Færslur: græningjar

Nýliðar höfðu sigur í slóvensku þingkosningunum
Frelsishreyfingin, flokkur nýliðans Roberts Golob, hafði afgerandi betur gegn Lýðræðisflokki forsætisráðherrans, Janez Janša, í þingkosningum í Slóveníu í dag. Eftir að næstum öll atkvæði hafa verið talin er Frelsishreyfingin með 34,5 prósent atkvæða gegn 23,6 prósentum Slóvenska lýðræðisflokksins.
Slóvenar kjósa sér þing í dag
Almenningur í Slóveníu gengur til þingkosninga í dag. Búist er við að baráttan standi millli Slóvenska lýðræðisflokksins, íhaldsflokks forsætisráðherrans Janez Janša og nýliðans Roberts Golob.
Skrefi nær myndun ríkisstjórnar í Þýskalandi
Flokksþing Græningja í Þýskalandi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Jafnaðarmenn og Frjálslynda demókrata.
17.10.2021 - 15:20
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.