Færslur: Göngur

Smit á Hofsósi gæti sett göngur í uppnám
Nokkur Covid smit komu upp um helgina í Grunnskólanum á Hofsósi. Fjölmörg heimili í byggðarlaginu eru því í sóttkví og ef fleiri smit greinast hefði það mikil áhrif á fyrirhugaðar göngur og réttir um helgina á Tröllaskaga.
14.09.2021 - 16:17
Gangnamenn fá nýjan skúr með diskóljósum og krapvél
Gangnamenn í Vatnsdal hafa komið upp þrjátíu herbergja sannkallaðri lúxusaðstöðu á Grímstunguheiði. Fjallskilastjóri segir mikinn mun að fá eigið herbergi og þurfa ekki lengur að liggja til fóta hjá drukknum bónda.
10.09.2021 - 13:00
„Kindurnar þola alveg vont veður“
Sauðfjárbændur í Svalbarðshreppi áttu ekki kost á að flýta göngum vegna vonskuveðurs sem spáð er í dag. Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi á Holti í Svalbarðshreppi, segist hafa þá trú að féð komi sér í skjól og bíði af sér veðrið, eina áhyggjuefnið sé hvort snjór fylgi veðrinu.
03.09.2020 - 08:22
Úti
Eins og að byrja hjá hobbitunum og enda í Mordor
„Ég held að það sé rosalega dýrmætt fyrir börn að kynnast landinu sínu svona. Að vera ekki í síma og ekki í tölvu heldur í núinu með náttúrunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir sem fór með hóp barna í fallega göngu í íslenskri náttúru sem börnin voru sammála að væri ekki ósvipuð ævintýraheimi Hringadróttinssögu.
19.04.2020 - 15:40
Viðtal
„Enginn fullgildur gangnamaður án talstöðvar“
Vanir gangnamenn, rösk ungmenni og kyrrsetufólk að sunnan. Svona var hópurinn sem gekksuður hlíðar Hólafjalls, innst í Eyjafirði, um liðna helgi, samansettur. Það er tekið að hausta og þá þurfa sauðfjárbændur að safna liði og sækja fé sitt á fjall. Spegilinn fór í göngur og ræddi göngur á Eyjafjarðarsvæðinu við Birgi H. Arason, fjallskilastjóra Eyjafjarðarsveitar. Hlýða má á umfjöllunina í spilaranum hér fyrir ofan.
14.09.2018 - 19:27