líklega tilkynnt í dag að tveimur af þremur gerðum veiru sem veldur lömunarveiki eða mænusótt hafi verið útrýmt. Þriðja gerð veirunnar finnst aðeins í Afganistan og Pakistan þar sem bólusetningar ganga illa vegna stríðsátaka. Þetta kom fram í Heimsglugga Boga Ágústssonar á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
24.10.2019 - 10:09
Vilja styrkja samstarf Íslands og Grænlands
Ane Lone Bagger, ráðherra mennta-, menningar- og utanríkismála í grænlensku landsstjórninni, fundaði í dag með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um samstarf, samskipti og tengsl landanna tveggja. Auk þess var rætt um fyrirhugaða vísindaviku sem stendur til að halda á Grænlandi í desember.
12.10.2019 - 15:43
Aukið mikilvægi Grænlands
Danir hafa aukið viðveru herafla á Grænlandi vegna þess að mikilvægi Norðurslóða hefur aukist segir dr. Rasmus Dahlberg, sérfræðingur við Háskóla danska hersins.
05.10.2019 - 21:07
Heiðruð fyrir framlag til samstarfs og vináttu
Hjónin Benedikte Thorsteinsson Abelsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson hafa verið sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Grænlendinga og Íslendinga. 
24.09.2019 - 17:22
Forsetaheimsókn til Grænlands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru nú í heimsókn á Grænlandi. Þar sæmdi forseti Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra í grænlensku stjórninni, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann, hinni íslensku fálkaorðu.
Guðni og Eliza í opinberri heimsókn í Nuuk
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid halda í formlega heimsókn til Nuuk í dag, 23. september, í boði Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. 
23.09.2019 - 13:00
Niðurstaðan vekur furðu
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir samstarfssamning Eimskips og grænlenska ríkisskipafyrirtækisins Royal Arctic Line. Helsti keppinautur Eimskips segir ákvörðunina án fordæma og til þess fallna að styrkja enn frekar markaðsráðandi stöðu Eimskips.
15.09.2019 - 12:29
Myndskeið
Fjarvera Trumps kom ekki í veg fyrir mótmæli
Jafnvel þó Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi hætt við opinbera heimsókn sína til Danmerkur sem átti að hefjast í dag, þá kom það ekki í veg fyrir það að honum yrði mótmælt í Kaupmannahöfn.
02.09.2019 - 16:25