Færslur: Grænkeramatur

Fleiri halda grænkerajól
Hópur grænkera fer sístækkandi á Íslandi sem annars staðar. Úrval af sérstökum jólagrænkeramat eykst með hverju árinu. Sala á kjöti virðist þó ekki minnka fyrir hátíðarnar. 
27.12.2021 - 09:45
Litlu hægt að svara um mötuneyti
Fátt var um svör þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, svaraði fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um mötuneyti sveitarfélaga. Andrés Inga fýsti meðal annars að vita hversu mörg mötuneytin væru, hvort þau rækju eigin eldhús eða keyptu þjónustu annars staðar frá, hvernig loftslagsmálum væri sinnt og hvaða stefnu væri fylgt um framboð á grænkerafæði.
02.04.2021 - 08:46
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Viðtal
Borgarfulltrúar eigi að byrja á sjálfum sér
Borgarfulltrúar í Reykjavík eiga að byrja á sjálfum sér og breyta úrvali í mötuneyti Ráðhússins áður en þeir breyta mataræði barna í skólum, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn. Grænkeri segir að velta þurfi öllum steinum til að bregðast við loftslagsvá.
30.08.2019 - 08:24
Grænkeramatur - uppskriftir úr fimmta þætti
Í nýjum grænmetismatreiðsluþáttum frá sænska sjónvarpinu elda vinkonurnar Karoline og Elenore spennandi og gómsæta rétti úr náttúrulegu hráefni úti í guðsgrænni náttúrunni. Hér eru uppskriftirnar úr fimmta þætti:
28.08.2016 - 19:00