Færslur: Grace Jones

Pistill
Listagrúppía bregður sér út á næturlífið
Fjörutíu ár eru liðin síðan fimmta stúdíó-plata jamaísku tónlistarkonunnar Grace Jones kom út. Sú heitir Nightclubbing og er í miklu uppáhaldi hjá tónlistargagnrýnanda Lestarinnar, Davíð Roach Gunnarssyni.
Fertug plata diskógyðjunnar Grace Jones
Platan Nightclubbing er 40 ára í dag, hún kom út á þessum degi 11. maí árið 1981 og er plata dagsins í Popplandi. Þetta er fimmta stúdíóplata þessarar söngkonu og lagahöfundar, sem kemur frá Jamaíku, en hún var auðvitað miklu meira en það, ofurfyrirsæta, upptökustjóri og leikkona.
11.05.2021 - 15:48
Söng dúett á móti Grace Jones óafvitandi
„Ég varð eiginlega hálfskömmustulegur. Mér fannst ekki rétt hjá Tom að gera þetta að mér forspurðum. Helvíti brattur, ég hefði getað farið í mál við hann,“ segir Þórir Baldursson tónlistarmaður um lagið „Suffer“ með Grace Jones. Hann syngur dúett á móti henni í laginu hann hafði ekki hugmynd um að það stæði til meðan á vinnslu plötunnar stóð.
29.03.2018 - 10:15