Færslur: Góðgerðarmál

Sjónvarpsfrétt
Í dag var hlaupið til góðs
Í dag átti Reykjavíkurmaraþonið að fara fram eftir að því var frestað frá 20. ágúst þegar upprunalega átti að hlaupa. Mörg góðgerðarfélög og smærri hópar og einstaklingar nýttu daginn í daginn í dag til að láta gott af sér leiða.
Mótvindur alla 318 kílómetrana
Handhjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson, formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra, lagði í gærkvöldi af stað í 400 kílómetra langa hjólaferð milli Hafnar í Hornafirði og Selfoss. Arnar sagði í samtali við fréttastofu þegar hann var staddur undir Eyjafjöllum að ferðin hafi gengið vel.
Óttarr Proppé nýr stjórnarformaður Unicef
Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, er nýr stjórnarformaður Unicef á Íslandi. Hann tók við embættinu af Kjartani Erni Ólafssyni á ársfundi félagsins í gær.
11.06.2021 - 10:06
Hlaupagarpar söfnuðu milljón fyrir Pieta-samtökin
Kynningarstjóri Píeta-samtakanna segir að um milljón krónur hafi safnast samtökunum til handa í gær. Tveir hlaupagarpar, Börkur Reykjalín Brynjarsson og Gunnar Viðar Gunnarsson efndu til áheitahlaups og hlupu 104 kílómetra hvor á 400 metra hlaupabraut á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Fjármagnið verður nýtt til að mæta auknu álagi hjá samtökunum.
24.01.2021 - 10:39
Hlupu sama hringinn 260 sinnum fyrir Pieta samtökin
Tveir hlaupagarpar hlupu í dag rúmlega hundrað kílómetra hvor til styrktar Pieta-samtökunum og létu kulda og trekk ekki á sig fá. 
23.01.2021 - 19:01