Færslur: Gistinætur

Aldrei hafa fleiri Íslendingar farið úr landi í maí
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 112 þúsund í maí. Aldrei hafa fleiri Íslendingar yfirgefið landið í maímánuði.
10.06.2022 - 09:36
Sexfalt fleiri gistinætur nú í mars en var í fyrra
Gistinætur á íslenskum hótelum voru sexfalt fleiri í mars en á sama tíma í fyrra. Einkum má rekja þá breytingu til erlendra ferðamanna en Íslendingar sækja enn mikið í dvöl á hótelum og öðrum gistihúsum.
11.04.2022 - 05:00
Gistinóttum fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021
Gistinóttum á öllum gerðum skráðra gististaða fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021. Fjórir af hverjum tíu gestum voru Íslendingar sem keyptu sér samtals tvær milljónir nótta á gististað í fyrra.
Fimmfalt fleiri keyptu gistingu í september
Fimmfalt fleiri greiddu fyrir gistingu á ýmiskonar gististöðum hérlendis í september, en á sama tíma í fyrra, er fram kemur í nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir það virðist ferðaþjónusta ekki alveg komin í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn, því gistinætur í mánuðinum voru 15% færri en árið 2019. Greiddar gistinætur í nú í september voru 698.000 en á sama tíma fyrra voru þær aðeins 143.000.
29.10.2021 - 14:00
Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 170%
Miðað við bráðabirgðatölur fyrir júlímánuð má ætla að gistinætur á hótelum í júlí hafi verið um 364.100. Þar af voru gistinætur Íslendinga um 109.600 og gistinætur útlendinga um 254.500.
10.08.2021 - 10:33
Tvöfalt fleiri gistinætur í maí á þessu ári
Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í maí síðastliðnum jukust um 104,0% samanborið við maí ári 2020. Þar af jukust gistinætur á hótelum um 173,6%, um 55,6% á gistiheimilum og um 51,6% á öðrum tegundum skráðra gististaða, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.
8,3 prósent hótelherbergja nýtt í nóvember
Gistinætur á Íslandi í nóvember voru 92 prósentum færri en í nóvember í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 93 prósent, um 85 prósent á gistiheimilum og um 88 prósent á öðrum tegundum gististaða eins og farfuglaheimilum og orlofshúsum. Þetta sýna nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birti í morgun.
22.12.2020 - 11:24
Gistinóttum útlendinga fækkaði um 98 prósent í nóvember
Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands gefa til kynna að gistinætur útlendinga hafi verið 98 prósentum færri í nóvember í ár en í nóvember í fyrra. Samkvæmt þeim voru gistinætur útlendinga um 7.000 í mánuðinum og Íslendinga um 17.000.
08.12.2020 - 09:29