Færslur: Gjörgæsludeild Covid Landspítali

Erfið staða á Landspítala vegna skorts á legurýmum
Staðan á Landspítalanum er enn erfið þótt faraldurinn sé að þróast í rétta átt, segir Runólfur Pálsson forstjóri. Gríðarlegur skortur sé á legurýmum. Á bráðamóttöku bíði hátt í 30 manns á hverjum degi eftir því að leggjast inn á spítalann.
Sjónvarpsfrétt
Allt að 90 verða inniliggjandi vegna covid
Landspítalinn býst við að allt að níutíu manns verði inniliggjandi vegna covid eftir hálfan mánuð. Fjöldinn varð mestur í apríl í fyrra þegar tólf covid-sjúklingar voru á gjörgæslu. Sjúklingur smitaður af omíkron-afbrigðinu hefur legið á gjörgæslu.
Fimm á gjörgæslu og allir í öndunarvél
Fimm sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19 og þeir eru allir í öndunarvél. Þá fjölgar um einn sem þarf öndunarvél frá í gær. Þetta kemur fram á vef spítalans. Það hafa ekki fleiri þurft á öndunarvél að halda vegna Covid-veikinda síðan í ágúst.
Sjónvarpsfrétt
Þrír hópar óbólusettra sjúklinga
Óbólusettir covid-sjúklingar sem liggja á Landspítalanum eru einkum ungir karlmenn, erlent verkafólk og yfirlýstir andstæðingar bólusetninga. Yfirvöld reyna að ná sérstaklega til þeirra sem hafa síður aðgang að bólusetningu í heimalandi sínu. 
Hátt í 500 símtöl — „orðin frekar framlág“
„Þetta eru kannski 300 símtöl í dag, fyrir utan þá sem eru nýgreindir,“ segir Sólveig Hólmfríður Sverrisdóttir, deildarstjóri covid-göngudeildarinnar, sem hefur eftirlit með öllum sem greinast. Smit gærdagsins voru 167.„Þetta gætu orðið 4-500 símtöl.“ Um tuttugu eru flokkaðir sem gulir og þurfa því nánara eftirlit. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið fengnir til að aðstoða með símtölin.
Íhuga að færa Landspítalann yfir á hættustig
Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans íhuga að færa viðbúnaðarstig spítalans yfir á hættustig. Skólastarf á Akranesi hefur legið niðri vegna fjölda smita í bænum.
Litli drengurinn laus af gjörgæslu
Tveggja ára drengurinn sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid er á batavegi og ekki lengur á gjörgæslu. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina.
Sjúklingur á sextugsaldri lést af völdum COVID-19
Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala af völdum COVID-19 í gær. Þetta kom fram í tilkynningu frá spítalanum í morgun. Þetta er annað andlátið vegna COVID-19 á tveimur dögum og jafnframt annað andlátið í þessari fjórðu bylgju faraldursins.
Stjórn LSH svarar fullyrðingum Félags sjúkrahúslækna
Framkvæmdastjórn Landspítalans gerir athugasemdir við hluta þeirra fullyrðinga sem Theodór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna, hefur sett fram að undanförnu. Stjórnin gerir sérstaklega athugasemdir við ummæli um mönnun á gjörgæsludeildum spítalans og umbunarmál og kjör starfsmanna. Hún segir ekki rétt að fjölgað hafi verið í stjórnendahópi á Landspítalanum.
Sjónvarpsfrétt
Vandi LSH fyrst og fremst mönnunarvandi
Heilbrigðisráðherra segir að vandi Landspítalans felist fyrst og fremst í að manna stöður. Þar sé bæði nægt pláss og fjármagn.
124 smit en fækkar á sjúkrahúsi
124 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 54 utan sóttkvíar eða 43% prósent smitaðra. 25 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er fimm sjúklingum færra en í gær. Fimm eru á gjörgæsludeild, en þeir voru sex í gær.
64 smit í gær og fækkar á gjörgæslu
64 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 38 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. 31 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er einum færra en í gær. 6 eru á gjörgæsludeild, en þeir voru 7 í gær.
Sjónvarpsfrétt
„Ekkert endilega búin að sjá toppinn á kúrfunni ennþá“
245 hafa greinst með covid innanlands á síðustu tveimur dögum. Yfirlögregluþjónn segir að toppi kúrfunnar sé líklega enn ekki náð. Einn óbólusettur er á gjörgæslu. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala býst við að fleiri verði lagðir inn næstu daga og segir sífellt stærri hluta starfsfólks spítalans upptekinn af að sinna faraldrinum.
Sjónvarpsfrétt
Starfsfólk LSH langþreytt og langar að vera í fríi
Deildarstjóri covid-göngudeildarinnar segir að bregðast þurfi við langvarandi manneklu á spítalanum. Starfsfólk sem hafi verið kallað úr sumarfríi til að sinna fjórðu bylgjunni sé orðið langþreytt. Tveir covid smitaðir voru lagðir inn á spítalann í dag.
Dánartíðni á gjörgæslu í faraldrinum með því lægsta
Dánartíðni á gjörgæslu vegna covid-sýkinga hér á landi er með því lægsta sem gerist í heiminum og setur Ísland í sérstöðu. Nágrannalöndin eru að nálgast þá tíðni sem verið hefur hér frá því faraldurinn braust út.