Færslur: Goðafoss

Kastljós
Segir málflutning forsvarsmanna Eimskips ótrúverðugan
Það er ekki trúverðugt þegar forsvarsmenn Eimskips halda því fram að þeir hafi ekki vitað að til stæði að rífa tvö fragtskip félagsins á hinni alræmdu indversku Alang-strönd, eins og greint var frá í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir helgi. Þetta segir Baskut Tuncak, sérstakur erindreki mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hefur það hlutverk að fjalla um áhrif af flutningi hættulegs og mengandi úrgangs til þróunarlanda.
28.09.2020 - 20:15
Eimskip hafnar ásökunum um lögbrot
Í tilkynningu sem Eimskip sendi til Kauphallarinnar í dag kemur fram að félagið hafni ásökunum sem fjallað var um í Kveik í gær um brot á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þar segir einnig að félagið hafi ekki haft upplýsingar um kæru Umhverfisstofnunar á hendur því fyrr en eftir samtal við stofnunina fyrr í dag og að stofnunin hafi ekki aflað neinna gagna frá Eimskipi vegna málsins.
25.09.2020 - 14:17
Innlent · Umhverfismál · eimskip · Kveikur · Skip · Goðafoss · Laxfoss
Kveikur
Svona losar Eimskipafélagið sig við skip
Eimskipafélag Íslands notaði alræmdan millilið til að komast fram hjá evrópskum reglum og farga tveimur risastórum gámaflutningaskipum á sandströnd við Indland. Hundrað þrjátíu og sjö hafa látist í skipaniðurrifi á ströndinni síðasta áratuginn.
24.09.2020 - 20:00
5 íslenskir fossar vinsælastir á Instagram
Fimm af þeim fossum sem dreift er mest á Instagram eru íslenskir. Niagara-foss í Kanada er langvinsælasti foss í heimi ef marka má Instagram, en hann er þó alls ekki hæstur í metrum talið.
26.10.2019 - 16:19