Færslur: göngugötur

Segir öllum heimilt að aka um göngugötur eftir miðnætti
Borgarfulltrúi Miðflokksins segir fyrir liggja að opna megi svokallaðar sumargötur fyrir bílaumferð á miðnætti, en tímabundin ráðstöfun þeirra sem göngugatna rennur þá út.
Götusóparar, vatnsbílar og stampalosarar farnir af stað
Vorhreingerning er hafin á götum og gönguleiðum í Reykjavík. Hreinsunin hefst í apríl og nær til allra hverfa borgarinnar. Byrjað er á að sópa helstu stíga, og síðan safngötur og stofnbrautir í borginni. Því næst er húsagötur sópaðar og þvegnar.
Kona með barn slapp naumlega undan bíl á göngugötu
Hársbreidd munaði að ekið yrði á konu með ungt barn á göngugötu á Laugavegi í morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þetta sýna hvað geti gerst á göngugötum þar sem engar hindranir séu fyrir bílaumferð.
Göngugötur í miðborginni til 1. maí
Meirihluti skipulags- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við borgarráð að götur í miðborginni sem hafa verið göngugötur verði það áfram, eða til 1. maí. Laugavegur milli Klapparstígs og Frakkastígs og Vatnsstígur milli Laugavegs og Hverfisgötu verða því áfram aðeins ætlaðar gangandi vegfarendum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en fulltrúi Miðflokksins sagði þetta vera „ískaldar kveðjur frá meirihlutanum.“
11.09.2020 - 11:17
Nýtt torg þar sem „hið gamla mætir hinu nýja“
Framkvæmdir við nýtt torg á Nýlendugötu í Reykjavík hefjast í sumar. Torgið verður milli Norðurstígs og Ægisgötu. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að verklok verði í október. Einnig stendur til að betrumbæta Norðurstíg, sem er með eldri götum í Reykjavík.  
12.06.2020 - 10:58
Myndskeið
Umferðin streymir um göngugötur
Töluverður misbrestur er á því að ökumenn virði skilti um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og hefur lítið dregið úr umferð. Borgarfulltrúi segist hafa trú á að þetta séu byrjunarörðugleikar og að fólk þurfi tíma til að venjast þessum breytingum.
01.06.2020 - 19:22