Færslur: gossprungur
Vara við áhættuhegðun á hættusvæði við gosstöðvarnar
Fólk getur verið í mikilli hættu fari það inn á hættusvæðið við gosstöðvarnar vegna atburða sem þar geta orðið. Talsvert hefur borið á að almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar í Geldingardal.
11.04.2021 - 14:25
Gos gæti byrjað á gönguleiðinni - vísindaráð vill færa
Hugsanlegt er að gossprunga opnist sunnar í Geldingadölum en þar sem nú gýs. Því leggur vísindaráð Almannavarna til að gönguleiðin þar verði færð. Nærri 40 þúsund hafa farið leiðina.
08.04.2021 - 18:45
Eldgosið að stækka til norðausturs
Þetta er áframhaldandi sprunguopnun til norðausturs, segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísindaráð Almannavarna fundar á morgun. Þar verður hættan á gosstöðvunum endurmetin.
07.04.2021 - 19:32
Gosið gæti allt eins opnast á fleiri stöðum
Nýja gossprungan sem opnaðist í nótt á gosstöðvunum er hluti af um eins kílómetra sprungu sem nær úr Geldingadölum í norðaustur. Gasmælitæki og fleira nærri gosinu eru dottin úr sambandi. Ný gönguleið hefur verið stikuð og mega þeir sem ætla að gosinu aðeins ganga þá leið.
07.04.2021 - 12:27