Færslur: Gísli Marteinn

Morgunútvarpið
Hlegið og dansað fram á rauða nótt  
„Ég held að innst inni hafi Lovísa Elísabet og Systurnar verið orðnar alveg sáttar við að færa Evrópu bara fallegt lag,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, þulur í útsendingunni á Eurovision. Þau hafi ekki endilega búist við að komast áfram en fögnuðu innilega þegar það gerðist og dansað var fram á rauða nótt.
11.05.2022 - 12:00
Vikan
„Hvað gerðist þessa örlagaríku nótt í Borgarnesi?“
Hvað gerðist í raun þegar atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin í Borgarnesi sem varð til þess að þau voru talin aftur? Hve margir gátu tekið Instagram-myndir innan um kjörseðlana? Sigursteinn Másson fer yfir málið í Vikunni með Gísla Marteini.
Vikan með Gísla Marteini
Skrautlegustu augnablikin úr kófinu
Margir rugluðu saman orðunum samkomubann og samgöngubann, Kári Stefánsson hafði margt að segja og orðið fordæmalaust er án mikils vafa orð ársins. Þríeykið varð frægt á einni nóttu, Donald Trump lagði til að fólk leggði sér sótthreinsivökva til munns og Björn Ingi hjá Viljanum spurði margra spurninga.
02.05.2020 - 14:40
Mynd með færslu
Árið með Gísla Marteini
Bein útsending frá sérstökum áramótaþætti Gísla Marteins þar sem góðir gestir gera upp árið sem er að líða. Hvað stóð upp úr, hvað mætti gera betur og hvað ætli nýja árið beri í skauti sér?
27.12.2019 - 19:25
Beint
Árið með Gísla Marteini
Árið gert upp með lykilfólki ársins 2018. Fólk ársins, lag ársins, tíðindi ársins og „Hvur þremillinn! ársins“.
Mammút með blíðari útgáfur af óblíðum hlutum
Hljómsveitin Mammút kom fram í Vikunni með Gísla og flutti titillag nýjustu plötu sinnar Kinder Versions. Sveitin hefur fylgt plötunni eftir á tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin en gagnrýnendur heima og heiman keppast um að ausa hana lofi.