Færslur: Gjaldskrá

Launahækkanir á móti sköttum og gjaldskrárbreytingum
Samningsbundnar launahækkanir taka gildi um áramótin og persónuafsláttur hækkar. Á móti kemur að hinar ýmsu hækkanir verða á gjöldum og þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga.
01.01.2022 - 18:36
Mýs maula á ljósleiðara í Hrunamannahreppi
Ljósleiðarakerfið í Hrunamannahreppi hefur bilað tvisvar vegna ágangs músa sem virðast sækjast í einangrunina utan um þráðinn. Sveitarstjóri telur að bregðast þurfi frekar við áganginum þótt tekist hafi að bregðast við bilununum.
19.11.2021 - 01:20
Úrskurðarnefnd snuprar Dalabyggð
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi gjaldtöku Dalabyggðar fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa. Ástæðan er sú að Dalabyggð birti ekki gjaldskrána í Stjórnartíðindum fyrr en eftir að búið var að leggja gjaldið á. 
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.
Myndskeið
Sorphirðugjöld hækka mikið - dýrara í sund og leikskóla
Sorphirðugjald í Reykjavík hækkar mikið um áramótin. Þá verður dýrara að eiga barn í leikskóla og að fara í sund. Önnur gjöld lækka á sama tíma.
29.12.2020 - 19:33