Færslur: Grænland

Viðtal
Vonandi tímamót í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Guðlaugi Þór Þórðarsyni, núverandi utanríkisráðherra, formlega nýja skýrslu, en Össur var formaður nefndar sem gerði skýrsluna „Samstarf Íslands og Grænlands á nýjum Norðurslóðum“ að beiðni Guðlaugs Þórs. Í henni eru fjölmargar tillögur til að styrkja og efla samvinnu landanna. Guðlaugur Þór sagði í dag, er skýrslan var kynnt, að hann teldi hana marka tímamót.
Myndskeið
Stunda námið í Færeyjum, Danmörku, Grænland og hér
Danmörk, Færeyjar, Ísland og Grænland. Þannig hljómar kennsluskráin hjá fyrsta nemendahópnum í Norður-Atlantshafsbekknum. Í honum eru nemendur frá þessum fjórum löndum sem ferðast þeirra á milli og læra saman. „Þetta er gott framtak vegna þess að þetta er Norður-Atlantshafssamstarf og það er svo mikilvægt,“ segir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Versló.
Brexit skaðar Grænlendinga
Bretar leggja nú 20 prósenta toll á fiskafurðir Grænlendinga þar sem enginn fríverslunarsamningur er í gildi á milli Bretlands og Grænlands eftir Brexit. Grænlendingar vonast til að geta gengið frá fríverslunarsamningi sem fyrst en óttast að þeir séu aftarlega í forgangsröðinni hjá Bretum vegna smæðar Grænlands.
18.01.2021 - 21:21
Varar við fjárlagahalla á Grænlandi
Vittus Qujaukitsoq, fjármálaráðherra Grænlands, varar við að kórónuveirufaraldurinn geti haft mjög alvarleg áhrif á ríkissjóð landsins. Qujaukitsoq segir að grannskoða þurfi öll útgjöld í framtíðinni því efnahagsaðgerðir vegna farsóttarinnar hafi verið afar þungar fyrir ríkissjóð Grænlands.
15.01.2021 - 22:09
Viðtal
Börnin sem tekin voru frá foreldrum í tilraunaskyni
„Ég hef heyrt Helene segja þessa sögu og það er átakanlegt. Hún kemst enn við,“ segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeld um Helene Thiesen sem var barnung tekin frá grænlenskum foreldrum sínum og send til Danmerkur. Þar áttu börnin að tileinka sér, og síðar grænlenska samfélaginu, danska siði og þekkingu í tilraun sem fór illa.
Báðu grænlensku börnin afsökunar
Dönsk stjórnvöld báðu í dag afsökunar 22 grænlensk börn sem tekin voru frá sínum nánustu og flutt til Danmerkur árið 1951. Með því átti að gefa þeim tækifæri til að lifa betra lífi en heima á Grænlandi.
08.12.2020 - 15:34
Sviptingar á Grænlandi, fríverslun og bannað jólalag
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir settust við Heimsgluggann með Boga Ágústssyni og beindu augunum að Grænlandi þar sem Kim Kielsen missti formennsku í stjórnarflokknum Siumut. Erik Jensen er nýr formaður, Vivian Motzfeldt varaformaður og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen varaformaður með ábyrgð á skipulagsmálum flokksins.
03.12.2020 - 10:33
Erik Jensen nýr formaður Siumut á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, tapaði í gærkvöld í formannskjöri í flokki sínum Siumut. Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu, bar sigurorð af Kielsen í kosningum á landsþingi í Nuuk.  Kim Kielsen hafði verið formaður Siumut frá því 2014 og formaður landsstjórnarinnar frá sama tíma. Arftaki Kielsens, Erik Jensen, er 45 ára hagfræðingur og hefur setið á grænlenska þinginu frá því 2018.
30.11.2020 - 12:38
Erik Jensen felldi Kim Kielsen í formannskjöri Siumut
Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu var í kvöld kjörinn formaður flokksins. Siumut fer með stjórnarforystu á Grænlandi. Jensen bar sigurorð af Kim Kielsen, sem verið hefur formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut frá því 2014. Kielsen er formaður landsstjórnar Grænlands og ósigur hans í kvöld kom nokkuð á óvart.
29.11.2020 - 21:22
Kielsen í hörðum formannsslag
Formannskosning er í grænlenska stjórnarflokknum Siumut á landsþingi í Nuuk í dag. Ólga og spenna er í flokknum og margir óánægðir með Kim Kielsen, formann. Vivian Motzfeldt, forseti landsþingsins, Inatsisartut, og Erik Jensen, þingmaður Siumut, bjóða sig fram gegn Kim Kielsen, sem hefur verið formaður flokksins síðastliðin sex ár. 
29.11.2020 - 12:55
Norlandair semur um aukið flug til Grænlands
Norlandair hefur skrifað undir samning við grænlensku heimastjórnina um flug frá Íslandi til Scoresbysunds tvisvar í viku. Flogið verður bæði frá Akureyri og Reykjavík. Samningurinn er til 6 ára og er framlengjanlegur um fjögur ár.
