Færslur: Góss

„Þegar Sigurður urrar stekk ég úr búrinu“
„Ég er meira naut verandi eldri svo ég fæ meira svona „urrrr,“ segir Sigurður Guðmundsson um þau skipti sem hann og yngri bróðir hans, vinur og samstarfsfélagi Guðmundur Óskar verða ósáttir. Litli bróðir er fljótur að lúffa en oftast eru þeir mestu mátar. Þeir skipa hljómsveitina GÓSS ásamt Sigríði Thorlacius.
Mannlegi þátturinn
„Huggulegt að eiga margar mömmur“
Sigríður Thorlacius söngkona ólst upp í miklum systrafans og segist hafa verið dekrað örverpi sem leit mikið upp til systra sinna sem allar voru í kór. Hún ákvað að gera það sama og gekk til liðs við kórinn og fann hún sig svo vel í söngnum að hún ákvað að gera hann að ævistarfi sínu. Hún er að undirbúa tónleikaferð og plötuútgáfu með hljómsveitum sínum, GÓSS og Hjaltalín.
26.02.2020 - 11:13
Eins íslenskt og indælt og það verður
Platan Góssentíð með Góss er dásamleg plata, og eitthvað alveg íslenskt kjarnast í henni á eftirtektarverðan hátt. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Góss í Havarí í Konsert
Við ætlum að bjóða upp á afskaplega skemmtilegan konsert í kvöld.
02.08.2018 - 12:57