Færslur: Golden Globe verðlaunin

Golden Globe-verðlaunin veitt með lítilli viðhöfn
Kvikmyndirnar «The Power of the Dog» og «West Side Story» fengu í nótt flest veigamestu verðlaunin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem að þessu sinni fór fram á netinu og var ekki send út í sjónvarpi.
Odenkirk að jafna sig á sjúkrahúsi
Heilsa bandaríska leikarans Bobs Odenkirk virðist fara batnandi en hann liggur á sjúkrahúsi eftir að hann hné niður í gær við upptökur á sjónvarpsþáttunum Better Call Saul.
Nomadland og The Crown sigurvegarar Golden Globe
Kvikmyndin Nomadland í leikstjórn Chloe Zhao var valin sú besta meðal drama-mynda á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Zhao var jafnframt verðlaunuð fyrir leikstjórn sína. The Crown hlaut fern verðlaun í flokki sjónvarpsþátta. 
Lestin
Tár, bros og gylltir hnettir
Það gekk á ýmsu á Golden Globe verðlaunaafhendingunni sem fram fór á dögunum þar sem Ricky Gervais sleppti algjörlega af sér beislinu og gekk fram af sumum gestum og áhorfendum á meðan aðrir dáðust að hispursleysi hans. Hildur okkar Guðnadóttir hreppti hnöttinn fyrir Jókerinn og gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að fá Óskarsverðlaun í næsta mánuði.
Jennifer Lopez slaufaði rauða dreglinum
Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 77. sinn í nótt og venju samkvæmt var mikið um dýrðir á rauða dreglinum. Klæðnaður margra sló í gegn en hjá öðrum þótti hann ekki alveg jafn vel heppnaður.
06.01.2020 - 14:30
Mörgum tíðrætt um skógareldana á Golden Globe
Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin í 77. sinn í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Margir verðlaunahafanna byrjuðu ræðu sína á því að sýna þeim stuðning sem berjast við skógareldana í Ástralíu.
06.01.2020 - 10:09
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Golden Globe-verðlauna
Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlist ársins í kvikmyndinni um Jókerinn.
Verðlaunamúsík og meira
Music Moves Europe Talent Award og Golden Globe
Myndskeið
Þakkaði kölska fyrir innblásturinn
Sumir þökkuðu foreldrum sínum á meðan aðrir þökkuðu kölska á Golden Globe kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Segja má að kvikmyndin Bohemian Rhapsody hafi stolið senunni í nótt.
Oprah stóð upp úr á Golden Globe
Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri hlaut fern Golden Globe verðlaun í nótt, þar á meðal sem besta kvikmyndin í flokki dramamynda. Frances McDormand þótti skara framúr í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í myndinni og Sam Rockwell hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem aukaleikari í henni. Þá hlaut Martin McDonagh verðlaun fyrir handritið að myndinni.
08.01.2018 - 04:49
Hollywood-stjörnur í svörtu
Í stað hefðbundinnar litadýrðar mæta Hollywood-stjörnurnar svartklæddar til Golden Globe verðlaunahátíðarinnar í Beverly Hills í kvöld. Með því vilja þær sýna samstöðu með þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu hátt settra karla í kvikmyndabransanum. Fjöldi karla og kvenna hefur stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu karla í hærri stöðu.
08.01.2018 - 00:43
Leikkonur klæðast svörtu til stuðnings #metoo
Golden Globe verðlaunin verða afhent á morgun en margar leikkonur hyggjast klæðast svörtu við athöfnina til að sýna samstöðu með konum sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í kvikmyndabransanum.
06.01.2018 - 16:33
Kvikmyndabransinn fer í sparifötin
Stærstu verðlaunahátíðir bandaríska kvikmyndabransans eru framundan og marka upphaf „verðlaunatímabilsins“ svokallaða sem stendur fram á vor. Fjölmiðlar um allan heim fylgjast með enda litið svo á að hátíðirnar séu uppgjör á kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu ársins sem er að líða. Nú þegar liggur fyrir hvaða titlar eru sigurstranglegir á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.