Færslur: Gjörningalist

Viðtal
Miðlar ekki málum í listinni
„Hugmyndirnar láta mig ekki í friði fyrr en ég klára þær,“ segir Anna Richardsdóttir gjörningalistakona. Hún hefur flutt verk sín víða um heim og saman mynda þau sérlega litríkan feril.
07.04.2021 - 12:57
Lestin
„Hún er rosalega bjánalegt fyrirbæri“
„Ég á svolítið erfitt með endurtekningar og hefðir og fannst tilvalið að brjótast út úr því,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmaður sem vakti athygli við hátíðahöld á Austurvelli 17. júní þegar hann hélt sína eigin fjallkonuræðu af svölum í Pósthússtræti. Lögreglan stöðvaði hann eftir rétt um tvær mínútur.
19.06.2020 - 13:59
Myndskeið
Vítamínsprauta í formi gjörninga
A! gjörningahátíð hófst á Akureyri í fimmta sinn á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Hátt í 30 listamenn sýna tuttugu gjörninga víðsvegar um bæinn og Eyjafjörð.
11.10.2019 - 17:20
Áhugaverð tilraun í skemmtilegri sýningu
„Um er að ræða fjölbreytta og skemmtilega sýningu sem nær að draga fram hæfileika Unnar bæði sem flytjanda og listræns stjórnanda,“ segir sviðslistarýnir Víðsjár um aðra seríu listahátíðarinnar Ég býð mig fram.
02.03.2019 - 10:00
Rotvarnarefni gjörningasögunnar
„Leifarnar er að finna í svokölluðu gjörningaarkífi. Reyndar má færa rök fyrir því að safnið sé í raun að nota rotvarnarefni á gjörningana. Önnur hringrás, annar kleinuhringur. Kynslóðir að hringast um hvor aðra, ögrandi og lærandi af hvort öðru. Kannski er Nýló meira eins og súrdeigsmamma.“ Bára Bjarnadóttir sendi Víðsjá skilaboð frá Nýlistasafninu í tilefni af 40 ára afmæli safnsins.
08.04.2018 - 10:00
„Lifum enn á tímum nornaveiða“
„Ég hef þó áhyggjur af því að tíska femínismans verði að vöru sem hægt er að selja – verði að slagorði án raunverulegra pólitískra breytinga,“ segir The Famous Lauren Barri Holstein, sem sýndi verk sitt, Notorious, á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody‘s Spectacular í Reykjavík um helgina.
Helgarviðtalið
„Nú á ég bleika Crocs-skó“
„Það sem breytti lífi mínu var þegar mér var sagt upp á lestarstöð í Berlín,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir skáld og helmingur gjörningatvíeykisins Wunderkind Collective. Hún sendi á dögunum frá sér sína aðra ljóðabók, Flórída, og fagnar útgáfunni í Mengi á þriðjudag.
Gefur listinni blóð
Ítalski gjörningalistamaðurinn Franko B var staddur hér á landi síðustu tvær vikur, og stýrði 10 daga vinnubúðum sem meistaranemar í sviðslistadeild Listaháskóla Íslands tóku þátt í. Víðsjá leit við og ræddi við Franko.
05.05.2017 - 16:01