Færslur: google

Fréttaskýring
Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?
Ferðamenn lofsama The Diamond beach - Demantsströnd og The Black Sand Beach - Svörtu sandfjöruna og Google er ekki í nokkrum vandræðum með að leiðbeina þeim þangað. Íslendingar ættu kannski erfiðara með það og leitarvélin stendur á gati þegar spurt er um íslensku örnefnin yfir sömu staði; Vestri-Fellsfjöru, Breiðamerkursand eða Víkurfjöru. 
Fylgist óumbeðið með ferðum notenda
Google fylgist með ferðum notenda þótt þeir hafi stillt tæki sín þannig að staðsetning eigi að vera falin. Niðurstöður rannsóknar sýna að notendum sé ekki nægilega ljóst hversu vel er fylgst með þeim. Meira en tveir milljarðar nota Google í snjalltækjum um allan heim.
14.08.2018 - 19:23
Google tekur yfir heiminn
Flestir gera sér líklega grein fyrir stærð tölvufyrirtækisins Google þar sem leitarvél þeirra kemur við sögu í lífi margra á hverjum degi. Nú stefnir fyrirtækið að heimsyfirráðum með framleiðslu á nýjum leikjatölvum.
03.07.2018 - 09:57
Stærsta myndlistarsýning Google til þessa
Tæknirisinn Google opnaði í síðustu viku stafræna yfirlitssýningu á lífi og verkum mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Þar geta vefgestir skyggnst inn í heimili listakonunnar og virt fyrir sér verk hennar í návígi.
31.05.2018 - 09:00
Selenu minnst á forsíðu Google
Google leitarvélin frumsýndi í gær nýja forsíðustiklu þar sem mexíkósk-amerísku poppstjörnunnar Selenu Quintanilla var minnst, að því tilefni að þrjátíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu breiðskífu söngkonunnar. Morðið á Selenu vakti heimsathygli, en hún lést tuttugu og þriggja ára gömul þann 31. Mars 1995.
18.10.2017 - 18:10
Minnisblað um konur vekur hörð viðbrögð
James Damore fyrrum forritari hjá Google var rekinn nýlega vegna minnisblaðs sem hann skrifaði, en þar tjáði hann skoðanir sínar á kvenkynsstarfsmönnum tæknigeirans. Þar segir hann meðal annars að líffræðilegir eiginleikar kvenfólks útskýri hversvegna færri konur en karlar séu í tæknibransanum. Kenningar Damore og heimildir hafa verið hraktar með nokkuð öruggum hætti, en umræðan er hávær í öllum kimum tæknigeirans. Nýverið sagði forstjóri Uber af sér út af svipuðu máli.
15.08.2017 - 15:24
Starfsmaður Google rekinn vegna ummæla sinna
Búið er að reka hátt settan forritara hjá Google vegna ummæla sem hann lét falla í umdeildu minnisblaði á dögunum. Tjáði hann í minnisblaðinu þá skoðun sína að líffræðilegir eiginleikar kynjanna væru skýring þess að færri konur en karlar séu hátt settar innnan tæknigeirans, frekar en að misrétti kynjanna ráði þar för. Hann var sagður brjóta hegðunarreglur starfsmanna og honum sagt upp starfi. Framkvæmdastjóri Google, Sundar Pichai, lét starfsmenn vita af þessu með tölvupósti í dag, mánudag.
08.08.2017 - 03:30
Hneyksli innan Google vegna ummæla starfsmanns
Minnisblað frá starfsmanni bandaríska tæknirisans Google, sem sent var innan fyrirtækisins, veldur nokkru fjaðrafoki um þessar mundir, ef marka má umfjöllun BBC. Starfsmaðurinn, sem er hátt settur forritari hjá Google, tjáir í minnisblaðinu þá skoðun sína að líffræðilegir eiginleikar séu skýring þess að færri konur en karlar séu hátt settar innnan tæknigeirans, frekar en að misrétti kynjanna ráði þar för.
07.08.2017 - 01:36
Google semur um skattgreiðslur í Bretlandi
Netrisinn Google hefur samþykkt að greiða breska ríkinu 130 milljónir sterlingspunda, jafnvirði rúmlega 24 milljarða króna, vegna vangoldinna skatta. Fyrirtækið opnaði bókhald sitt fyrir breskum skattayfirvöldum eftir að hafa verið sakað um að nota bókhaldsflækjur til þess að takmarka skattgreiðslur.
23.01.2016 - 03:10
Erlent · Evrópa · google
Íslensk talgreining Google ekki í boði
Þróaðasti talgreinirinn fyrir íslenskt mál er í eigu Google og ekki er hægt að kaupa hann né heldur notkunarleyfi að honum. Sjálfseignarstofnunin Almannarómur, sem er nýstofnuð, vinnur nú að því að koma upp íslenskum máltæknibúnaði og þá talgreiningu fyrst og fremst.
20.04.2015 - 14:45
  •