Færslur: Gosstöðvar

Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Hraunflæði ógnar gönguleiðinni
Gosið í kröftugasta gígnum á Reykjanesskaga er svo öflugt að síðasta hluta aðalgönguleiðarinnar hefur verið lokað. Eldfjallafræðingur segir að það vanti tvo til þrjá metra í að hraun renni yfir skarð á leiðinni. 
Norðlæg átt og lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi
Veðurstofan spáir norðlægri átt, víða þremur til tíu metrum á sekúndu en átta til þrettán austast á landinu fram undir kvöld. Búast má við lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi fram eftir degi en annars verður bjart með köflum.
26.04.2021 - 06:16
Skúrir eða slydduél norðan- og austanlands í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu og rigningu með köflum. Síðdegis gengur í norðan 5 til 10 og styttir upp sunnantil en búast má við skúrum eða slydduéljum norðan- og austanlands í kvöld.
25.04.2021 - 06:26
Ekkert sérstakt ferðaveður við gosstöðvarnar
Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk við veðrinu við gosstöðvarnar í dag.
18.04.2021 - 10:14
Gossvæðið opið 6-18 og rýmt klukkan 22
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18, og fyrr ef nauðsyn krefur og byrjað verður að rýma gossvæðið klukkan tíu á kvöldin.
Viðtal
Sprungur geta opnast hratt og hættulegt gas komið upp
Kvikan sem kemur upp í Geldingadalagosi er frumstæð og kemur djúpt að. Gosið gæti varað í mánuði eða ár. „Þá getur myndast keila með hrauntjörn ofan á, ekkert ósvipað því sem sést á Havaí.“ Þetta sagði Andri Stefánsson prófessor í jarðefnafræði í viðtali Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur við gosstöðvarnar fyrr í dag. Þar er ýmislegt að varast; sprungur geta opnast hratt og hættulegar gastegundir borist upp úr þeim.
23.03.2021 - 17:52