Færslur: Gjörgæsludeild
Meira um að eldra fólk smitist
Þrettán covid-sjúklingar eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri sem með því mesta sem verið hefur þar. Framkvæmdastjóri lækninga segir að nú sé eldra fólk að smitast í meira mæli en áður og það útskýri fleiri innlagnir.
14.03.2022 - 15:53
Þung staða vegna smita á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Staðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri er slæm, segir framkvæmdastjóri lyflækninga þar. Tólf eru nú inniliggjandi með covid og hafa aldrei verið fleiri.
07.03.2022 - 15:26
Covid-sjúklingum fjölgar á Landspítala
45 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19, en það eru sex fleiri en í gær. Sjö eru á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél, sem er sama staða og var á gjörgæslu í gær. Af þeim sjö eru fimm óbólusettir og tveir sem hafa fengið að minnsta kosti eina bólusetningu.
12.01.2022 - 10:09
Taka tvöfaldar vaktir til þess að anna álagi
Margir hjúkrunarfræðingar taka ítrekað tvöfaldar vaktir á Landspítala til þess að anna álagi á spítalanum. Aníta Aagestad hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala á Hringbraut, segir starfsfólk oft lengja vaktirnar til þess að ná að sinna sjúklingum og skilja ekki samstarfsfólk sitt eftir á kafi í verkefnum.
03.01.2022 - 20:35
Yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19
Alls liggja nú yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19 sem er mesti fjöldi frá því 1. mars síðastliðinn. Smitum fjölgar mjög á Bretlandseyjum af völdum omíkron-afbrigðisins.
30.12.2021 - 01:40
Fimm á gjörgæslu og allir í öndunarvél
Fimm sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19 og þeir eru allir í öndunarvél. Þá fjölgar um einn sem þarf öndunarvél frá í gær. Þetta kemur fram á vef spítalans. Það hafa ekki fleiri þurft á öndunarvél að halda vegna Covid-veikinda síðan í ágúst.
07.12.2021 - 18:56
Skurðaðgerðum ítrekað frestað - „Verðum að leysa þetta“
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, segir að ítrekað þurfi að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum vegna álags á spítalanum. Hann segir stöðuna á gjörgæsludeild vera hörmulega og aðeins sé tímaspursmál hvenær sjúklingur láti lífið vegna langrar biðar eftir skurðaðgerð.
15.11.2021 - 10:58
Enginn í öndunarvél vegna COVID-19
Enginn er nú í öndunarvél vegna COVID-19 á Landspítala. Í gær var einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél. Alls eru nítján sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með veiruna og þar af þrír á gjörgæslu. Inniliggjandi sjúklingum hefur því fjölgað um þrjá frá því í gær, en sami fjöldi er á gjörgæslu. Fjórar innlagnir voru vegna veirunnar í gær.
13.11.2021 - 15:56
Sjúklingur á sextugsaldri lést af völdum COVID-19
Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala af völdum COVID-19 í gær. Þetta kom fram í tilkynningu frá spítalanum í morgun. Þetta er annað andlátið vegna COVID-19 á tveimur dögum og jafnframt annað andlátið í þessari fjórðu bylgju faraldursins.
27.08.2021 - 08:51
Stjórnendur og ráðamenn hlusti ekki á starfsfólk LSH
Formaður Félags sjúkrahúslækna gagnrýnir harðlega að slæm staða Landspítalans sé sögð stafa af mönnunarvanda en ekki fjárskorti. Fækka hafi þurft rýmum á gjörgæsludeild í vor vegna sparnaðarkröfu. Þá hafi ekki allir hjúkrunarfræðingar sem sóttu þar um starf verið ráðnir. Hann segir að ekki sé hlustað á sjónarmið starfsfólks sem þó viti best hvernig staðan sé.
22.08.2021 - 17:54
Þarf átak til að manna viðkvæmustu deildirnar
Fjármálaráðherra tekur undir að mikið brottfall úr heilbrigðisstéttum megi að hluta rekja til launakjara. Það skýri hins vegar ekki mönnunarskort á gjörgæsludeildum.
21.08.2021 - 17:41
„Staðan nálgast neyðarástand“
„Staðan á Landspítala nálgast neyðarástand núna“ sagði Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Spurður um muninn á veikindum Covid smitaðs fólks í þessari bylgju samanborið við fyrri bylgjur, sagði Tómas veikindin mjög svipuð og inniliggjandi sjúklingar væru margir mjög veikir.
14.08.2021 - 10:12
Svíar leita aðstoðar við mönnun sjúkrahúsa í sumar
Félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Lena Hallengren, á í viðræðum við dönsk og norsk yfirvöld um aðstoð við mönnun sjúkrahúsa í sumar vegna þess álags sem skapast hefur af völdum kórónuveirufaraldursins.
29.05.2021 - 09:02
Minnst 23 látin eftir sjúkrahúsbruna í Bagdad
Að minnsta kosti tuttugu og þrjú eru látin eftir að eldur kviknaði í gjörgæsludeild fyrir kórónuveirusjúklinga í Bagdad höfuðborg Írak. Um fimmtíu eru talin hafa slasast í eldsvoðanum.
25.04.2021 - 02:10
Allir COVID-sjúklingar á gjörgæslu eru í öndunarvél
Allir þeir sem eru á gjörgæsludeild Landspítala vegna COVID-19 eru í öndunarvél. Samtals eru nú 15 sjúklingar á spítalanum með sjúkdóminn, þar af þrir á gjörgæslu.
05.10.2020 - 14:29
COVID: Tvöfalt fleiri karlar en konur á gjörgæslu
Tvöfalt fleiri karlar en konur hafa þurft að leggjast inn á gjörgæsludeild Landspítalans af völdum kórónuveirunnar. Karlar verða yfirleitt meira veikir af völdum smitsjúkdóma segir sóttvarnalæknir. Nærri því jafnmargar konur og karlar hafa greinst með COVID-smit en sýni hafa verið tekin úr fleiri konum en körlum.
25.04.2020 - 12:45
Ganga ekki svo langt að skikka fólk í vinnu
Stjórnendur Landspítala hafa beðið gjörgæsluhjúkrunarfræðinga í sumarfríi að koma til vinnu. Þetta er liður í aðgerðaráætlun til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild spítalans. Staðgengill forstjóra segir ekki hafa verið gengið svo langt að nýta heimild til að skikka fólk í fríi á vakt.
24.07.2019 - 18:53