Færslur: Gleðiganga

„Þessir strákar dóu ekki til einskis“
Páll Óskar Hjálmtýsson minntist fallinna félaga, sem létust úr alnæmi, í þættinum Fjaðrafok sem sýndur var á RÚV á sunnudagskvöld og fjallar um sögu Gleðigöngunnar. Rifjar Palli upp þá fyrstu, sem gengin var árið 2000, og þakklætið sem hann fann þegar hann sá hvílíkur fjöldi var loksins mættur í bæinn til að styðja samkynhneigða og réttindabaráttu þeirra.
10.08.2020 - 13:37
Fyrstu gleðisporin tekin frá Hlemmi árið 2000
„Það er minna um dúskana og dúllurnar og tjullið og allt það, þó það sé líka með, en gangan er dálítið pólitísk og það er athyglisverð þróun,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður um þróun Gleðigöngunnar, sem fagnar nú 20 ára afmæli. Hrafnhildur, sem hefur myndað nær allar göngurnar, frumsýnir heimildamynd um þær um helgina.
Gleðigöngur um allt land
Gleðigangan í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Í þetta sinn verða gleðigöngur haldnar um allt land í stað einnar stórrar göngu. Þetta sagði Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, forseti Hinsegin daga, í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás tvö. 
21.06.2020 - 11:13
Gleðiganga í Færeyjum færð á netið
Ekkert verður af gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum þetta árið. Forvígisfólk hinseginfólks hefur ákveðið að fara að fjarlægðarreglum og efna heldur til nokkurra smærri viðburða og færa hátíðina sjálfa á Netið.
12.06.2020 - 23:45
Gleðiganga í Istanbúl þrátt fyrir bann
Baráttufólk fyrir málefnum hinsegin fólks í Istanbúl í Tyrklandi lét bann borgaryfirvalda ekki koma í veg fyrir gleðigöngu og fór hún fram í dag. Talið er að um þúsund manns hafi tekið þátt í henni en göngunni lauk þegar lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum.
01.07.2018 - 18:54
Heiðursgestir á Gleðigöngu í Færeyjum
Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hennar Jónína Leósdóttir voru heiðursgestir í Gleðigöngunni í Færeyjum í dag þar sem um sex þúsund manns tóku þátt. Jóhanna segir að bylting hafi orðið í afstöðu Færeyinga til hinsegin fólks, síðan þær Jónína komu þangað árið 2010.
27.07.2017 - 22:09