Færslur: Göngufólk

Allt að 70% aukning á þátttöku frá síðasta sumri
Umtalsverð aukning hefur orðið á þátttöku landsmanna í ferðir á vegum Ferðafélags Íslands í ár ef miðað er við síðasta sumar og hafa greiðandi félagsmenn aldrei verið fleiri en nú. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að víða sé verið að fara til fjalla, upp í óbyggðir og inn á hálendi.
18.07.2021 - 20:52
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Myndskeið
Ekki hægt að sleppa því að taka í kaðalinn
Fólk flykktist enn að gosstöðvunum í dag, þó að þar hafi verið kalt og hvasst og sóttvarnalæknir mælst til þess í gær að fólk léti það vera. Heldur færri voru þar þó en í gær og um klukkan fjögur voru langflestir komnir af fjalli. Gönguleiðinni inn í Geldingadali var lokað klukkan eitt og Suðurstrandarvegi líka. Sigmar Knútsson og Svandís Grétarsdóttir voru komin niður að um eitt.
Parið á Hornströndum fundið
Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun.
27.07.2020 - 08:05