Færslur: gjaldþrot

14 milljarða þrot fyrrum félags Björgólfs og Róberts
Skiptum á þrotabúi Mainsee Holding ehf. er lokið án þess að nokkuð hafi fengist upp í lýstar kröfur upp á tæplega fjórtán milljarða króna.
Bresk verslanakeðja gjaldþrota
Sextán þúsund manns eiga á hættu að missa vinnuna eftir að breska dagvöruverslanakeðjan McColl's var tekin til gjaldþrotaskipta í dag. Endurskoðunarskrifstofunni PwC hefur verið falið að annast skiptin. Þar á bæ verður hafist handa við fyrsta tækifæri við að leita að kaupanda að fyrirtækinu.
06.05.2022 - 14:50
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
290 milljóna króna gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins
Alls fengust rúmar 3,7 milljónir króna upp í kröfur í þrotabú Skelfiskmarkaðarins, en alls hafði kröfum upp á 295 milljónir verið lýst í búið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
07.07.2021 - 13:56
Lítið fékkst upp í kröfur hjá Capacent
Skiptum á þrotabúi Capacent er lokið og lítið fékkst upp í lýstar kröfur í búið. Einungis 5,42 prósent fengust upp í forgangskröfur en ekkert upp í almennar kröfur.
03.06.2021 - 10:25
Samgöngustofa tekin til bæna vegna falls WOW air
Samgöngustofa veitti samgönguráðuneytinu misvísandi upplýsingar um fjárhagseftirlit með flugfélaginu WOW air. Þegar ráðuneytið sendi samgöngustofu skýr fyrirmæli um sérstakt eftirlit í september 2018 sagðist Samgöngustofa þá þegar vera að vinna að slíku að mati þótt það hefði ekki hafist fyrr en tveimur vikum seinna. „Ótækt er að stofnun veiti ráðuneyti sínu svo misvísandi upplýsingar ekki síst þegar ástandið er jafn viðkvæmt og raun bar vitni.“
14.04.2021 - 18:43
Cameron í kröppum dansi
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.
11.04.2021 - 21:27
Gamla Eimskip tekið til gjaldþrotaskipta
Félagið A1988 hf., sem var stofnað utan um nauðasamninga gamla Eimskipafélagsins, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.
Prentsmiðjan Ásprent Stíll tekin til gjaldþrotaskipta
Prentsmiðjan Ásprent Stíll á Akureyri verið tekin til gjaldþrotaskipta og fékk starfsfólk ekki greitt út laun núna um mánaðamótin. Vikublaðið, Dagskráin og Skráin, sem Útgáfufélagið gefur út og prentuð eru í Ásprent, munu koma út áfram. Starfsmenn Ásprents-Stíls eru tæplega 20.
03.02.2021 - 10:31
Ferðaþjónustan fjögur ár að jafna sig eftir kreppuna
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að útlit sé fyrir að gjaldþrot í greininni verði færri en óttast var.
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vegna bakaríiskeðjunnar Jóa Fel, sem Jóhannes Felixsson rekur. 
24.09.2020 - 15:01
Gjaldþrotum virkra fyrirtækja fjölgaði um 42 prósent
Virk fyrirtæki sem fóru í gjaldþrot á tímabilinu apríl til júlí á þessu ári voru 42 prósentum fleiri en á síðasta ári. 285 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á tímabilinu og 153 þeirra voru virk á síðasta ári.
27.08.2020 - 09:30
Engar eignir upp í 36 milljarða gjaldþrot 2009
Engar eignir fundust í þrotabúi ferðasamsteypunnar Northern Travel Holding en tæplega 36 milljarða kröfum var lýst í þrotabúið. Félagið sem var í eigu Sunds, FL Group og Fons, sem var félag í eigu Pálma Haraldssonar, var stofnað 2006 og varð gjaldþrota árið 2009. Auglýsing þessa efnis var birt í Lögbirtingablaðinu í gær, tæpum fjórum árum eftir að skiptum lauk í búið.
19.08.2020 - 09:28
Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.
Fá engin laun, engan uppsagnarfrest og engar bætur
Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Sternu Travel hefur ekki fengið greidd laun síðan í febrúar og sumt hefur þurft að bíða enn lengur. Eiganda fyrirtækisins tókst að afturkalla úrskurð um gjaldþrot og þar með á starfsfólkið ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en að loknum uppsagnarfresti.
12.06.2020 - 12:28
Flest gjaldþrot í ferðaþjónustu og byggingariðnaði
88 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl. Af þeim voru 48 með virka starfsemi í fyrra, sem er 60 prósent meira en á sama tíma í fyrra. Flest fyrirtækin voru í byggingariðnaði eða tengd ferðaþjónustu.
08.06.2020 - 13:42