Færslur: Gleðiganga

Myndskeið
Tár, bros og hælaskór - gleðin við völd í miðbænum
Mikill fjöldi stuðningsfólks hinsegin samfélagsins á Íslandi fagnaði fjölbreytileikanum í miðborg Reykjavíkur, með þátttöku í Gleðigöngunni í blíðskaparveðri í dag. Gangan er hápunktur Hinsegin daga, eða Reykjavík Pride-hátíðarinnar, sem hófst í byrjun vikunnar.
Viðrar ágætlega til gleðigöngu
Spár gera ráð fyrir hægri breytilegri átt og skýjaveðri á landinu í dag en lítisháttar vætu sums staðar. Bjartviðri norðaustanlands þó fyrri part dagsins í dag.
06.08.2022 - 09:06
Sjónvarpsfrétt
Metfjöldi í gleðigöngu í Lundúnum
Tugir þúsunda taka þátt í gleðigöngum víðs vegar um Bretland um helgina. Yfir milljón manns mættu í gönguna í Lundúnum í dag. Fimmtíu ár eru liðin síðan fyrsta gangan þar var haldin. 
02.07.2022 - 19:30
Erlent · Bretland · London · Gleðiganga · LGBTQ · Jafnrétti
Argentína
Fagna framförum en hvetja stjórnvöld til frekari dáða
Þúsundir Argentínumanna fögnuðu í gær þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinseginfólks og kvenna í landinu. Hátíðahöldin stóðu klukkustundum saman í miðborg Buenos Aires og höfðu á sér glaðlegan blæ enda 30. gleðigangan í borginni.
Ungverjaland
Fjöldi í gleðigöngu – mótmæla umdeildum lögum
Fjöldi fólks kom saman í Búdapest í Ungverjalandi í dag þar sem nú fer fram gleðiganga. Nýlega tóku lög gildi í landinu sem þykja þrengja mikið að réttindum hinsegin fólks. Samkvæmt nýju lögunum er bannað að birta myndir af hinsegin fólki í bókum og sjónvarpsefni fyrir 18 ára og yngri.
24.07.2021 - 14:38
Sjónvarpsfrétt
Gleði og litadýrð á fyrstu hinseginhátíð Vesturlands
Gleði og litadýrð einkenndu mannfjöldann sem streymdi um Borgarnes í dag. Hinseginhátíð Vesturlands og gleðigangan fóru nú fram í fyrsta skiptið, á vegum nýstofnað hinseginfélags Vesturlands. Systurnar Guðrún Steinunn og Bjargey Anna Guðbrandsdætur eru einar af skipuleggjendum hátíðarinnar og stofnendum félagsins.
10.07.2021 - 21:16
Gleðigangan stöðvuð í Istanbúl eitt árið enn
Hundruð söfnuðust saman í Istanbúl í Tyrklandi í dag og freistuðu þess að ganga gleðigöngu um borgina til að fagna fjölbreytileikanum, mótmæla vaxandi fordómum í garð hinseginfólks í Tyrklandi og berjast fyrir réttindum sínum, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu afturkallað leyfi fyrir göngunni á síðustu stundu. Lögregla beitti táragasi á göngufólk og tugir voru handteknir, þar á meðal ljósmyndari AFP-fréttastofunnar.
27.06.2021 - 00:27
Einn dáinn eftir að bíl var ekið á gleðigöngu í Flórída
Að minnsta kosti einn er látinn og annar illa slasaður eftir að litlum vörubíl var ekið á hóp fólks við upphaf gleðigöngu í Florida á laugardagskvöldið. Ökumaðuirnn er í haldi lögreglu.
20.06.2021 - 06:41
„Þessir strákar dóu ekki til einskis“
Páll Óskar Hjálmtýsson minntist fallinna félaga, sem létust úr alnæmi, í þættinum Fjaðrafok sem sýndur var á RÚV á sunnudagskvöld og fjallar um sögu Gleðigöngunnar. Rifjar Palli upp þá fyrstu, sem gengin var árið 2000, og þakklætið sem hann fann þegar hann sá hvílíkur fjöldi var loksins mættur í bæinn til að styðja samkynhneigða og réttindabaráttu þeirra.
10.08.2020 - 13:37
Fyrstu gleðisporin tekin frá Hlemmi árið 2000
„Það er minna um dúskana og dúllurnar og tjullið og allt það, þó það sé líka með, en gangan er dálítið pólitísk og það er athyglisverð þróun,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður um þróun Gleðigöngunnar, sem fagnar nú 20 ára afmæli. Hrafnhildur, sem hefur myndað nær allar göngurnar, frumsýnir heimildamynd um þær um helgina.
Gleðigöngur um allt land
Gleðigangan í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Í þetta sinn verða gleðigöngur haldnar um allt land í stað einnar stórrar göngu. Þetta sagði Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, forseti Hinsegin daga, í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás tvö. 
21.06.2020 - 11:13
Gleðiganga í Færeyjum færð á netið
Ekkert verður af gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum þetta árið. Forvígisfólk hinseginfólks hefur ákveðið að fara að fjarlægðarreglum og efna heldur til nokkurra smærri viðburða og færa hátíðina sjálfa á Netið.
12.06.2020 - 23:45
Gleðiganga í Istanbúl þrátt fyrir bann
Baráttufólk fyrir málefnum hinsegin fólks í Istanbúl í Tyrklandi lét bann borgaryfirvalda ekki koma í veg fyrir gleðigöngu og fór hún fram í dag. Talið er að um þúsund manns hafi tekið þátt í henni en göngunni lauk þegar lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum.
01.07.2018 - 18:54
Heiðursgestir á Gleðigöngu í Færeyjum
Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hennar Jónína Leósdóttir voru heiðursgestir í Gleðigöngunni í Færeyjum í dag þar sem um sex þúsund manns tóku þátt. Jóhanna segir að bylting hafi orðið í afstöðu Færeyinga til hinsegin fólks, síðan þær Jónína komu þangað árið 2010.
27.07.2017 - 22:09