Færslur: Glæpasögur

Besta glæpasaga ársins „myrk og spennuþrungin“
Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur er handhafi glæpasagnaverðlaunanna blóðdropans þetta árið. Verðlaunin hlýtur hún fyrir bók sína Farangur sem hlaut einróma lof dómnefndar.
25.03.2022 - 04:40
Styttist óðum í frumsýningu glæpaþáttanna TROM
Stutt er í að þáttaröðin TROM verði aðgengileg áhorfendum en frumsýning er fyrirhuguð í febrúar. BBC hefur orðið sér úti um sýningarréttinn að þáttaröðinni sem gerist í Færeyjum. Það eru þau dönsku REinvent Studios sem framleiða þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi.
Myndskeið
Kvenkyns rithöfundur reyndist vera þrír karlmenn
Spænski bókmenntaheimurinn varð fyrir nokkru áfalli þegar í ljós kom að glæpasagnahöfundurinn Carmen Mola reyndist allt önnur en talið var. Þetta kom í ljós þegar hin virtu Planeta-bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Barcelona á föstudaginn var.
18.10.2021 - 10:09
Erfiðara að selja húsin sem fólk telur reimt í
Þegar Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og rithöfundur var starfsmaður á Morgunblaðinu tók hún viðtal við fasteignasala sem fullyrti að það gæti verið snúið að selja hús ef sögur færu af draugagangi í þeim. Það varð að hluta kveikjan að nýjust glæpasögu hennar, Húsi harmleikja.
Leikara leitað fyrir færeysku þáttaröðina TROM
Framleiðendur færeysku glæpaþáttaraðarinnar TROM hyggjast taka til við að velja leikara í öll helstu hlutverk, stór og smá, snemma árs 2021. Vonast er til að tökur hefjist næsta vor eða sumar og verði lokið í júní 2021.
Klisjum um norðrið markvisst beitt sem markaðstæki
Út er komið metnaðarfullt greinasafn um sterka stöðu norrænu glæpasögunnar á alþjóðavettvangi. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, annar ritstjóra bókarinnar, segir að áhugi umheimsins hafi haft áhrif á hvernig Norðurlandaþjóðirnar líta sjálfar á eigin glæpasögur.
Enginn er syndlaus og syndin er víða
Eldum björn er glæpasaga – en afskaplega langt frá því að vera notalegur reyfari þar sem illvirkjarnir fá makleg málagjöld og heimurinn verður aftur góður í sögulok. Glæpir þeir sem skáldsagan tíundar eru raunar margir og vonska fólks tekur á sig ýmsar myndir en verst er illskan þegar hún bitnar á þeim sem síst skyldi, á börnum, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Svör við óleystum gátum í dauðadjúpum sprungum
Hraungjótur á Íslandi eru hyldýpi sem samkvæmt almannarómi geyma ýmsar beinagrindur. Í Tíbrá Ármanns Jakobssonar finnst lík í hraunsprungu, en það hefði sjálfsagt aldrei fundist ef sérstakar aðstæður hefðu ekki komið til. Undirliggjandi er sá óþægilegi grunur að í hraungjótum landsins megi finna svör við ýmsum óleysum gátum, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Allir taka frásögn sálfræðingsins með fyrirvara
Meðal vinsælustu glæpasagna síðustu missera hafa verið þær sem fjalla um konur sem lenda í skelfilegum hremmingum en er ekki trúað þegar þær leita hjálpar. Þerapistinn eftir Helene Flood fellur eins og flís við rass í þennan flokk sagna segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Færeyska glæpaþáttaröðin TROM fær fé frá landsstjórn
Líkur hafa á ný aukist á að færeyska glæpaþáttaröðin TROM verði kvikmynduð í Færeyjum. Landsstjórnin hefur haldið að sér höndum um fjármögnun þannig að um tíma leit út fyrir að upptökur yrðu á Íslandi í staðinn.
Ekki enn útilokað að kvikmynda Trom í Færeyjum
Helgi Abrahamsen, umhverfis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyja segist nú vera áfram um að sjónvarpsþáttaröðin Trom verði kvikmynduð þar í landi.
Glæparöðin Trom tekin upp á Íslandi
Sjónvarpsþáttaröðin TROM verður að mestu tekin upp á Íslandi. Þættirnir byggja á skáldsögum færeyska rithöfundarins Jógvans Isaksen og til stóð að taka þá upp í Færeyjum.
Færeysk glæpasería í burðarliðnum
Nú ætla Færeyingar að hasla sér völl í gerð glæpaþátta. Þáttaröðin TROM sem byggir á bókum Jógvans Isaksen um rannsóknarblaðamanninn Hannis Martinsson verður dýrasta kvikmyndaverkefni sem Færeyingar hafa lagt í hingað til.
24.06.2020 - 02:19
Morgunútvarpið
Sigurjón eignast kvikmyndaréttinn að Tíbrá 
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur tryggt sér réttinn að glæpasögunni Tíbrá eftir Ármann Jakobsson. Bókin er þriðja glæpasaga Ármanns en hún var gefin út af bókaútgáfunni Bjarti á dögunum.
Pistill
Í skapandi óreiðu Weimar-lýðveldisins
Næstkomandi sunnudag hefst sýning á þýsku þáttaröðinni Babýlon Berlín á RÚV og verður fróðlegt að fylgjast með henni, hún mun vera dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið á öðru máli en ensku og einnig hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. En það er þó ekki þáttaröðin sjálf sem hér er til umfjöllunar, heldur reyfararnir sem að baki standa, en það er óhætt að telja þá til mestu metsölubóka á þýskum markaði undanfarinn áratug.
01.03.2019 - 13:02
Yrsa og Ragnar stofna ný glæpasagnaverðlaun
Svartfuglinn kallast ný glæpasagnaverðlaun sem rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson hafa stofnað til í samvinnu við bókaútgáfuna Veröld. Á þriðja tug handrita bárust í keppnina. Frestur til að senda inn efni rann út um áramót.

Mest lesið