24.11.2020 - 13:57
Hundruð mótmæltu grænlensku landstjórninni
Hundruð mótmælenda gengu um götur Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, síðdegis á þriðjudag og kröfðust afsagnar grænlensku landstjórnarinnar og kosninga við fyrsta tækifæri. „Nóg er nóg!" hrópuðu mótmælendur, og „Við viljum kosningar!"
14.10.2020 - 02:40
Rússar vilja ræðismann á Grænlandi
Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov greindi danska starfsbróður sínum Jeppe Kofod frá því í gær að hann hefði áhuga á að skipa kjörræðismann í Grænlandi. Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir fréttamanni sínum í Rússlandi, Matilde Kimer. Hún segir Lavrov hafa komið út af fundi þeirra Kofod í Moskvu í gær og lýst þessu yfir. Kvaðst Lavrov jafnframt hafa fengið jákvæðar viðtökur við ósk sinni.
10.10.2020 - 03:38
Barnaathvörf opnuð í sveitarfélögum Grænlands
Grænlenska landstjórnin og sveitarstjórnir allra fimm sveitarfélaga landsins hafa hrint af stokkunum þriggja ára samstarfsverkefni um rekstur barnaathvarfa í kringum útborgunardaga. Í frétt á vefsíðu grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að allt of mörg börn séu beitt kynferðisofbeldi og líði fyrir grófa vanrækslu þegar foreldrarnir drekki sig ofurölvi.
05.10.2020 - 06:21
Öflugur skjálfti á Grænlandi
Skjálfti sem mældist 5,3 varð á Austur-Grænlandi í dag. Veðurstofan segir að hans hafi orðið rækilega vart á mælaneti hennar, sérstaklega á nýjum mælastöðvum á Snæfellsnesi.
03.10.2020 - 16:34
Segir Trump vilja skipta á Grænlandi og Púertó Ríkó
Fyrrum starfsmannastjóri heimavarnaráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna, Miles Taylor, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi viðrað þá hugmynd sína að Bandaríkin og Danmörk skipti á Púertó Ríkó og Grænlandi. Hann kveðst telja að forsetinn hafi ekki verið að grínast.
20.08.2020 - 11:37
Íslendingar með vottorð mega fljúga til Grænlands
Íslendingum sem ferðast til Grænlands dugir að sýna vottorð þess efnis að þeir séu ekki með Covid-19. Vottorðið má ekki vera eldra en fimm daga gamalt.
Íslendingar þurfa í sóttkví á Grænlandi
Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyjum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum.
11.08.2020 - 17:51
Myndband
Ræddu ekkert um kaup á Grænlandi
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, fundaði í Danmörku í dag með dönskum, færeyskum og grænlenskum ráðherrum. Kaup á Grænlandi voru ekki meðal umræðuefna.
22.07.2020 - 22:14
Vilja að Hans Egede fái að standa kyrr á sínum stað
Íbúakosningu í Nuuk, höfuðstað Grænlands, um framtíð umdeildrar styttu af dansk-norska trúboðanum og nýlenduherranum Hans Egede þar í bæ, lauk á miðnætti. Efnt var til kosningarinnar fyrir áeggjan fólks sem vildi styttuna á burt, þar sem Egede væri tákngervingur kúgunar og undirokunar Dana á Grænlendingum í gegnum aldirnar.
22.07.2020 - 05:52
Íbúar Nuuk kjósa um tilvist styttu af nýlenduherra
Íbúar Nuuk á Grænlandi greiða nú atkvæði um hvort fjarlægja eigi styttu af gömlum nýlenduherra í höfuðstaðnum. Skemmdarverk voru unnin á styttunni á dögunum.
21.07.2020 - 21:41
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.
Rax tilnefndur fyrir sleðahundamyndir
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, Rax, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegu ljósmyndaverðlaunanna Leica Oskar Barnack Awards fyrir myndaröð sína af grænlenskum sleðahundum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1979 og í ár eru tólf ljósmyndarar víðs vegar að úr heiminum tilnefndir til þeirra. 
15.07.2020 - 20:48
Brim fjárfestir fyrir 13,5 milljarða á Grænlandi
Brim hf. hefur gengið frá kaupum í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries (APF). Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 13,5 milljörðum íslenskra króna. Fjárfestingin er í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa. Hlutur Brims í félaginu er 16,5 prósent.
09.07.2020 - 14:02
Stytta af gömlum nýlenduherra Grænlands skemmd
Stytta af Hans Egede, sem stendur við höfnina í Nuuk á Grænlandi, var máluð með rauðum lit í fyrrinótt, nóttina áður en Grænlendingar héldu upp á þjóðhátíðardaginn sinn. Þá var skrifað á hana decolonize, sem þýðir þá að Grænland fái fullt sjálfstæði. Lögreglan rannsakar málið sem gróft skemmdarverk.
22.06.2020 - 15:48